Vefleiðari ellans
31.8.01
"If at first you don´t succeed. You´d better get up and try again. Try again.
If at first you don´t succed. You´d better get up and try again. Try again."

Þetta söng Aaliyah ... æ, er Aaliyah dáin.


30.8.01
Ég fékk mér aftur Lýsi í morgun. Ég verð brátt háður þessum andskota, er það vel.


Grikkur í Marías, þ.e. að eiga fjögur spil sömu gerðar. Dæmi: Fjórir Kóngar væri kóngagrikkur.

Besefar í Alkorti eru sjöurnar. Ekkert spil getur drepið besefann ef hann er settur fyrst út annars er hann bara drasl.

Vont er að vera laskabút í Picket, þá hefur maður engan slag unnið.


Ég sá þáttinn hennar Opruh, Oprah, í gærkveldi. Var þar fjallað um ofbeldi innan hjónabands. Ekki líkamlegt heldur andlegt, sem margar kvennana í þættinum töldu verra en hið líkamlega. "Ég gat ekki farið, það var ekki eins og hann berði mig. Hefði hann barið mig þá hefði ég rokið á dyr." sagði ein kvennana. Saga hjónanna var í mörgum tilvikum sorgleg og eftirminnileg, en það sem mér fanst standa uppúr þættinum var Doktor Phil.
Doktor Phil McGraw. Dr. Phil hafði mikil áhrif á fólkið í salnum hjá Opruh og mig einnig. Innsæi mannsins er ótrúlegt. Hann sér hlutina og segir hvernig þeir eru. Hann er beinskeyttur og talar tæpitungulaust.



29.8.01
Djöfull!!! ég er bootylicious. I don´t think you can handle me ...


Lýsi er allra meina bót. Eftir áralangt hlé á lýsisinntöku hefur vefleiðarinn, frá og með deginum í dag, hafið lýsisinntöku að morgni. Finnur hann strax áhrifin. "Ég fyllist auknu þreki, úthaldið er meira og það hefur aldrei verið skemmtilegra í vinnunni."




28.8.01
Sorglegt. Greifarnir eru sorglegir, afdankaðir tónlistarmenn, ef maður mætti gerast svo djarfur að bendla þá við list. Nú hefur borið svo við að ég þekki til tvenns sem lagt hefur það fyrir sig að leika í tónlistarmyndböndum Greifanna. Er slíkt að mínu viti ekki vænlegt til frama og eða árangurs. Eitt sinn var sagt upphafið að endalokunum.


27.8.01
Það er groms í kaffinu mínu.


Ef ferðast er erlendis er gott að hafa tvennt í huga. Ef þú ert ókunnugur og vilt leita upi áhugaverða staði, þá skal leita uppi hóp af japönum eða austurlandabúum, því oftar en ekki rata þeir á helstu ferðamannastaði. En ef stunda á hið syndsamlega líferni, heimsækja öldurhús og þvílíka óáran hefur reynst best í gegnum tíðina að fylgja hinum bresku ferðamönnum, er þeir ótrúlegar naskir á að finna hina vafasamari staði. Í hnotskurn, þá skal elta japani á daginn og breta á kvöldin.


24.8.01
Síðastliðina helgi sá ég dýrindis fagra stúlku í kvikmyndinni Tuvalu. Chulpan Khamakova heitir rússneska dísin og er fædd 1975. Nú nýlegast lék stúlkan í kvikmynd ásamt Götz George, en túlkun hans á þýska lögreglumanninum Schimannski, sem berst við glæpamenn hvar sem þá er að finna.
Njótið fegurðar Chulpan.



Njótið einnig fegurðar sögustundar Janusar, sem er einmit á stöð 2 í dag upp úr fjögur, með Litla Tígri og Stóra Birni.





23.8.01
Frauð ... Freud ... Sigmund Freud???. Sigmund Freud gæti verið að hann hafi misskilið ödipusarduldina. Að soninn girnist ekki móður sína kynferðislega og að hatrið og spennan milli föðurs og sonar sé runnin undan rifjum öfundar föðurs til sonar. Þegar sonurinn kemur í heiminn hefur hann forgang að brjósti móðurinnar, fram yfir föðurinn. Ennfremur hefur afspringurinn þaðs em eftir er einnig forgang að hjarta móðurinnar. Faðirinn verður því andlega og líkamlega afskiptur og þaðan er spennan milli föðurs og sonar upprunnin.

