Vefleiðari ellans
30.3.04
Barnafólk setur merkir oft bíla sína svo að aðrir sjái að barn sé í bílnum. Eru til þess notaðir límmiðar og gult hangidót sem stendur Barn í Bíl. Á leiðinni heim í dag sat maður undir stýri og helltist yfir sú löngun að stíga bensínið í botn og negla aftan á bílinn fyrir framan mig. En þá rak Vefleiðarinn augun í áðurnefnt hangidót. Í einn eitt skiptið aftraði þessi merking árekstri/aftanákeyrslu.


29.3.04
Fundur er settur!
Viðstaddir eru Vefleiðarinn
Fundargerð síðasta fundar lögð fyrir og samþykkt!
Fyrsta mál á dagskrá, óþarfa langt hlé á milli færsla:
Engar afsakanir, ekkert: "æ, það er svo langt síðan seinast færsla var"
Það þarf ekki að afsaka að bjarga mannslífum hægri vinstri.
Næsta mál er önnur málefni.
Það er ekkert sem liggur fyrir
Fundi er slitið


25.3.04
Tilvitnun dagsins er:

"Guð! hví hefur þú yfirgefið oss"


- Gerard Houllier [borið fram sjérard húllíer]

Fyrir þá [íþróttafréttamenn] sem ekki vita þá er franska nafnið Gerard borið fram sjérard en enska nafnið Gerrard borið fram Djérrard.


24.3.04
Fékk ákúrur fyrir heimildanotkun á síðunni. Réttmæt vissulega, en heimildin hefur haldið statt og stöðugt fram ágæti USA, einnig þeirra sem þar hafa lært. Vil ennfremur benda á að ekki er neinn texti settur innan gæsalapp og því ekki hafður orðrétt eftir. Er því ekki ástæða til að draga neitt til baka. En hins vegar ef vissir men í þjóðfélaginu eru ekki sáttir við þá tilhögun mála, geta þeir endurvakið blogg, hvers einu færslur eru árás á sakleysingjann.


Nú er risinn nýr dagur.

Góðan daginn



23.3.04
Enn rýrist hróður DV. Ekki er ritstjórnarstefna þeirra Illuga og Mikaels upp á marga fiska, og sú stefna sem þeir hafa markað hinu frjálsa og óháða Dagblaði vafasöm. Burt séð frá sekt eða sakleysi, sem er dómstóla að skera úr, ríður DV fram á vaðið með myndbirtingar og nafngreiningar. Nú síðast birting játningar aðila að líkframleiðslu fyrir austan. Það er hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríkjum að veita aðhald, gagnrýni og flytja almenningnum fregnir, en við það skal ekki viðhafa lögbrot og ganga út fyrir velsæmismörk og almenna siðsemi, fjandinn hafi það.
Það er ekki oft sem er hægt að segja með stolti að maður lesi ekki eitthvað. En skítasnepilinn DV mun vefleiðarinn ekki lesa.
Ps. lifi Málgagnið.


22.3.04
Nú er því aflokið í fyrsta skiptið síðan við nýskráningu hefur Vefleiðarinn skráð sig á réttum tíma til náms. Nú gerði drengurinn það rafrænt, orðinn þreyttur á illyrmislegu augnaráði starfsfólks nemendaskráningar, hverra laun Vefleiðarinn greiðir, við það að leita sér þjónustu. "Af hverju ertu að skrá þig núna?" "Af hverju skráir þú þig ekki í gegnum netið?" Laus við ásakandi augnaráð starfsfólksins, hverra vinna það er að þjónusta vefleiðarann með bros á vör.
Minnistætt er eitt skiptið þegar staðið var í röð, sem náði lengra en norrænahúsið, á leið í nemendaskráninguna. Líklega þurfti allt fólkið vottorð fyrir skattinn, gekk roðin svo hægt að menn gáfust upp "áður en fötin þeirra fóru úr tísku".
Nú er þessi höfuðverkur farinn frá, sennilega sleppur maður við viðbótar skólagjöld og getur farið sáttur út í lífið því vonandi á maður aldrei eftir að sækja neitt til þessar stofnunar aftur, nema þegar háskólaumsókninni minni núna hefur verið klúðrað og tefur mann um heilt ár í námi!

