Vefleiðari ellans
27.2.01
Frábært nýtt video með drottningunni Britney Spears. Kann hún að gera slíka gripi. Bara ef að sæist minna af hunkinum og meira ef henn. Það sést samt nóg af henni, er það vel.


Kosningar. Skítastúdentaráðskosningar. Best að kjósa sem fyrst til að losna við sífelldar truflanir framboðsflokkanna: "Vil ég hvetja þig til að nýta kosningaréttinn"


26.2.01
Snilld. Sportsillustrated Swimsuit Edition 2001 er komið út. Hvet ég allla drengi og snótir að kynna sér dýrðina.


Svikinn. Já, Pétur sveik mig. Hefur hann ekki fylgst með mikilli uppbyggingu vefseturs míns. Svikinn er ég.
Forðist Pétur.


Vefleiðari Ellans hefur mótað nýja tísku með hyllingum sínum, samkvæmt kjarnanum. Ætlar vefleiðarinn að halda áfram á þessari braut. Nú gerist Vefleiðarinn "commercial". Vill vefleiðarinn benda öllum sem þarfnast veisluþjónustu fyrir hvaða tilefni sem er á veisluþjónustuna: Veisluþjónustan fer þar dagfarsprútt og iðið fólk í forsvari.
Vil ég enda á þesum nótum og hylla Helga Karl Engilbertsson bekkjarbróður og snilling, ef ekki guð.

Helgi ég hylli þig.



Rambókvöld var síðastliðinn laugardag. Horft var á snilldarmyndir svo sem, Rocky III og The Fist of the North Star.
Koma nokkrar fleygar setningar úr myndunum.


"I pity da fool", "When I faught you. You had that look, the eye of the tiger."
"It aint easy being sleasy.", "Freedom is worth nothing when your dead.", "You have defaulted your destiny."



23.2.01
Það er ekki sama Hanks og Tom Hanks. Tom Hanks fékk óskarinn fyrir að deyja í Philadelphia og svo fyrir að leika hálfvita í Forrest Gump. Silvester Stallone hóf innreið sína í Hollywood þar lék hann hnefaleikakappa. Tugum ára seinna sannaði hann sig svo endanlega sem leikari í draumaborginn er hann lék skertan lögreglumann. Sumir fá frekar óskarinn en aðrir, þrátt fyrir að ólíklegustu menn hafi gert fávita hlutverkinu betri skil en Tom kallinn.
Peter Sellers lék í Being There snilldar mynd, sem er að mörgu leiti hliðstæð Gumpnum Forrest. Hann var einnig tilnefndur til Óskarsins en fékk ekki. Er þó framistaða Péturs mun meiri og betri en Tomma litla, en enginn óskar til hans.
Það virðist sem svo, ef maður heldur megrunarkúrinn sinn og missir x eða bætir við sig y kílóum þá fái menn sjálfkrafa tilnefningu. Er það að sýna stórleik ef sleppt er úr máltíð meðan á tökum myndar stendur. Er ég gamaldags í hugsun og finnst sem svo að verðlaun skuli verðskulda. Ekki vegna þess að maður er viðkunnanlegur gæi og geti haldið megrunarkúra. Verð ég illa svikinn ef Tom vinnur óskarinn fyrir Castaway.


Öl ... böl??? Tilviljun. Held ekki.
Á þessum orðum kveð ég og held í vísindaferð.


Fáránlegt SMS. Vefleiðaranum barst fáránlegt SMS og er vel. Svo hljóðar beinið:
Viltu fá electróníska anal exploration, segðu ekki nei! Kannski! Kannski!
Alltaf gaman að fá SMS


22.2.01
Burt Reynolds minnir mig á Örvar Gunnarsson fótboltakappa þegar hann var með yfirskegg.
Örvar

Burt



Stúdentapólitík. Er ekki hrifinn af stúdentapólitík, en vil brýna fyrir öllum. Verið vakandi, það er X-A vöku til handa. Ekki X-V.
Ég vona að fólk fyrirgefi mér þennan slæma brandara


Auglýst er eftir margmiðlunardisk fyrir Netalbúm, unninn af Lausnmedia. Er þar á ferðinni áhugavert fræðsluefni sem vert er að kynna sér.


