Vefleiðari ellans
31.12.02
Gleðilegt nýtt ár
- takk fyrir árið sem er að líða


30.12.02
Vefleiðarinn man þá tíð er blóm uxu í haga og fólk var fallegt á sálinni. En ekki lengur. Fyrir ekki alls löngu þegar slegið var inn ellinn á google, þá var þar einn ellann að finna. Hinn eina sanna þ.e. minns. En fullur biturðar gagnrýni ég elís fyrir ófrumlega hugsun að stela góðum og gegnum ellanum. Þú elís ættir að hætta þessu enda alls óskiljanlegt hvernig hægt er að kalla einhvern elís, ellann það gengur bara ekki upp. Þetta er fullkomin hliðstæða hellakenningar platós hvar ellinn, minns, er hið guðlega ídeal en elís einhver eftiröpun sem aldrei nær fullkomnun.


29.12.02

Það gengur sú saga að þegar ritvélin var hönnuð, þá er átt við fyrstu ritvélarnar, að það sem gekk erfiðast í hönnunarferlinu far að hamrarnir sem stimbluðu stafina á pappírinn vildu oft flækjast saman. Ekki góðar tvíbökur það. Því var lyklaborðið eins og við þekkjum það í dag, þá er átt við hvar stafirnir liggja á lyklaborðinu, hannað. Hugsunin á bak við var sú að hafa ekki alla algengustu stafina þannig að auðveldast yrði að slá á þá lykla. Heldur var stöfunum raðað þannig á lyklana að mjög sleipan vélritara þyrfti til að lyklarnir, hamrarnir flæktust saman vegna hraða innsláttar. Vélritunarhraði í dag og vinnuhagræði gæti orðið mikið ef athugaðar yrðu þessar eldri útgáfur lyklaborða sem leyfðu hraðari vélritun en vélbúnaður þess tíma þoldi.


Sælir eru trúaðir því þeir munu fá í skóinn. Þessi útlegging af fjallræðu Jesú er kannski vafasöm en á vel við. Vefleiðarinn hefur haldið í þá trú sína að jólasveinninn er í alvörunni til, þá hinir íslensku jólasveinar. Hef aldrei átt skap við Krissa Kringlu. Undanfarin ár hefur trúa mín ekki sínt sig að verkaði þrátt fyrir fullkomna hegðun í alla staði. Af hverju hættir ekki maður kominn á þrítugsaldurinn að trúa á jafneinfeldingslegan hlut og jólasveininn. Kannski er það vegna þess að stóri bróðir fékk langt fram eftir aldri í skóinn eða bara að gott er að trúa. Í fyrra fór svo að Vefleiðarinn fékk tvisvar í skóinn, tópas í annað sinnið og súkkulaði eða 100 kall sem nýttur var til súkkulaði kaupa, það var allavega Freyju draumur. [ sleppi því að linka svo að Vefleiðarann reki ekki inn á mið óheflaðrar markaðshyggjunnar ] En stærsta gjöfin var engin. Kertasníkir kom ekki á aðfangadag, hann gefur alltaf bestu gjöfina. Í ár fór þetta á allt annan veg. Enginn kom stekkjastaur, giljagaur lét ekki heldur sjá sig sem og askasleikir, stúfur, gluggagjægir, ketkrókkur, hurðaskellir, gáttaþefur, skyrgámur og pottasleikir. Reyndi þetta á ýtrasta þolmagn trúarinnar því sál einfeldningsins þolir minna en sálir lygara, heimskingja og þjófa. Sem minn er siður lagðist ég til hvílu um fjögur leitið til að flýta fyrir komu jólanna og þá hefur kertasníkir laumast til og gaukað að manni pakkanum svo verkefni hans verði minna um kvöldið. Nú þegar korter var í að bjöllurnar [ í útvarpinu] hringdu inn jólin staulaðist minn fram úr og fyrir utan herbergishurðina var pakki. Fékk Vefleiðarinn snilldar bókina um don Kíkóta frá Kertasníki, hjartað tók kipp og jólin smygluðu sér aðeins fyrr í hjarta vefleiðarans því ekki sló klukkan sex enn.
En af hverju kom enginn hinna jólasveinanna til Vefleiðarans, grunar mig að þeir fari um heimabyggð mína á þeim tíma sem minn vakir en hinir sem trúa eru sennilegast löngusofnaðir. Svo Vefleiðarinn getur sjálfum sér um kennt. Jólasveinarnir gleymdu ekki Vefleiðaranum, Vefleiðarinn gleymdi vinnutíma jólasveinanna og vinnureglum.