Að lokum:

Minn er að fara á Kraftwerk, og minn er að fara á Pixies



21.3.04
Tók þátt síðastliðinn föstudag í svonefndum læknaleikum. Var það ágætt svo langt sam það náði, keððti undirritaður í fyrstu greinum keppninnar, fyrir höd síns liðs. Kappát fyrst svo drykkja. Var þetta hefðbundið kappát kókosbolla og kók. Djöfuls viðbjóður sem kókosbollan er, það hefði ekki verið svo slæmt því í næsta lið var það kappdrykkja bjór og snafs. Gekk það þokkalega, en mælir Vefleiðarinn ekki með því við nokkurn mann að innbyrða hálfan líter af kók, kókosbollu, stóran bjór og snafs á innan við tíumínútum. Hefði hann átt að fylgja fordæmi annarra keppenda sem losuðu innihald magans milli þessara keppnisgreina.


18.3.04
Það er góðar hægðir eru gulli betri. Undanfarna daga hefur það undantekningalaust verið að löngun til losunar hefur skotist að um hádegisbil. Er vefleiðarinn staddur á framandi stað og er alltaf óþægilegt að reyna nýtt salerni í hvert og eitt sinnið. Að yfirgefa öryggi salernisins heima er stór mínus. Það er þegar er byrjað, eftir hægláta stund þegar búið er að setja í léttarann þá fyllist maður góðri tilfinningu, maður er búinn að merkja sér nýjan stað þetta svæði er mitt og maður gengur út eftir duglegan handþvott. Nú er yfirráðasvæði manns stærra og maður meiri fyrir vikið.


17.3.04
Félag kvenna í læknastétt.
Vefleiðarinn hélt að hann yrði ekki eldri. Hvað fá blessaðar konurnar næst, kosningarétt?


15.3.04
tilraun IV


Dilbert þann ellefta mars var snilld. Verð að deila honum með pöpulnum.

Röksemdafærslan, maður fær gæsahúð.


Þá er búið að laga scrollbarið gleði gleði gleði og endalaus gleði.


14.3.04
Nú er þetta endanlega búið ... nú horfir maður ekki meir á Liverpool það sem eftir er leiktíðar! Maður á ekki að gera sjálfum sér það að þjást svona. Það er kannski best að skipt um lið Man City, þetta er nú nánast bara gamalt og gott Liverpool, Keegan, Fowler, Anelka, McMoneyman.
Það á ekki að skipta um hest á miðju vaði.
Áfram Liverpool


13.3.04
Mótmælin náðu sér aldrei almennilega á strik í gær ... reynt verður aftur í kvöld. Er fólk enn sem fyrr hvatt til að fjölmenna í miðbæ reykjavíkur upp úr miðnætti!!!

Lifi Byltingin



12.3.04
Það á að reka Houllier frá Liverpool. Hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Var sannfærður í vikunni um að Hector Couper væri maðurinn til að fylla í skarð Houlliers. Hector Couper til Liverpool, það hljómar ekki illa.


Trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana. Umræðan um að geislun farsíma sé hættuleg heilsu manna hefur dottið uppfyrir, Það er ekki lengra síðan en í fyrra eða hittifyrra að farsímanotendur áttu að hrynja niður umvörðum úr heilakrabbameinun.
Vefleiðaarinn rakst á dögunum á rannsókn sem var einn af banabitum heilakrabbaæðisins, var tekkið handahófskennt úrtak og parað við þýsði sem ekki var útsett fyrir geislum farsíma, fannst ekki merkjanlegur munur á milli farsímanotenda og hins liðsins. Gott mál, en þegar litið er á að útilokaðir vrou þeir úr farsíma hópnum sem áttu fleiri en 200 talaðar stundir, klukkustundir, í símann. Vefleiðarinn notar símann, gemsann, sinn í hófi og á fjórum árum er hann kominn vel yfir 200 tímana ... mótmælir Vefleiðarinn niðurstöðum vísindaheimsins og krefst betri rannsóknar.
Þeir sem mótmæla vilja með Vefleiðaranum er bent á miðæ Reykjavíkur uppúr miðnætti, þar verður stefnt að mótmælaaðgerðum.

Lifi Byltingin



11.3.04
Vefleiðarinn liggur í svitabaði!


Nick Cave er þvílíkur snillingur
Nick Cave er þvílíkur Íslandsvinur
Platan Let Love In er þvílík snilld
Platan Murder Ballads er þvílík snilld
Platan Boatsman Call er þvílík snilld
Platan No More Shall We Part er þvílík snilld
Maðurinn er einfaldlega þvílíkur snillingur



Skil bara ekki af hverju valign virkar aldrei alveg eins og það á að gera sérstaklega er óþægt hjá mér í töflu forminu. Þetta pirrar minn smá, því hann er alger amatör í svona html forritun, en vill forrita síðuna sjálfur, enda hefur útlitið verið óhemju misjafnt. En það er að komast í betra horf ... þessi rjómaguli litur, var ekki að gera mikið fyrir ritgleðina ... ljósið er hvíti bakgrunnurinn.
NB!
fleiri hlekkir, lítið til vinstri!