21.2.01
Samsæri. Já, ég hef með aðstoð góðra manna flett ofan af samsæri. Þetta samsæri gengur öðrum lengra og gengur undir því sakleysislega nafni valentínusardagurinn. Flagð reynist vera undir fögru skinni sem oftar. Ég hef ekkert á móti markaðsöflunum almennt. En hann gengur nú of langt. Seinustu ár hef ég horft upp á verslunarmenn, meinta útvarpsstöð og fleiri aðila lofgjöra þennan dag umfram aðra.
Hvað er merkilegt við þennan dag. Ekkert hann er eins og aðrir dagar en merktur elskendum. Eru ekki allar dagar dagar elskenda. Bjóða á heittelskaðri út að borða, veita henni súkkulaði og blóm. Þarf sérstakan dag eða tilefni til þess. Eiga menn að vera ljúfir og góðir alla daga ekki suma. Hver er einlægnin á bak við slíkt ef viðlíku er þröngvað upp á mann, í þessu tilviki einkum markaðsöflunum.
Valentínusardagurinn hefur enga sögu eða hefð á bak við sig. Er ekkert sem kallar á hann nema gróðavon, slík er nú dýrðin á bak við þetta allt saman. Valentínusardagurinn passar álíka vel í íslenska menningu og jólahald í japanska. Ennfremur er beinið á honum alls óþarft því að einhverju grundvallaratriðum er konudagurinn ígildi valentínusardagsins. Höldum konudaginn hátíðlegri og bóndadaginn líka. Losum okkur við viðurstyggðina sem valentínusardagurinn sem fyrst.


Betri maður og betri íslenska. Sú pólitíska ákvörðun hefur verið tekin að hér eftir mun ég forðast að segja "ég ætla að fá mér að ..." því það er enska. Er það ver.
Vel er að Björk okkar "meiki" [bekennir höf. slæma notkun á íslenskri tungu hér] það í hinni stóru Hollýwúdd, sem tuggði upp og hrækti út úr sér ekki ómerkari mönnum en Herberti Guðmundssyni.

Björk ég hylli þig!



20.2.01
Vefleiðarann minn vantar "concept". Geir snillingur er með bestu hugmynd á bakvið vefleiðara: Fallegt kvenfólk. Þar laðar hann til sín traffíkina með fegurð, og smyglar inn á okkur eigin skoðunum og viðhorfum og er vel. Tvennt finnst mér koma til greina. Annað hvort verður leiðarinn að setri sjálfsskoðunnar og þvíum líku bulli eða ég muni með handahófskenndu millibili hylla menn og málefni, samanber hyllingu mína til Britney Spears.
Er ég lítt hrifinn af opinberri naflaskoðun verður seinni kosturinn frekar valinn.
Met. Met sett í gær þrjár færslur samdægurs og er það met. Fögnuður er mikill í herbúðum Vefleiðara Ellans.


Ég geri ráð fyrir að það sé orðið býsna kalt í helvíti þessa stundina þegar kvikmynd eins og Erin Brokovich er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta kvikmynd. Ég spái að það geri miklar frosthörkur þar niðri ef myndinni takist að vinna til Óskarsins.



19.2.01
Ég sé að Arnar Arinbjarnarson er svo vænn að minnast á mitt litla vefleiðarasetur og kann é ghonum margar þakkir fyrir. Því er hið eina rétta í stöðunni að launa greiðann og mun innan tíðar, það kemur núna strax á eftir linkur yifr á hans vefleiðara svæði. Hjarta mitt fyllist samt ekka og sorg þegar ég sé að teljari vefleiðarans míns er langt kominn með að skáka teljaranum sem er á upphafssíðu minni á vefsvæði Háskólans. Á innan við viku hafa komið 70 heimsóknir til Vefleiðara Ellans en á rúmum mánuði hef ég fengið 173 heimsóknir á upphafssíðu mína. Er það sem leiðir mig mest líkast til það að til skuli vera vefsetur vinsælli en mín eigin. Verður að bíta í það súra epli og láta sér vel líka. Halda skal baráttunni áfram og aldrei tapa gleðinni.


Nú hylli ég gyðjuna Britney Spears:


Britney ég hylli þig!



