Vefleiðari ellans
29.4.02
Það eru komnar nýjar kókflöskur, er búið að skófla út 190 og 300 mL flöskunum og ein 250 mL komin í staðin. Það er skringilegt með þessar flöskur að þær eru minni um sig en hinar upprunalegu 190 mL. Hvernig má slíkt vera minna rúmmál en samt meira magn. Á menntaskóla árum mínum rakst ég á dæmi þar sem að hlutur stefndi á óendanlegt yfirborð með endanlegt rúmmál. Þetta er hreint ótrúlegt!!!


26.4.02
Það er föstudagskvöld. Þú ert að fara út að skemmta þér. Seinustu mínúturnar heima hjá þér sestu niður fyrir framan sjónvarpið heima hjá þér. Í hugsunarleysi stillirðu á TNT og hvað sérðu? WCW Wrestling. Þú opnar ískaldan bjórinn og hugsar: "Þetta getur verið fyndið." Þú horfir á fyrsta bardagann og segir við sjálfan þig að nú sé best að leggja í hann. En hvað sérðu og heyrir. Goldberg, Goldberg! Heyrirðu fólkið í sjónvarpinu kalla? Þú lítur snöggt á skjáinn og sér guðum líka veru. Er hann mennskur? Er Seifur í alvörunni til !??!! Þú ert "hooked" Þú situr fyrir framan sjónvarpið dáleiddur. Um leið og Goldberg stígur inn í fyllast augu andstæðingsins ótta og áður en langt um líður kemur "the Spear" og svo "the Jackhammer" bardaganum er lokið áður en dómarinn telur upp að þremur. Snilld og aftur snilld!! Þetta er Goldberg!! Fyrir unnendur góðra kvikmynda getið þið slegið tvær flugur í einu höggi horft á Universal Soldiers: the Return og um leið barið goðið Goldberg augum.
Ellinn
Þetta er ekki hægt lengur. WWF keypti WCW og Goldberg vill ekki semja við the Rock og félaga. Auk þess sem nú er TCM í stað TNT.


22.4.02
Nú gerist ég klénn.
Ástin lifir að eilífu.
Ég trúi því varla að ég hafi gert svona færslu


Vil minnna á hið snilldarlega íþróttafélag Ástina


20.4.02
Til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá á ég líka við Örvar þegar ég tala um alla.
Dæmi. Komið þið sæl öll sömul
Hér er Örvar ekki undanskilinn, mér þykir leitt ef þú, Örvar og lesandi góður, hefur verið í einhverjum vafa.
Til að koma í veg fyrir frekari misskilning þá er átt við Örvar Gunnarsson


19.4.02
Aðalfundur félags læknanema á næstu grösum. Alltaf gaman að aðalfundum, kjósa fólk af handahófi í mikilvægar stöður.
Það gerist ekki betra!


18.4.02

Læknir eða leynilögga?