Vísukorn:
Ljót er gáfan læknanna
limi flá og afskera
Taxtana háa tvöfalda
til að ná í peninga

Eftir Svein

Í fyrri nótt lagðist ég til hvílu og var ekkert óvanalegt á seiði. En morguninn eftir þegar ég vaknaði var komin jórturleðurstugga í kjaft mér. Var túlinn á mér tómur og laus við slíka hluti þegar svefn sótti að.

Sögustund Janusar:

"En svona gamlir og skrýtnir kallar, sem geta flogið, geta líkað andað að sér í vatni"



21.8.01
Ég get varla beðið. Já ég nú búinn að fara í gegnum Harry Potter bækurnar fjórar sem JK Rowling hefur samið. Ég er pottþéttur á því að lesa þá næstu og get varla beðið.


20.8.01
Á föstudaginn sá ég dæmalausa snilld. Var þar á ferð Sögustund Janusar eða Janusch' Traumestunde. Eru þar snilldar teiknimyndir á ferð, skemmtilega teiknaðar og ólíkt svo mörgu öðru, sem er í umferð í dag, góðar og skemmtilegar sögur. Stóri feiti skógarbjörninn kynnir fyrir og segir okkur skemmtilega sögu. Sagan á föstudaginn var um lygarann Jimmy og heimsku mýsnar. Ég ætla að mynnast á tvær setningar sem standa upp úr í minningunni frá seinasta þætti.

"Hann var kallaður Glúri, því hann var svo glúrinn. Hann vissi allt en það skipti ekki máli, því allt er ekkert og ekkert er allt."

"Vitringurinn er varnalaus gagnvart lygurum og heimskingjum"

Í gær bar ég augum kvikmynd Fritz Lang Metropolis. Var unun að horfa á verkið. Er þar á ferðinni virkilega flott mynd og var veisla fyrir augað. Það var þó eitt sem setti strik í reikninginn. Þetta var ekki upprunalega útgáfa Fritz Lang. Var bíð að bæta við filmubútum sem talið var að hefðu glatast. Ekki var það sem truflaði, heldur var einnig búið að bæti við tónlist áttunda áratugarins inná myndina í stað upprunalegu tónlistarinnar. Var þar á ferðinni viðurstyggð. Verst var þó að þetta var réttlætt með því að vísa í orð Fritz Lang þar sem hann sagðist bara hafa hæfileika fyrir að vinna inn á hina sjónrænu upplifun, en ekki hina hljóðrænu. Átti þessi viðurstyggilega tónlist að bæta á hina hljóðrænu upplifun, þannig að meistarverkið yrði fullkomnað. Það vægast sagt mistókst, það hefði verið hægt að reyna að mistakast frekar, en slíkt hefði sennilega mistekist.


16.8.01
Frægðin fer misvel í fólk. Sumir höndla hana vel eins og Tom Selleck, Tom Cruise, Sly Stallone og Arnold Schwartzenegger. Aðrir hafa ratað glapstigu og má þar nefna Robert Downey yngri bræðurna Charlie Sheen og Emilio Esteves. Enn aðrir hafa orðið frægir fyrir það eitt að líkjast fallega, ríka og fræga fólkinu. Má þar nefna manninn sem er eins og Gorbatsjov eða þann sem er eins og páfinn.
Vefleiðarinn hefur ekki orðið varhluta af því að vera líkt við sér minni menn, sem þykja þekktir í hinum stóra heimi og kemur nett upptalning á viðkomandi.



Frank Black




Billy Corgan




Telly Savalas




Yul Brynner

Ekki er nú leiðum að líkjast. Spurningin er hvernig höndlar Vefleiðarinn frægð slíkra goða? "Bara vel!!!"