27.12.02
Snilld frá cruel.com. Hljóð er gott að hafa en textinn skilst annars ágætlega


Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér það en ég er kominn með nýja lagið hennar Jennifer Lopez á heilann. Hvað er þetta hjá henni að þykjast vera enn sama stelpan úr húddinu og hafa samkennd með þeim sem eru þar enn.

Don´t be fooled by the rocks that I´ve got
I´m still I´m still jenny from the Blocks
Used to have little now I have alot
I'm still Jenny from the block.

Ég vona að þetta hafi losað viðbjóðinn úr kerfinu. Frekar vildi maður vera þunnur en hafa þetta í heilanum, þar hjálpar allavega þynnkuskitan en ekkert léttir þeirri kvöl sem þetta lag hennar Jennifer er.


26.12.02
Það er einkennandi þefur oft af gömlum töntum þegar maður hittir þær fyrir í boðum. Er þessi fnykur ... lykt einkar áberandi þegar þær koma margar saman gömlu konurnar. Þessa lykt skrifaði maður á fúlt ilmvatna sem hugsanlega væri eldri en þær sjálfar tönturnar. Sennilegt að með aldrinum kæmi þessi sami stynkur yfir ilmvötnin. Nú hefur vefleiðarinn rekið sig á að slíkt var regin skyssa og rangt ályktað. Þessi einkennandi kellingalykt, svo maður tali tæpitungulaust, er af ákveðnu ilmavatni. Því skuluð þér forðast Chanel No 5 sem heitan eldinn. Hlýðið þessum varúðarorðum, sérstaklega þær hnátur og típiltátur sem þennan texta kunna að lesa.


Nú er Örvar búinn að eignast barn. 18 marka strák að mér skilst. Til hamingju með það Örvar


24.12.02
Var að klára jólakortin, viðurkenni að í svona skyndingu ná þau ekki sama standard og hefur verið settur undanfarin ár. Persónulegt jólkort verður ekki frá mínum þessi jólin. Nokkurnvegin sama rumsan á alla.

Meðan minn mans ...
GLEÐILEG JÓL


Ég veit ekki af hverju það er en ég hef heillast af rússneska dúettinum T.A.T.U. Neita því engan vegin að það er smá lolitu fílingur, en maður er nú bara mennskur, en síðan hvað þesar stúlkur eru hressar og líbó í laginu sínu all the things she said, æ hljómar það í eyrum mínum á þessari stundu. Hvernig er hægt að lýsa bandinu ég læt mér nægja það sem ég fann á heimasíðu tengdri bandinu:
"On May 16th, 2001, Universal Music Russia signed a band, that critics, music journalists and record companies call the most outrageous and scandalous thing to ever happen to Russian show-biz."



Ég á mér draum. Fyrir mig er hann mikilvægur sérstaklega ef han rætist. Það mun ekki gera heimsbyggðinni neitt gang né ógagn ef draumurinn réttist. Mig dreymir um að fleiri heimsæki Vefleiðara Ellanns en heimsæki mbl.is þá myndu menn þar kætast yfir því að minns linkaði yfir á þá. Það væri reyndar ekki ónýtt ef þeir myndu endurgjalda hlekkinn sem þeir fengu hérna áðan.


23.12.02
jólatiltekt jibbí!


Þorlákur á morgun ... þá er skötutíð ... vonandi að keypt verði skata.


22.12.02
Þrátt fyrir að minn hafi bloggað fullur er þetta í fyrsta sinnið sem minns gerir það meðvitað. Njótið fulla bloggsins til fullnustu.