Læknastörf eru að mörgu leiti eins og rannsóknarlögreglustörf. Maður er eins og Sherlock Holmes, lítur á einkennin. Morðinginn er einn metri og áttatíu sentímetrar á hæð, örvhentur, tekur í nösina og neitar sér ósjaldan um sopann. Hann gengur með eilítilli helti, því hann er með mislanga fætur, þyrfti helst að ganga með innlegg. Dráparinn hafði nýlokið við að snæða ólseigan kjötbita og því óvenju úrillur og skapbráður.
Sherlock Holmes gat komist að slíkum hlutum bara með eftirgrennslan á vettvangi glæps. Grundvöllur velgengni Sherlocks var þekking hans á óþjóðalýð Lundúnaborgar sem og á borginni sjálfri . Sjúlingurinn er vettvangur þess glæps sem læknar rannsaka, því er þekking á mannslíkamanum, hvernig hann er byggður upp og hvernig hann starfar mikilvæg forsenda þess að læknar nái sama árangri og Sherlock Holmes. Líffærafræði eru þau fræði sem lúta að stórsærri uppbyggingu mannslíkamans. Oft reynist snúið að muna legur og stefnur æða, tauga og vöðva. Einn staður vafðist lengi fyrir mér. Var það sem nefnist leyningur í Íðorðasafni lækna, en er betur þekktur sem vængklakks- og gómbeinsgróf, ekki er það mitt að skera úr um hvor þýðingin er réttari. Er það ætlun mín hér að rifja upp þau kynni mín, mér og öðrum til ómældrar ánægju.
Vængklakks- og gómbeinsgróf fyrirfinnst á djúpa hliðlæga andlitssvæðinu og liggur miðlægt við neðangagnaugagróf og er samgangur á milli þeirra um vængklakks- og kinnkjálkaglufu. Ef ég stend inni í vængklakks- og gómbeinsgrófinni [þeirri hægri, ef maður kann hana þá lærir maður þá vinstri í leiðinni] og veit fram, þá afmarkast hún þannig, að fyrir aftan mig stæðu fletir fleygbeins og kinnkjálka og vængklakkur fleygbeins. Yfir mér væri fleygbeinsbolur. Ég horfi fram á neðangagnaugaflöt kinnkjálka og mér á vinstri hönd væri lóðþynna gómbeins. Mér á hægri hönd væri eins og áður sagði vængklakks- og kinnkjálkaglufa. Framveggurinn hefur samskeyti við afturvegginn að neðan. Grófin er því víðari að ofan og mjókkar niður. Samskeyti framveggjarins við afturvegginn eru eftirfarandi. Vængklakkur og strýtuklakk gómbeins eru samvaxnir við kinnkjálkahnjósk.
Því fer fjarri að eina leiðin inní grófina okkar sé um margnefnda vængklakks- og kinnkjálkaglufu. Í veggjum grófarinnar eru mörg önnur op. Fleyg- og gómbeinsop er á miðlæga veggnum, sem er mér á vinstri hönd. Það opnast út í nefholið. Vængklakks göng, hringgat, góm- og slíðurgöng eru í afturveggnum. Hringgatið er efst og opnast aftur í miðkúpugróf, þar undir eru svo vængklakksgöngin og þau opnast eins og hringgatið inn í miðkúpugrófina. Góm- og slíðurgöngin eru staðsett miðlægt í afturveggnum. Neðri augntóttarglufa er efst í framvegg grófarinnar og opnast í augntóttina. Stærri gómgöng opnast svo úr botninum niður í gómþakið. Þar koma saman vængklakkur og neðangagnaugaflötur kinnkjálka
Þrátt fyrir það að grófin sé ekki rúmgóð, það er frekar þröngt um mann þarna ekki ósvipað þeim ópíumbúllum sem Sherlock vinur okkar Holmes stundaði, þá rúmar hún þrjú líffæri: Vængklakks- og gómbeinsgrófarhluta kinnkjálkaslagæðar, vængklakks- og gómhnoðu og kinnkjálkataug að hluta til.
Vængklakks- og gómbeinshluti kinnkjálkaslagæðar gefur frá sér fimm slagæðar. Aftari efri tanngarðsslagæðar, sem liggur niður á neðangagnaugaflöt kinnkjálka, þar greinist hún í margar tannkvíslar sem ganga í beingöngum í kinnkjálka til jaxla í efrigómi. Neðanaugntóttarslagæðin fer úr grófinni um neðriaugntóttarglufu, þar gefur hún frá sér fremri efri tanngarðsslagæðar áður en hún fer inn í neðanaugntóttargöng. Vængklakksgangaslagæð fer eftir samnefndum gangi úr grófinni og nærir meðal annars kokhlustina. Endagreinar kinnkjálkaslagæðar eru fallslagæð góms og fleyg- og gómbeinsslagæð. Fallslagæð góms gengur niður úr vængklakks- og gómbeinsgrófinni eftir stærri gómgöngum. hún greinist í stærri gómslagæð, sem nærir harðgóminn, og minni gómslagæðar en þær næra holdgóminn. Fleyg- og gómbeinsslagæðin fer beint í miðlægri stefnu út um fleyg- og gómbeinsop út í nefholið. Þar greinist hún í hliðlægar aftari nefslagæðar, sem næra aftanverðan hliðlæga vegga nefholsins, og aftari nefskiptarkvíslar, sem næra aftanverð nefholsskipti.
Kinnkjálkataug kemur inn í vængklakks- og gómbeinsgróf um hringgat í afturvegg grófarinnar hún sveigir í hægri stefnu, hliðlægt, um augntóttarklakk gómbeins. Hún klofnar í tvær taugar kinnbeinstaug og neðanaugntóttartaug, sem halda út úr grófinni um neðri augntóttarglufu og þaðan inn í augntótt. Áður en hún greinist gefur hún frá sér hnoðagreinar, sem tengja vængklakks- og gómhnoðu við kinnkjálkataugina, og efri aftari tanngarðsgreinar. Efri aftari tanngarðsgreinarnarganga inn í beinið á neðangagnaugafleti kinnkjálka um tanngarðsgöt og fara eftir tanngarðsgöngum út í kinnkjálkajaxla.
Vængklakks- og gómhnoða er hjásemjuhnoða og samanstendur af taugaþráðum sem ítauga tárakiritil og munnvatnskirtla í holgómi. Taugarnar sem til hnoðunnar ganga eru áðurnefndar hnoðagreinar og vængklakksgangataug. Hnoðagreinarnar flytja hjásemju eftirhnoðataugaþræði sem fara til tárakirtils ennfremur sem um hana fara þræðir sem sjá um skynítaugun beinhimnu augntóttar. Vængklakksgangataugar koma inn í grófina um vængklakksgang og koma aftanvert inn í vængklakks- og gómhnoðuna. Hnoðan gefur frá sér koktaug, sem fer úr grófinni um góm- og slíðurgöng, hliðlægar efri aftari nefgreinar, miðlægar efri aftari nefgreinar og n. nasopalatinus.
Eftir þessa yfirhalningu á stöðum nöfnum, staðsetningum og legum á framandi hlutum fær maður á tilfinninguna hvernig Watson lækni hefur liðið, þegar hann slóst í för með Sherlock holmes á vit ævintýranna. Vegna dynta og hverfuls lundernis Sherlocks Holmes hefur hann lítið kynnst rannsóknarstörfum Watsons sem Sherlock hefur litið á sem ótíndan ritara. Munurinn liggur bara í staðsetningunni. Lundúnaborg eða mannslíkaminn, ef maður á að gagnast í starfi verður maður að þekkja hið minnsta smáatriði svo fanga megi sökudólginn. Því er spurn: Læknir eða leynilögga?


