Vefleiðari ellans
30.1.02
Enginn dómaraskandall. Öruggur sigur. Bíóhöllin. Góð stemmning. Lífið er yndislegt. Vefleiðarinn situr á strák sínum með yfirlýsingar því síst alls vill hann "jínxa" Strákana OKKAR!


Sá endursýningu leiksins í gær. Fyrri orð standa. Væri vel hægt að bæta í!


29.1.02
Sviss hefur löngum verið þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína í alþjóðamálum. Svisslendingar virðast því hræsnarar. Í dag sást greinilega að Svisslendingar búa ekki yfir snefli réttlætiskenndar og hlutleysis. Sást það á dómgæslu í landsleik Íslendinga og heimsmeistara Frakka í handknattleik. Eitthvað sat 11 marka burstið í þeim. Annar leikurinn á þessu Evrópumeistarmóti þar sem dómarar njóta þess að taka Strákana okkar í görnina. Þetta er ótækt.
Vefleiðarinn sá ekki leikinn en af almannarómi mótast afstaða hans og verður ekki bakkað

Ps. Til hamingju Bjarni


26.1.02
Hvort verða Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu Strákarnir okkar eða íslenska landssliðið. Það er skemmtilegt hvernig fjölmiðlar og almenningur tala um íþróttalandslið okkar. Ef vel árar í báti eru þeir strákarnir okkar og ekkert getur skilið þá frá Íslandi og íslenskum uppruna þeirra. En strax og mótbyr verður á vegi þeirra. Er talað um íþróttafólkið sem það keppi fyrir hönd annars lands. Spenntur er ég að sjá hvort íslenska landsliðið gerði jafntefli við það spánska, eða hvort Strákarnir okkar voru rændir sigri af vanhæfum dómara, sem líktist Bin Laden skuggalega. Af því sést hvort Strákarnir njóti velþóknunar eða andúðar þjóðar sinnar.


25.1.02
Vefleiðarinn er ósáttur við skapgerðarleysi og - bresti hjá fyrrum landsliðsþjálfara Írans. Samanber fréttir á Grasinu.
Bara hættur...
Miroslav Blazevic, hinn síkáti þjálfari íranska landsliðsins, hefur sagt upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari.
Blazevic vakti athygli með yfirlýsingu sinni um að hann skyldi hengja sig í markslánni ef honum tækist ekki að koma Írönum á HM með því að slá út Íra í umspilinu.
Ekki stóð hann við orð sín heldur leggur áherslu á það í uppsagnarbréfi sínu hve þungt það hvíli á honum að hafa mistekist að koma landsliði Írans á HM.
Blazevic, sem kom króatíska landsliðinu í 3. sæti á HM ´98, afþakkaði boð í síðustu viku um að taka að sér stjórn landsliði Bosníu-Herzegovinu.



24.1.02
Smá breytingar, ekki miklar en kominn tími til.


Í hverju er lýðræðið falið, ef ekki lengur er stuðst við vilja kjósenda. Menn setja vilt og galið kynja- og flokkskvóta á stjórnir og framboðslista. Oftar en ekki endurspegla þessir kvótar engan veginn vilja þeirra sem á endanum kjósa í stöður, sem dæmi miðstjórn Samfylkingar. Er félagshyggjan rétthærri en lýðræðið? Er ekki best að leggja niður Alþingi, stofna einn flokk og fylgja vilja aðalritarans í einu og öllu. Hver er annars aðalritari Samfylkingarinnar?


Á mínum yngri árum fylgdist með "wrestling" gerðust margir skemmtilegir hlutir. Sérstaklega þegar dró að mikið auglýstum bardögum. Ennfremur ef uppgjör voru í uppsiglingu. Rifust menn og báru hvor öðrum á brýn hugleysi og aumingjaskap. Var annar yfirleitt vondur en hinn góður. Í kjölfar þess alls börðust menn, brutu allt og brömluðu hort heldur sem þeirra var sviðsljósið eður ei. Frægar eru orðnar viðureignir Hulks Hogan við kappa eins og Rick Flair, Sting og Goldberg.
Nú hefur boxheimurinn tekið þessa markaðsetningu upp á sína arma. Nú hafa brotist út í tvígang slagsmál fyrir keppnir Lennox Lewis um heimsmeistartitla hans í boxi, Þungavigt. Nú seinast slagsmál við Mike Tyson. Óvanir fjölmiðlamenn gleypa við þessu og telja Tyson kolbrjálaðan, sem hann er, og telja ekki hæft að hleypa slíku dýri inn í hringinn með Lewis. Hann eigi að geymast í búri og ekki einu sinni vera hleypt út til að berjast. Ég er hrifinn af þessu uppátæki boxheimsins, og ef eitthvað á eftir að virka til að vekja tiltrú fólks á boxi og slá á gagnrýni um spillingu þá er það fylgja í fótspor wrestling heimsins í auglýsingaskyni. Þar er jú allt ekta!