21.12.02
hvað þýðir þetta:
alt="Your browser understands the /APPLET/ tag but isn't running the applet, for some reason." Your browser is completely ignoring the /APPLET/ tag!
hefur browserinn sjálfstæðan vilja. Segir hann við applet æ,æ er einhver hérna. Mér finnst eins og einhver sé að kalla æ æ sé ég bara engan,



20.12.02
I am 63% Evil Genius

Evil courses through my blood. Lies and deceit motivate my evil deeds. Crushing the weaklings and idiots that do nothing but interfere in my doings.

Take the Evil Genius Test at fuali.com


I am 23% Geek

I wanna be a geek. But I'm not. Why would I even want to be one. Do I think it's fun? I should try writting an online test application at 1 am in my underwear

Take the Geek Test at fuali.com


19.12.02
Skemmtilegt þykir vefleiðaranum að enginn fjölmiðilinn hefur spurt sköllóttu prímadonnuna hvernig kjósendur R-listans, borgarbúar og allt það ógæfu fólk sem á eftir að kjósa samfylkinguna, eigi eftir að geta treyst orðum lygakvendisins. Hún hefur sýnt fram á það að orð hennar eru alls ómarktæk. Sama hvernig snákurinn, naðran í grasinu reynir, þá er dýrið alltaf þegar allt er komið til alls naðra. Gott ef ekki í hinnu mestu bók er það naðran sem heimsækir mannsoninn í eyðimörkina og Snákurinn ásamt kvenskepnunni varð þess valdandi að mannkynið hrökklaðist úr paradísinni. Minnir atferli borgarstýrunnar einnig á atferli úlfsins í ævintýrinu um kiðlingana sjö.
Vítin eru til þess að varast þau.


Nei, er of þunnur til að skrifa eitthvað ... sama hvort það er af viti eður ei!


18.12.02
langt síðan svona löng færsla hefur verið gerð!!!


Nú er langri og strangri próftörn lokið og get ég nú litið aftur og rætt um það sem ekki komst í verk að skrifa um.
Kókópöffs. Það er ótrúlega langt síðan ég hef fengið kókópöffs en nú hefur það gerst. Ég ætla að algengast að landsmenn fái sér eitt af þessu þremur í morgunverð, það er seríós, kókópöffs og kelloggs kornflex. Algengast er að fólk skipi sér í fylkingar og lofi eitt fram yfir annað og vill ekki sjá hinar tegundirnar og talast seríós og kornflex fólkið varla saman ekki ólíkt hunda og katteigendum.
Kornflex fókið segir að það verði of mikil mjólk í skálinni eftir ef fengið er seríó og kókópöffs. Hinar fylkingarnar segja það mikla og fína list að hella réttu magni mjólkur í súpudiskinn svo hið fullkomna jafnvægi seríóss og mjólkur. Þú verður andfúll ef þú borðar seríós segir kókópöffs liðið, en vitað er að það á við eingöngu ef notast er við undanrennu.
Það sem hinar mismunandi fylkingar bera ekki skynbragð á er að þessar afurðir eiga allar óhemju vel saman. Þekkt er og mjög gott er að blanda saman kornflexi og seríósi saman í diskinn/skálina sína ... nammi namm. Óalgengara kombó er kornflex og kókópöffs vilja menn meina að óhollusta kókósins núlli út hollustu kornsins, nei ekki er svo því kókóið er óhemju vítamínbætt, þaðan kemur pöffsið, komið frá púff segja mér kunnugir menn (kalla þetta ú(r)-verpingu ú verður ö samanber að púffa ég pöffa).
Frá landnámi hafa verið menn sem blandað hafa seríósi og kókópöffsi þeir hafa haldið sig mikið til hléss en þykja þeir yfirburða kynstofn og láta allir vel af þeim sem kynnst hafa.
Hinir allra hörðustu í þessum málum eru menn sem hunsa allar línur og mörk sem dregin hafa verið og blanda saman seríósi, kornflexi og kókópöffsi saman í eina skál. Skylst mér að færustu vísindamenn veigri sér að rannsaka það nánar. Eru meiningar um að slíkar rannsóknir geti stuðlað að raski á toppkvarkinum og því stuðlað að eyðingu alheimsins.