15.8.01
Loksins. Loksins heyrði ég lagið um Jónínu og þakka ég Arnari fyrir því þar rakst ég á gripinn.
Lagið Jónína hefur mjög klassíska uppbyggingu, byrjar lágstemmt en vex ásmegin eftir því sem líður á og endar á ógleymanlegu klímaxi. Texti lagsins hleypir okkur inn í huga höfundar, þannig að við skynjum örvæntinguna sem okkar eigin. Þemað sem gengur út í gegnum textann: "Jónína þú færð aldrei forræði. Jónína þú færð bara harðræði." Endurspeglar snilldarlega sálræna togstreytu við innri mann og hina raunverulega forræðisdeilu. Sálræna togstreitan skýrist af þeirri óvild sem hlaupin er í deilurnar, án þess þó að vilji fyrir slíku hafi verið fyrir hendi. Með orðunum "Jónína þú færð bara Guðmund Þór" lýsir höfundur yfir megnum vonbrigðum sínum með mögulegan stjúpföður sonar síns og ennfremur vonbrigðum með Jónínu að hafa valið slíkan kóna "fylliraft og dóna" eins og í öðru lagi segir. Hámark lagsins kemur þegar 30 sekúndur eru eftir. Kemur þá yfirlýsing höfundar að hann hafi ekki sagt sitt síðasta og baráttan muni halda áfram og nú af meiri hörku og kappsemi en fyrr. "Jónína þú verður kramin í þessari forræðisdeilu. JÓÓÓÓÓNÍÍÍÍÍÍÍNAAAAAAAAAAAA"


14.8.01
Ég minnist orða ömmu hennar Völu: "Þú svona myndarlegur maður."
Það er ekki oft að kona á níræðisaldri reynar að "pikka" mann upp.
Í dag held ég upp á að vera myndarlegur maður ... nei, ég held víst upp á það hvern einasta dag. Þetta er erfitt líf að vera svona myndarlegur. Ef ég ætti þess kost þá myndi ég spyrja Fabio hvernig hann ber sig að í þessum efnum.
Frekar ætti ég að spyrja bróður minn, því ef einhver hér á jarðkringlu þessari er myndarlegri en ég þá er það hugsanlega hann.
Í dag hylli ég alla myndarlegustu menn heimsins.

Ég hylli ykkur myndarlegu menn



10.8.01
Mogginn er ekki lengi að taka við sér. Eftir umfjöllun mína á Elle MacPherson birtist eftirfarandi grein.

Dónar á vaxmyndasafni
Sú íþrótt að renna hönd upp um pils er víst stunduð grimmt á vaxmyndasafninu Madame Tussaud's Waxwork í London. Þó þurfa þær stúlkur sem heimsækja safnið ekki að örvænta, því það er vaxstytta ofurfyrisætunnar Elle Macpherson sem verður iðulega fyrir barðinu. Slík er ágengni karlpeningsins að nú hefur verið ráðinn vörður til þess að vernda styttuna frá gælum þeirra. Styttan er metin á um 5,6 milljónir króna og því gæti áframhaldandi káf valdið safninu töluverðu fjártjóni. "Menn geta ekki haldið höndunum af Elle," er haft eftir einum safnvarðanna. "Við þurfum stöðugt að vera laga á henni hárið, skyrtuna og pilsið."


Greinilegt er að ekki eru allir búnir að gleyma boddýinu.


9.8.01
Ég vil þakka Geir Ágústssyni fyrri færslu sína um Elle MacPherson og get ég með sanni sagt að ég var ekki búinn að gleyma stúlkunni. Viðurnefnið "the Body" festist fljótlega á Elle og er það sannnefni. Gyðjan er nú 37 ára og lætur ekkert á sjá, samanber glæsilega framkomu hennar á síðastliðnum ólympíleikum.

Elle MacPherson ég hylli þig






Kynnist Elle nánar hér


3.8.01
Ég snéri heim úr útlegð í gær. Mánaðardvöl í Slóvakíu tók enda. Hver veit nema að gúrkutíð Vefleiðarans taki á enda.

Vonbrigði. Velflestir aðdáendur tennis urðu fyrir áfalli þegar fréttist að Anna Kournikova væri orðin ráðsett. Fullur trega óska ég Önnnu til hamingju með kall sinn og vonandi blessast hjónaband þeirra.

Vil ég benda lesendum á hyllingu mína til Kournikovu, hér


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?