23.1.02
Þá sagði ég við Noel eftir eitt af mörgum rifrildum sínum við yngri bróður sinn Liam "don't look back in anger".
Ég hef ekki séð krónu af þeim peningum.
Ps. Liverpool VANN
VANN


22.1.02
Vefleiðarinn er eirðarlaus. Uppáhalds liðið hans í knattspyrnu er ekki að gera góða hluti. Það er leikur í kvöld. Frekar en að horfa á verðandi ósköp mun Vefleiðarinn fela andlit í höndum sér og gráta. Gráta yfir óorðnum hlut því enginn getur flúið örlög sín.


19.1.02
Clark Kent gervið varð ekki að veruleika. Abraham Lincoln sá sér fært að mæta í hans stað. Hann þurfti að sleppa úr leikhúsferð til að ná því. Þetta voru sæti á besta stað í Boston Globe leikhúsinu. Nú er Tuma ammæli á eftir. Til hamingju með ammælið Tumi.


18.1.02
Grímuball í kvöld. Það er alltaf erfitt því ef lagt er í bæ þarf dressið að eiga við þar líka. Samt verður að sjást einhver viðleitni til að grímuklæðast. Það gengur ekki að mæta sjúskaður í djammfötum sem partýljón. Það gengur ekki. Helsta hugmyndin sem er nú uppi á pallborðinu er að mæta sem Clark Kent, vera í Súperman-bol innanundir skyrtunni og í háum rauðum sokkum. Nú vantar einvörðungu Súpermann-bolinn.


17.1.02
flask


Var einhver að tala um nýtt útlit. Vefleiðarinn óskar Kjarnanum til hamingju með nýtt útlit.
Einfalt, stílhreint, fágað. Ef Innlit Útlit tæki fyrir vefsíður yrði Vala Matt agndofa og Kjaftstopp.


Gárungarnir eru alltaf að. Það nýjast frá þeim er um Björn Bjarnason, er hann nú kallaður Björn Borg. Manni verður vart hláturs var.
Gárungarnir eru samasafn manna ekki ósvipað og Hrekkjalómarnir í Eyjum. Í stað þess að sprella koma þeir með mishnyttnar athugasemdir um líðandi stund. Því miður eru flestar athugasemdanna miðurhnyttnar oftast óhnyttnar. Til að undirstrika mál Vefleiðarans, þá eru Gárungarnir þeir sem sprungu úr hlátri yfir dönsku ættarsögu Bin Ladens og mömmu hans Remo-laden. Gott ef ekki að hann eigi systur, Marme-laden. Ekki misskilja, hláturinn stafaði ekki af vorkunsemi heldur af innilegri aðdáun á gamanmálinu.
Niðurstaða: Það er við hæfi að enda á niðurstöð. Hún er einföld. Gárungana á að skjóta hvar sem þeir finnast. Ásamt FM957-liðinu. Slá tvær flugur í sama höggi.


15.1.02
Ég gaf blóð í dag. Ég er betri maður fyrir vikið. Að gefa blóð gagnast samfélaginu. Það er betra að gefa blóð, en til dæmið að fá plús í kladdann fyrir að mæta vel klæddur í útileikfimitíma um miðjan vetur. Plúsinn við að gefa blóð er mun stærri, merkilegri og ánægjulegri.
Það sem jók ennfremur ánæguna var að fylgja Agnari í meyjarferð sína í Blóðbankann. Slíkt er stór stund í lífi hvers manns. Var ekki laust við að eitt lítið tár læddist niður kinn.


14.1.02
Sá Hringadróttinssögu í gær. Bókin er betri.


7.1.02

3.1.02
Í rituðum texta á að setja spurningamerki aftan við retóríska spurningu ... eða bara punkt


2.1.02
Það er gaman að púsla og þá helst púsluspil. Stundum brennur það við að ekki hafa öll púslin losnað hvert frá öðru. Ef maður nýtir sér það og tekur þau ekki í sundur, er maður þá að svindla?
Það er ljótt að svindla.


1.1.02
Gleðilegt
nýtt ár

- takk fyrir árið sem leið


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?