17.4.02

Take the What Explosive am I? quiz by Little man icon! Hee hee!PhoenixSpirit001

Allt í lagi er það ekki


You are Fozzie!
Wokka Wokka! You love to make lame jokes. Your sense of humor might be a bit off, but you're a great friend and can always be counted on.
.


Ég hefði nú samt fílað mig sem Gonzo.


Þjóðarbókhlaðan er svo viðurstyggilegur staður að fóki innan 17 ára aldurs er meinaður þar aðgangur, þvílíkur er hryllingurinn sem þar er að finna


14.4.02
Þá er ég og Stjórinn skildir skiptum og vil ég ekki meir af honum vita.


12.4.02

Mutter


Die Tränen greiser Kinderschar
ich zieh sie auf ein weisses Haar
werf in die Luft die nasse Kette
und wünsch mir, dass ich eine Mutter hätte

Keine Sonne die mir scheint
keine Brust hat Milch geweint
in meiner Kehle steckt ein Schlauch
Hab keinen Nabel auf dem Bauch

Mutter

Ich durfte keine Nippel lecken
und keine Falte zum Verstecken
niemand gab mir einen Namen
gezeugt in Hast und ohne Samen

Der Mutter die mich nie geboren
hab ich heute Nacht geschworen
ich werd ihr eine Krankheit schenken
und sie danach im Fluss versenken

Mutter

In ihren Lungen wohnt ein Aal
auf meiner Stirn ein Muttermal
entferne es mit Messers Kuss
auch wenn ich daran sterben muss

Mutter

In ihren Lungen wohnt ein Aal
auf meiner Stirn ein Muttermal
entferne es mit Messers Kuss
auch wenn ich verbluten muss

Mutter
oh gib mir Kraft
The tears of a crowd of very old children
I string them on a white hair
I throw the wet chain into the air
and wish that I had a mother

No sun shines for me
there was no breast that cried milk
there is a tube that sticks in my throat
I have no navel on my stomach

Mother

I was not allowed to lick any nipples
and there was no fold to hide in
no one gave me a name
fathered in haste and without sperm

For the mother who never gave birth to me
I have sworn tonight
I will send her a sickness
and afterwards make her sink in the river

Mother

An eel lives in her lungs
on my forehead, a birthmark
remove it with the kiss of a knife
even if it causes me to die

Mother

An eel lives in her lungs
on my forehead, a birthmark
remove it with the kiss of a knife
even if it causes me to bleed to death

Mother
Oh give me strength


11.4.02
Royal Tennenbaums er snilldar kvikmynd. Vefleiðarinn fór á hana í gær og var ekki svikinn, góður húmor, nookkur súrrealísk atriði og húmor. Flott myndataka. Myndin hefur þetta allt. Þegar ég verð stór þá get ég ekki hugsað mér annað en að verða eins og Royal Tennenbaum. Hann er ótrúlega flottur.


10.4.02


Þetta er sorgarstund.


9.4.02
Liverpool í kvöld hvernig fer???


4.4.02
Munurinn á Díet Kók og Pepsí Max er sá að Díet Kók bragðast betur úr dós en plasti. Pepsí Max bragðast hins vegar betur úr plasti en dós. Ef maður myndi yfirfæra þetta á ónæmisfræði þá er þetta eins og Th1 og Th2 svar.
Enn ónæmisfræði.
"immunological ignorance" og ónæmisgriðlönd eru eins og læs maður sem kann ekki að opna bók. Þegar bókin er opnuð fyrir hann getur hann lesið.


2.4.02
Ónæmisfræði næst. Ég er ónæmur.


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?