Hey hey sköllótta prímadonnan hefur nú sýnt fram á lygaeðli sitt. "Nei aldrei dreymir mig um að fara fram í alþingiskosningum" "Ég einbeiti mér að því að vera borgarstjóri Reykvíkinga næstu fjögur árin" "Össur hann getur nú é*** **ít" var haft eftir sköllóttu kellingunni. Sumir kunna ekki annað en að ljúga. Nú ullar hún framan í fylgismenn sína og sjá tungan er svört!
Ps. Þessar tilvitnanir eru eftir minni.


17.12.02
Nú við lestur á námsefni fyrir seinasta prófið hefur Vefleiðarinn gert þá merku uppgötvun að hann hafi háls, nef og eyru. Er alltaf ljúft að komast að einhverju nýju. Eitthvað sem lýðnum var áður óþekkt.


Við símahúsið á lóð háskólans Vestan aðalbyggingar og austan VR samstæðnanna stendur símklefi reyndar sá flottasti í reykjavík. Það sem kemur á óvart að þar er virkur símsjálfsali. I verslunarleiðangri í tíu11 á hjarðarhaga. Það sem vatki mesta gleði fyrir utan að þetta var ekki skraut og virkur sími var einmitt sú staðreynd að síminn verðlaunaði mig og kjarnann með tíkalli fyrir innlitið. Á leiðinni út þá heyrðist hringl í símanum. Ahhh hugsaði Vefleiðarinn og fór að athuga málið og beið þar glænýr tíikall. Mig grunar reyndar að þar hafi jólasveinninn farið því hann gleymdi að líta við það kvöldið. Reyndar er orðið ótrúlega langt síðan jólasveinninn hefur munað eftir Vefleiðaranum.


16.12.02
Blogger lagði mig í einelti í nótt sem var og neitaði að uppfæra færsluna sem í eðli sínu var mjög einföld.

Ég stend við fyrri fullyrðingar. AARRGG, með sömu innlifum og hér fyrir neðan.

Var færslan sem aldrei varð.

Að lokum nú er ég myndgreindur


14.12.02
AAAAAAARRRRRRRRRRRGGGGGGGG


Í þessari stofu sem ég er staddur er eftirlitsbúnaður sem vaktar stofuna. Það er spurning hvort maður þorir að upplýsa hver kötturinn guttormur er. Kötturinn guttormur kemur fyrir á einni bestu íslensku hljómplötunni sem gerð hefur verið það er glámur og skrámur í sjöunda himni. Þegar guttormur sér bláa bollann koma fljúgandi stekkur hann ofan í píanóið sem hann áður glamraði á. Seinna í þykjustu landi bregður honum aftur fyrir og þar getur hann spilað á píanóið en það er bara í þykjustu. Ég hef áður skrifað um glám og skrám áður ykkar er að finna það ef áhugi er á.


Guðmundi launa ég hér með heiðurinn að linka yfir á mig með því að linka yfir á hann. Guðmundur þessi er nú að stíga sín fyrstu spor í blogginu. Maður er orðinn svo gamall. Þegar ég lít til hans líður mér eins og 'Fast' Eddie Felson [Paul Newman] í the Color of Money og Guðmundur er Tom Cruise. Já, búinn að sjá tímanna tvenna búinn nokkurn veginn í höstlinu eins og í the Hustler.
Ég óska Guðmundi velfarnaðar, ég hef séð margan góðan piltinn fara illa úr viðureign sinni við bloggið. Vonandi að þú meikir það.


13.12.02
Enn um ristað brauð. Í morgun tók ég eftir því þegar ristaða brauðið hafði staðið lengur að það hafði tapað seigju eiginleika sínum og var orðið hart. Harðara og stökkara en hefðbundið ristað brauð. Þetta þríeðli brauðsins er heillandi og krefst frekari rannsókna. Ætli kirkjuþingið í Níkeu hafi haft ristað brauð til hliðsjónar þegar menn gerðust ásáttir um hinn þríeina guð, föðurinn, soninn og hinn heilaga anda.