Kynnist Britney hér
Sjáið Britney td.hér og hér


Ég er ekki að höndla það að sleppa úr færslum, mér finnst það rangt og enn verra er að fá samviskubit yfir því að færa ekki inn daglega. Það er samt rangt að færa ekki inn daglega og mun það á endanum koma niður á gæðum og innihaldi vefleiðarans, ef slíkt hefur ekki gerst nú þegar, þá er það væntanlegt. Ég er að sligast undan álaginu sem fylgir þessum andskota, að finna eitthvað nýttað segja. Samt held ég áfram, sem ósvikið fórnarlamb tískubylgjunnar sem bloggerinn er og í anda tískubylgja mun ég ganga sjálfum mér til húðar drepa allt það sem kallast frumleg hugsun og ná á endanum sömu stöðu og "tónlistarsköpun" Nsync, backstreet drengja og fleiri og fleiri slíkra.


17.2.01
Ölvun var góð í gær. Var það vel.


16.2.01
Árshátíð í kvöld. Sem kallar á ölvun og gleði. Það er samt ekki á mann bætandi eftir stórglæsilega framgöngu Liverpool á móti Roma. SMS skilaboð sem mér bárust í gær súmmera það upp. Owen 2- Roma 0, snilld og er það vel.
Á þessari stundu er ég ekki viss hvort ég verði í ástandi til að koma með færslu á morgun. En það er aldrei að vita.


15.2.01
Ég vil þakka Markúsi innilega fyrir að minnast á bloggið mitt. Hans vegna fær teljarinn að halda líftórunni og vel það.
Ég er annars niðurbrotinn maður vegna válegra tíðinda utan úr hinum stóra heimi. Ber þar hærst sverting á mannorði tennisdrottningarinnar, gyðjunnar og væntanlegs kvonfangs míns, Önnu Kournikovu. [Til að gefa einhverja mynd af því hvað ég virði og dái manneskjuna. Þá er hún eina manneskjan sem hefur fengið mig til að horfa á tennis.]
Var þar að verki einhver vanvita Hollendingur sem hannaði og sendi áfram vírus til að kynna umheiminum dýrð Kournikovu, eða Önnu eins og ég kýs að kalla hana. Ég get ekki mælt því í mót og frekart hvatt til þess að menn breiði út fagnaðarerindið sem Anna er. En að gera sér ekki grein fyrir því að bendla nafn gyðjunnar við tölvuvírusa og þess háttar í heimi þar sem sefasýki og illgirni ræður ríkjum er ófyrirgefanlegt. Ég virði þó manninn fyrir það að gefa sig fram við lögregluyfirvöld og er reiðubúinn að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Ég persónulega get fyrirgefið honum tölvuvírusinn. En kem seint til með að fyrirgefa honum sálarangistina sem hann hefur valdið Önnu.


14.2.01
Þvílík framþróun. Var að setja upp teljara, sjá til vinstri, á vefleiðarann. Hann hefur viku til að sanna sig teljarinn. Ef ég fæ innan við tíu heimsóknir á næstu dögum fýkur teljarinn. Það er ekki hægt að rétlæta teljar ef maður fær engar heimsóknir. Kannski er hægt að réttlæta slíkt ef maður er algjörlega metnaðarlaus og án sjálfsálits, kannski ég taki teljarann ekkert niður.


Ég heyrði brandara í gær:
Það voru einu sinni feðgar í Bandaríkjunum. Davíð Oddson var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Sonurinn spyr pabba sinn hver þetta er og þá svara pabbinn: "This is Mr. David Oddsson. He's odd son."


13.2.01
Hálfgerð dagbókarfærsla. Er ekki að öllu leiti sáttur við slíkt. En eigi skal slíkt síta heldur grafa Björn og drepa enska. Var í lífeðlisfræði tilraun, var verið að rannska útskilnað nýrna. Er slíkt engin nýbylja eða tískubóla hafa slíkar tilraunir verið framdar á læknanemmu í áraraðir. Hef ég heyrt því fleygt að slíkar rannsóknar hafi verið stundaðar sér til dægrastyttingar í dauðabúðum nasista og vinsælt var það hjá spænsak rannsóknarrétinum, en þetta sel ég ekki dýrar en ég kaupi. Þurfti Ellinn að drekka tvo lítra vatns í einum teig og svo míga á þriggja korters fresti. Verð ég að lýsa yfir þvílíkum unaði og létti er ég kastaði af mér vatni hálfum öðrum tíma eftir vatnsþambið. Ætti enginn að láta slíkan unað fram hjá sér fara.