10.3.04
Svona læknir ætlar minn að verða þegar hann er orðinn stór!


9.3.04
Það er útlit fyrir að met verði slegið í tónleika haldi á Íslandi þetta árið. Muse komu sáu og sigruðu, væntanlegir eru Pixies og Kraftwerk, nokkuð sem er must að fara á. Staðfest er að Sugababes komi, þrátt fyrir nýlegt uppþot innan bandsins, hægt er að sleppa þeim stúlkum. Fyndið væri að kíkja á bandarísku drusluna Pink, kannski að stúlknaband Einars Bárðasonar hiti upp eða ástmögur þjóðarinnar Kalli Bjarni.
Gott tónlistarár á Íslandi!


8.3.04
Tímaferðalög. Stephen Hawking neitar að veðja við vin sinn Kip Thorne um að tímaferðalög séu möguleg, því hann veit ekki hvort Kip hafi ferðast aftur í tímann og því sé veðmálið ómerkt. Ef tímavél væri byggð árið tvöþúsundogþrjú, þá er ekki hægt að fara aftar í tímann en þann dag 2003 og hún var byggð, þannig er ekki hægt að raska neinum tímlínum með tímaferðalögum því allir þeir möguleikar sem fyrir voru hafa verið kannaðir. Þá má segja að ef tímaferðalög eru möguleg, þá eru allir atburðir fyrirfram skilgreindir, þá má setja spurningamerki við það hvort eitthvað sé til sem heitir sjálfstæður vilji. Ef ekki er til sjálfstæður vilji getur maður þá nokkuð verið ábygur gjörða sinna. Frjáls vilji er grundvallaratriðið í frelsi einstaklingsins, erum við nokkuð frjáls?!? Það er hægt að setja spurningamerki við það!

búið



Fleiri hlekkir!
Á frekar að skrifa LotR en LOTR?!
Góða nótt!


Tilraun tókst og er hér með orðin varanleg!

Var nú að ljúka við aðra lengda útgafu hringadróttinssögu. Nú gerðist sá fáheyrði atburður að LOTR vann öl þau verðlaun sem hún var tilnefnd til á liðinni óskarsverðlaunahátíð. Hringadrótinssaga er snilldarsaga og hefur Peter Jackson gert henn góð skil á hvítatjaldinu. Er honum til hróss að hafa ekki klúðrað verkinu, þær breytingar sem gerðar hafa verið á sögunni hafa ekki fengið mann til að blöskra. Þegar verið er að færa frægar, vinsælar og svo mjög góðar sögur á hvítatjaldið er það mesta hættan að klúðra verkinu. Er það vel hvernig tiltókst hjá Jackson, nú er bara að bíða eftir lengdri útgáfu Hilmir snýr aftur og taka LOTR maraþon ... og bannað að gera pissuhlé.


6.3.04
Tilraun


Nýir hlekkir, lítið til vinstri.

Fylkingar.
Maðurinn er hópskepna, hjálpaði slíkt líferni skepnunni að komast af á gresjum afríku í árdaga mannkyns, gerði það lífverunni kleyft að verjast rándýrum gresjunnar, sem og að ala upp afkvæmi sín og afla sér fangaog viðurværis.
Nú á dögum er ekki eins mikil þörf á hóplíferninu, sést það glögglega að stórfjölskyldan er að líða undir lok. Grunneðllið er sterkt í skepnunni, og finnur hún sér nýjar útrásarleiðir fyrir hópeðlið. Skipast menn í öndverðar pólitískar fylkingar og telur hver sinn fugl fegurstan og sér bjálkann í auga hvors annars. Nú er ráð að hætta hvar var byrjað ... hvergi.


Hér má finna hina fallegustu menn, sbr. mynd efst á síðunni.


5.3.04
Hvernig hlutirnir æxlast. Fyrir um ári síðan bauð BGV Vefleiðaranum á herrakvöld ÍBV, sem er eitthvað lið utan af landi, samt mestmegnis frá öðru landi. Þar var margt um manninn Halldór í Henson, Borgarstjóri vor sem enginn veit hvað heitir. Ásamt framvarðasveit liðsins frá landsbyggðinni. Átta mánuðum eftir þetta herrakvöld fékk Vefleiðarinn staðfestingu á því að hann hafi hlotið náð fyrir augum Herraklúbbi Hannesar, og fengið inngöngu. Nú ári frá fyrsta herrakvöldinu liggur leiðin að loka hringnum og halda á nýtt herrakvöld ÍBV, gott ef ekki að Halldór vinur minn og félagi verði ekki á svæðinu sem fyrr, skilst mér að Guðjón Guðmundsson verði heiðursgestur.