Enn um kýrhausinn hennar ljómalindar, sem er skrýtinn. Guttormur þú ættir kannski að príla aftur ofan í píanóið ég er ekki viss um að þú ráðir við þessa pælingu.
Ef brauð er látið standa verður það hart og stökkt. Ef ristað brauð er látið standa verður það seigt. Vefleiðarinn sjálfur á í erfiðleikum með að melta þetta "konsept".


12.12.02
Seinast þegar ég fór í próf í einhverju sem tengist lífefnafræði fékk ég 2-3 vikur til lestrar og mér gekk ekkert sérstaklega. Nú fékk maður tæpa tvo daga og mér gekk betur en þá. Heimurinn er undarlegur staður, eins og kýrin ljómalind orðaði það: "það er margt skrýtið í kýrhausnum". Ætli kötturinn guttormur hafi ekki verið að skrýða upp úr píanóinu í þeim töluðu orðum. Nú man ég það ekki svo glöggt. Best að hlusta á plötuna við tækifæri og fá úr þessu öllu saman skorið!


11.12.02
Ég fór heim til þess að læra fyrir svefninn. Kominn í tölvuna. Af hverju er ekki fræðilegur möguleiki að geta lesið heima hjá sér? Lausnin er ekki flókin, sjónvarp, tölva, háhraðainternet tenging. Fórnarlamb tækninnar. Sem betur fer á maður ekki PS2 á svona stundum en gvöð hvað mann langar í slíkan grip. Draumurinn væri bara að vinna víkingalottóið par hundrað milljónir hætta í skóla og kaupa sér PS2 + leiki. Þá er maður orðinn góður.


Bílar og Tinni geggjað kombó.


Warren Ellis, Jim White, and Norman Watt-Roy spiluðu með Nick. Þeir stóðu sig eins og hetjur.
.


Fór á tónleika í gær á Broadway af öllum stöðum. Þetta voru Nick Cave tónleika. Þessir tónleikar voru argandi snilld. Hera hitaði upp. Æ, æ, var það sísti hluti tónleikanna. Nick eða nikkarinn lagði sig allan fram og var hann að fíla íslensku áheyrenduna. Nick fær fullt hús stiga, það var þess virði að spandera tíunni í meinefnafræði á hann. Ef manni verður refsað fyrir tónleikana með haustprófi hjá JJJ þá er það löðurmannleg refsing.
Að lokum
Nick Cave er

snillingur

snillingur

snillingur

snillingur

snillingur

snillingur

snillingur


9.12.02
Það var settur viss standard í seinustu vorprófum með frasanum: "Ónæmisfræði ég er ónæmur"
Nú verður reynt að endurtaka leikinn með nýjum frasa
Heilbrigðisfræði. Ég er heilbrigður


Hef verið að heyra Búdrýgindi spiluð í útvarpinu undanfarið með lagið sitt Spilafíkil. Búdrýgindi unnu músíktilraunir hér um árið. Ætli þeir séu ekki að fá spilun núna út af því þeir séu með væntanlega plötu ef hún er ekki komin út nú þegar. Mér er hugsað til vínardrengjakórsins. Í gamla daga þá voru sérlega efnilegir drengir vanaðir svo að múturnar spilltu ekki tærri og engilblíðri söngrödd þeirra. Þegar ég hef heyrt í Búdrýgindum minnist ég þess að söngvari bandsins var ekki að fullu genginn í gegnum múturnar þegar músíktilrauninrnar stóðu sem hæst. Heppinn hann að við lifum á siðmenntaðri tímum, annars væri hann hugsanlega tveimur eistum fátækari. Hvurnig tímarnir hafa breyst frá því að ég var ungur.


8.12.02
Temmilegur lestrardagur.
Góður American Style
Nú skal sofið!


7.12.02
Voandi fer allt vel í dag!
Annars er maður í smá klemmu. Á maður að horfa á leikinn ... fara í körfubolta ... eða bara lesa fyrir próf. Þessi eilíflega ákvarðanataka er algjörlega að brjóta mann niður.