12.2.01
Þar sem ég klikkaði illilega á því að koma með færslu í gær mun ég bætta dyggum lesendum mínum það upp með annarri færslu í dag. Gæði þessarar færslu verða ekki upp á marga fiska.
Nákvæmlega þrjá brauðhleifa og fimm fiska. Það er bara vonandi að Jesú kallinn gangi fram á þessa færslu mína. Verður það vonandi til þess að þessi auma færsla mín metti þúsundir andlega og líkamlega.


Fegurð er eftirsótt söluvara. Er einnig eftirsótt almennt. En er fegurð eftirsóknarverð?
Pæling dagsins var í boði Vefleiðara Ellans


10.2.01
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég sá sjónvarpsþátt "Violent Earth" á BBC Prime. Fjallað var um vatn og eyðileggingar mátt þess. Þetta er frekar nýleg þáttaröð svo minnst var á jökulhlaupið sem reið yfir Skeiðarársand, í kjölfar eldgoss í vatnajökli, sem óþarft er að tíunda nánar. Hvað lærði ég svo. Ég lærði að hlaupið hefi eyðilegt massa graslendis, engja og túna. Mér er hugsað til nafnsins Skeiðarársandur. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.


9.2.01
Fyrsta skiptið sem ég er með fleiri eina eina færslu sama daginn. Nýtt met í sögu Vefleiðara Ellans. Mér hefur snúist hugur um að halda reiðilestur, sjá fyrri vefleiðar, sem verður útskýrt við seinni tækifæri. Það sem hvetur mig nú til skrifta er að ég sá myndband með fallegu sveitinni All Saints. Verð ég að viðurkenna að gæðum myndbanda þeirra hefur hrakað. Ég á ekki við fagmannleg vinnubrögð þeirra sem að myndböndunum standa heldur á ég við hina neikvæðu þróun í klæðaburði stúlknanna.
Ég man eftir fyrsta myndbandinu sem ég sá með þeim knáu stúlkum við lagið "I Know Where it's at", sem sumir vilja meina að sé skírskotun til Becks Hansonar. Í því myndbandi eru stúlkurnar allskostar óhræddar við að sýna bert holdið og er vel. En í kjölfar aukinna vinsælda og listrænna tilhneiginga virðast þær vera fallnar frá því að gleðja augu áhorfenda sinna eins mikið og þær í raun geta og er það ver. Þær ættu ekki að tefla á tvær hættur með frama sinn og stíla eingöngu inn á listræna hæfileika sína því hann er umdeildur. Þær geta alltaf stílað inn á óumdeildan kynþokka sinn og fegurð. Er þar auðlind sem þær ættu að nýta betur.


Ég ætlaði mér að koma með reiðilestur um að mörgu leiti lítinn metnað vefleiðara en í staðinn ætla ég skella fram ljúfri hugleiðingu um útópíu. Hugleiðingin er höfundarsmíð Bills Wattersons. Er hann mikils virtur sem höfundur teiknimyndaseríunnar Calvin & Hobbes. Hér fylgja ummæli Kalla um lífið, njótið:
"I think life should be more like tv. I think all of life's problems ought to be solved in 30 minutes with simple homilies, don't you? I think weight and oral hygiene ought to be our biggest concerns. I think we should all have powerful, high-paying jobs, and everyone should drive fancy sports cars. All our desires should be instantly gratified. Women should always wear tight clothes, and men should carry powerful handguns. Life overall should be more glamorous, thrill-packed, and filled with applause, don't you think?"


8.2.01
Aftur hef ég látið glepjast af auglýsingaskrumi og tísku brumbolti. Vil ég meina að ég hafi ekki gerst jafn ginkeyptur síðan ég fjárfesti í geisladisknum Spice með dúndurbandinu Spice Girls. Það er rétt ég hef blogg-, réttar sagt vefleiðaravæðst. Slík er tækni nútímans að ég þarf ekki lengur að troða skoðunum mínum upp á fólk í eigin persónu, heldur kemur það á veraldarvefinn og lætur sannfærast sjálfviljugt. Gaman


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?