Skál



Það fer að koma tími á að hætta að taka þessi hver er ég próf. Þau rugla fólk sem er lítið í sér í rýminu. Hef gengið um síðustu daga dauðhræddur við allt sem minnir mig á hnetti, leikhús og Boston.
Að öllu röfli slepptu, þá er mál að minnast á Samúræjan Jack, er þar á ferð enn ein snilldin úr Hugarfylgsnum Genndy's Tartakowsky's. Fyrst fannst Vefleiðaranum þetta útúrsteikt teiknimynd, en eftir nokkrar þynnkur og einn slíkan Samuræja maraþon dag, opnaði Vefleiðarinn augu sín fyrir snilldinni. Illska vitkans Aku´s, sem er ennfremur hamskiptir, og barátta Jack's gegn illsku hans og leitin að tímahliðinu til síns tíma svo hann geti endanlega gegnið frá Aku er ramminn utanum stórfenglegar sögur og snilldarlegar teikningar. Frelsist, sjáið ljósið. Fylgið leið samúræjans!!!


4.3.04

I am the Natural Number
e

I go with the flow

_

what number are you?

this quiz by orsa




How evil are you?


Vefleiðarinn leggur stund á hin miklu og merkilegu fræði lækninga, það er læknisfræði fyrir leika. Ef svo fer fram sem horfir verður honum hleypt á þjóðina eftir rúmt ár sem kandídat og ári síðar sem löggiltur læknir. Við þessa opinberun vill Vefleiðarinn hleypa dyggum aðdáendum og lesendum hvaðanæva úr himinum, því slíkir eru töfrar veraldarvefjarains að gvatemalar, úgandar, túrkenistanar geta sameaneista og lesið Vefleiðarann.
Að þessum útúrdúr loknum kynnir Vefleiðarinn ykkur fyrir gleðinni, sjá hlekk hér vinstra megin á spássíunni.


3.3.04
Það er nú altalað að Britney spili sig sem of mikla og heimska druslu. Tek ég upp hanskann fyrir fröken Spears, tilvonandi tengdadóttur móður minnar. Hún hefur tekið eitt eða tvö feilspor en hjá ungri saklausri "southern" stúlku virðast þau spor mun stærri en t.d. Christinu Aguileru sem kemur úr siðspilltu umhverfi stórborganna.
Traust mitt til Britney má ekki misnota og ef að stúlkan heldur áfram að stíga glapstiguna, þá fer þolinmæðin að þverra.
Það færir Vefleiðarann að hinni ágætustu kvikmynd sem hann sá í gær, það er Misfarist í þýðingu [Lost in Translation]. Mjög góð saga, Bill Murray í góðu formi og, ef Britney gætir sín ekki, tilvonandi tengdadóttir móður minnar Scarlett Johansson.


Alltaf berast mikilvægar upplýsingar, í upplýsingaþjóðfélaginu, og seint til manns. Nú í ár er til dæmis hlaupár. Hlaupár eru góð og gegn ár einum degi lengir en oöll hin, vissuleg kjarabót fyrir hinn vinnandi mann. Nú er hlaupadagurinn 29. febrúar liðinn. Sú hefð er tengd þeim degi að stúlkur sem ógiftar eru mega biðja sín mannsefnis á hlaupadegi hlaupáranna, það er 29. febrúar. Þessar upplýsingar hefðu komið einhleyp vefleiðara sér vel, hefði verið hægt að auka tíðni funda við ógiftar stúlkur þann dag og aukið þanig líkur á bónorði. Nú er of seint í rassinn gripið, nú verður að bíða í fjögur ár enn.
Best er að láta tímann líða og hlusta á lög Hemma Gunn: "að dansa, hvað er betra en að dansa, í dansi gleðst ég sérhverja stund, að dansa, hvað er betra en að dansa"


1.3.04
Til hamingju með daginn börn mín og hálsar. Nú ídag varð bjórinná Íslandi fimmtán ára. þegar hann fæddist var minn bara tíu ára og gerði sér engan vegin fyrir mikilvægi þessa dags.
Nú eru þessar línur skrifaðar með þakklæti í huga, öl í hendi og grandaddy í græjunum. Getur hlutskipti einnar mannveru verið betra. Maður leyfir sér að efast.
Til hamingju með daginn börn þessa lands, skál.
allir

Skál



Plís dónt kill mí


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?