6.12.02
Jæja, þá er búið að gera smá skurk í sínum málum og síðan á að líta betur út. Ég lofa samt æstum áhangendum og aðdáendum nýju útliti innan tveggja mánaða.


5.12.02
Kjarninn, sjá Agnar hér til vinstri ( er ekki að spandera hlekk á hann þar sem hann er ekkert virkur ), byrjaði fyrir mörgum árum að halda lista sem kallast most stupid things I have done. Reyndar tel ég fyrir víst að hafi ekki haft nennu til að uppfæra listann, ef marka má leiðarann hans ( er ekki að spandera hlekk sjá ástæðu að ofan ). Vefleiðarinn hefur allavega oft komist með Kjarnanum á listann, most stupid things I hvae done. Í dag lengdist enn listinn þegar lagt var í hann í óveðrinu í dag fótgangandi frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi Fossvogi í Austurver, bara til þess eins að komast í sjoppu. Ekkert að því nauðsynlegt getur veriðað fá gos og nammi í kroppinn. En heimskan í þessu er slík að starfrækt er Rauðakross sjoppa á spítalanum sjálfum.


Ég man daginn vel sem þetta allt byrjaði. Þegar Ástin lifnaði, við vorum staddir á hákarlsskrápinum í Kópavogi og ég í byrjunarliðinu. Oddur félagi, góðvinur og kunningi með meiru skorði mark eftir fimmtán sekúndur. Djöfull er þetta létt sögðum við. Við töpuðum 11-1 og fólk horfði á í forundran þegar við tókum sigurhringinn í lok leiksins. Hefð sem haldist hefur síðan þá. Alltaf er tekinn sigurhringur, sama hvernig fer.
Nú er ævintýrið enn að lifna nú mættum við í Egilshöllinan reyndir og bitrir töpuðum 2-1. En gleðin var komin aftur. Sárt að tapa, sárt að vera í engu formi. Það verður sárt að vakna á morgun en mér líður vel núna og mér dettur í hug texti og lag sem á vel við. Sérstaklega markið sem Árni skoraði.
Í vörninni
Á miðjunni
Í sókninni.
MARK MARK MARK

Höfundur þessarar stemmu er betur þekktur og þykist ég samt vita að ekki er að öllu leiti farið rétt með textann.


3.12.02
Það vantar víst færslu fyrir daginn í dag. Æ, æ, hvað gerir maður í því.


2.12.02
Í nóvember mánuði sagði ég frá hinum forláta töflutúss sem ég fjárfesti í, á 50 kr, Griffli. Þar lýsi ég draumum mínum með pennann. þeir hafa ekki ræst en komust þó nálægt því. Ég var í tíma um daginn og attlaði kennarinn að útskýra nánar visst atriði á töflunni. Var háskólinn það vel búinn að enginn töflutúss verkaði eins og hann átti að gera. Blekið uppþornað. Fylltist kennarinn vonleysi og uppgjöf. Ekki áttu nemendurnir að öðlast þessa vísdómsperlu. Hellist þá yfir kennarann ljósgeisli vonar og gleði þegar heyrist úr salnum vantar þig nokkuð túss.


1.12.02
Svikinn af móður náttúr. Vefleiðarinn gekk út um dyr Læknagarðs. Á leiðinni að bíl föður síns varð honum litið til himna og sá hann hvar norðurljósin dönsuðu um himininn. Stórkostleg sjón og ógleymanleg. Á þeirri stundu var ákvörðun tekinað stökkva upp í sjálfrenninreiðina og keyra útfyrir ljósmengaða borgina til að bera dýrðina betur augum. Í gleði mikilli er ekið og ekki spillir fyrir að tækifæri gefst til að setja á háuljósin. Fullkomnun hverrar ökuferðar. Þegar komið er vel út fyrir ljósum skreytta siðmenninguna er fundinn staður til að leggja farartækinu. Stigið er úr bíl litið til himins sjást stjörnurnar blika á himni ró er yfir öllu. En norðurljósin horfin á braut. Eins og Bo Halldórs söng: "þau mig stungu af"


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?