Vefleiðari ellans
29.12.01
Vefleiðarinn telur að grænmetisætur vaði í villu síns vegar. Alltént halda margar grænmetisætur því fram að ómannúðlegt sé að drepa sér til matar þegar hægt er að komast af á grænmeti einu saman. Grænmetið hefur alltént ekki tilfinningar. Grænmetið er þarf heldur ekki að búa við ómannúðlegar aðstæður eins og dýrin. Dýrin sem fá að hlaupa um allar heiðar og afrétti yfir sumarið og mæta feit, kát og útlifuð í réttirnar að hausti.
Nú er því þannig farið að húsdýrin sem við étum eiga tilveru sína kjötáti mannanna að þakka. Ég er étinn og því er ég, eins og Decartes myndi orða það. Kjötát stuðlar að sköpun nýs lífs og fjölbreytni í dýralífi landsins. Fauna landsins væri fátæklegri án belja og sauðfés. Ef þessi kvikyndi væru ekki nytjaskepnur, myndi það ekki lengur þjóna tilgangi að halda skepnurnar og slíkt myndi stuðla að útrýmingu þeirra, því ekki geta þau lifað af hér á landi án aðstoðar mannskepnunar.
Vefleiðarinn er kjötæta og ber höfuðið hátt.


27.12.01
Gleðileg
jól


21.12.01
Vefleiðaranum barst eftirfarandi athugasemd vegna seinustu færslu:

"nýjasta uppfærslan fengi meira vægi væri frasinn: "þekktir íslendingar" stafsett rétt"

Á þessi athugasemd fyllilega rétt á sér. En við nánari ígrennslan reynist það koma út á eitt hvernig stafsetningin er. Þetta er snilld!!!


20.12.01
Snilld!!!


Hvað er að gerast með draumalið íslensku þjóðarinnar Nökkva. Vefleiðarinn krefst svara.


17.12.01
Ég er búinn í prófum ég er búinn í prófum ég er búinn í prófum.
JEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE


14.12.01
Svona eiga plötudómar að vera: Hreinskilnir.
Eftirfarandi úrdráttur er úr dómi Arnars Eggerts Thoroddsen á plötu Britney Spears, Britney. Fær hún fimm stjörnur.

Sem drottning ríkir hún
"Þess er vandlega gætt að ýtt sé á alla þá réttu og gróðavænlegu takka sem fyrirfinnast á poppmarkaðinum. Aðalmarkhópurinn, stúlkur á aldrinum 10-14 ára u.þ.b. fá faullt fyrir sinn snúð en einnig er herjað á fleiri svæði, þ.e. karlmenn á ... ja ... bara öllum aldri, gefið að þeir séu gangkynhneigðir og hefi vott af heilnæmri þörf í þá áttina. Myndir á miðopnu bæklings eru afar munúðlegar, þrýstin brjóst og fingur nálægt sköpum. En hei! Viðskipti eru viðskipti."

Þessi dómur fær 5 stjörnur hjá mínum.


13.12.01

12.12.01
Bubbi Nýbúinn eða ný búinn?


Ekki eru allir á eitt sáttir um hvenær jólasveinarnir hefja komu sínar til litlu barnanna og allra þeirra sem á þá trúa. Hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sú trú komið upp að stekkjastaur gefi aðfaranótt 12. desember. Hann kemur í til byggða þann 12. og gefur í skóinn aðfaranótt þess 13. Þeir Jólasveinar sem við þekkjum í dag gerði Jóhannes úr Kötlum greinargóð skil. Var hann sérfræðingur þess tíma. Samkvæmt orðum hans kemur kertasníkir á aðfangadagskvöld ekki á Þorláksmessu samanber:

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Leiðinlegt er að ágreiningur um þetta skuli skipta þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar og minnir umræðan mikið á aldamótaþruglið og árið 0 var aldrei.
Vefleiðarinn huggar sig við það að í kvöld fær hann í skóinn frá Stekkjastaur og hinir sem þykjast hafa fengið frá honum í nótt ættu að líta á dagatalið sitt og halda upp á þrettándann 5. janúar.
Jólasveinarnir í heild sinni.


11.12.01
Eins og sjá má í almennum orðabókum merkir orðið 'miskunnarverk, guðsþakkaverk' (það er orðið til úr sambandinu "guðs þökk"). Dæmi um notkun getur þú fundið á vef Orðabókarinnar undir "gagnasafn".
Takk fyrir það.


10.12.01
Það virðist vera sem svo að frumubundið ónæmissvar gangi upp.



Þetta er gott að hafa á hreinu. Meira að segja smá fróðleikur um land og þjóð.


Jólin, jólin allstaðar með jólagleði og gjafirnar ...
Jóladagatal í tilefni hátíðarinnar.


7.12.01
Fallegir menn.

Jim Jarmusch og Tom Waits


Víkanganafni Vefleiðarans er eins og það birtist á Internetinu: All hail Avanger the Exterminator. May Odin and Grungir smile upon you.


3.12.01
Bítillinn George Harrison lést í síðastliðinni viku. Var það strax í kjölfar falls *o**** F***** af himnum í hásæti Lúsífers. Fowler er ekki bara svikari heldur morðingi í þokkabót.


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?