Vefleiðari ellans
30.5.04
Sjálfskipuð útlegð til höfuðstaðar Norðurhvels Jarðar hefst á allra næstu tímum. Hef ekki heyrt af neinum sem hefur snúið lifandi til baka. Að sumu leiti er líðanin eins og hjá Dudge Dredd, þegar hann var sakfelldur og dæmdur til vistar í auðninnni. Allt vegna glæpa klónbróður síns [leiknum af Armand Assente (Dredd var leikinn af Stalone)].


29.5.04
Vefleiðarinn er samkvæmt netinu ekki Frank Black [hneysa]
Netið telur hann vera Rutger Hauer[meistari B myndanna], Clint Eastwood[überkül] og Tim Robbins.




28.5.04
Nú skilur Vefleiðarinn líðan Frankensteins þegar hann skóp líf. Tilraunin sem reynd var þann 28. maí tókst og getur heimurinn litið árangurinn hér að neðan.

Það tókst ... það tókst



Nú er spennandi að sjá. Fór ekki beint á blogger.com heldur á nýlega heimsóttar vefsíður, og kom beint inn á sköpunarsíðu vefleiðarans. Þurfti ekki að setja inn lykilorð, hakaði nýlega í mundu mig ég man þig fítusinn. Kemst þessi færsla inn á réttan stað rétt tímasett. Tilhlökkunin er að gera út af við vefleiðarann. Til að mark verði tekið á þessu verður textinn koppí peistaður og settur inn í aðra færslu sem tilkynnir niðurstöðu tilraunarinnar. Þessi ráðagerð getur ekki klikkað; Skide godt Egon!!!


27.5.04
er í efsta sæti hjá google, google eru bestir


Pixies tónleikarnir í gær, ein mesta utan líkama uppplifun frá upphafi. Þetta voru snilldar tónleikar, gleðin skein úr andliti Kim Deal allan tímann. Frank var sjóðandi heitur, lak af honum kynþokkinn. Joey þandi gítarinn og leyfði sér þónokkra tilrauna starfsemi og stýrði gítarnum með hugarorkunni einni saman á einum tímapunkti.
Pixies í Krikanum ein besta tónlistarupplifun í lengri tíma.

Pixies, ég hylli ykkur





26.5.04
Það væri óskandi að þjóðfélagið viðurkenndi trökkerinn. Trökkernum hefur verið skipað á stall emð sítt að aftan. Ef væri ekki fyrir hleypidóna samfélagsins, þá hiklaust flíkað Vefleiðarinn trökkernum við önnur tilefni en grímuböll og kvikmyndaleik


Trökkerinn er saklaus

Þeir sem styðja réttindabaráttu trökkersins er bent á smakomu í kaplakrika miðvikudag. Hefst dagskrá upp úr átta, húsið opnar klukkan sjö.


25.5.04
Kominn með fiðring fyrir sándtjékkið í kvöld! Nú verður Ísland ekki lengur sá griðastaður frægs manns, sem það var eftir að Vefleiðarinn hætti með Pixís á sínum tíma.
Íslendingar leyfið mér að lifa hér í friði eins og undanfarin ár.


Var á myndinni Taxi 3, glæst mynd það, enda framleiðsla og hugarsmíð Lucs Bessons. Kjarninn hvatti vefleiðarann til listagerðar, sjá fyrri færslur. Kemst Commisaire Gilbert á þann lista, voru taktar hans farnir að minna á bestu takta Clousaus.
Verð að rekja snilldar senu úr myndinni, svo hún gleymist ekki:
Gilbert: Gerðu bíl upptækan!
Alain: Stopp! lögreglan
(ekið er yfir Alain)
Gilbert: Þeir hægðu ekki einu sinni á sér
Emilien: Svört lögga í Marseilles, hann átti ekki séns!

GLÆST!


24.5.04
Einkarekið heilbrigðiskerfi, betur rekið heilbrigðiskerfi en er það betra heilbrigðiskerfi.


Bless Houllier, mér þykir leitt að þetta gekk ekki lengur upp. Þú stóðst þig samt ágætlega, stóðst þig betur en Roy Evans. Vonandi skiljum við í góðu. Hvernig líst þér á þá félaga, Hector Couper, Alan Curbisley, Martin O'Neil eða Herra Benitez? Þeir eru allt hressir gæjar.
Gangi þér allt hið besta og vonandi heldur Gori-texið lengur en vera þín hjá Liverpool.
Vertu blessaður.


Jessica Simpson, kom í kjölfarið á Britney og Aguileru, en ólíkt þeim stöllum hefur frægðarsól hennar ekki risið alveg eins hátt. Má það rekja til að ólíkt stöllum sínum hefur hún ekki enn rýrt siðgæði sitt, lifir ekki hórlifnaði né berar um of holdið. Allir eiga sér uppáhald og verja fram í dauðann. Vefleiðarinn er mikill málsvari Britneyjar og lífsförunautur. Þegar Vefleiðarinn les svona fregnir þá gleðst hann í hjarta sínu að eiga Britney að frekar en Jessicu.


23.5.04
G-mjólkurvörur ættu að fá rapparana í G-unit til að auglýsa sig.


Kofi Tómasar frænda er að gera góða hluti. Loksins var Julio til sölu, þ.e. bjór í frystu glasi. Þanig á að drekka ölið. Skál!
Áfram á kofann


22.5.04
Vefleiðarinn tók sig til um daginn og vakti til lífsins, gömlu hljómsveitina sína. Ætlaði hann upphaflega bara að helda eina tónleika en vegna mikillar eftirspurnar fékkst hann til að tvöfalda fjölda tónleika, þ.e. selt verður inn á sándtjékkið á þriðjudaginn og aðalgeimið verður miðvikudaginn. Byrja ekki fyrr en eftir meistaradeildar úrslitin.
Vefleiðarinn mundar gítarinn


21.5.04

FRJÁLS


Próftíð lokið, þessi próftíð var frekar litlaus. Vantaði mikla geðveiki sem oft hefur verið. Engar tilraunaeldamennska á samlokugrillum og hitaplötum kaffivéla. Ónei, lítt eftirminnileg.
En til hamingju með að vera orðinn heimilislæknir (minor).


Þeir sem Vefleiðarann þekkja hafa annaðhvort lesið eða heyrt þessa rumsu áður. Gæti jafnvel verið að hún hafi verið rituð hér áður. Til að spara tíma í próftörn sem lýkur með prófi á morgun er þessu skellt inn. Það er um tvíeðli ... spoiler fyrir bókmentaunnendur þá er ekki verið að ræða um Dr. Jekkyll og Hr. Hyde hans rithöfundar.
Tvíeðli seríóss er merkilegt. Seríós er bannað í Danmörku og að ég held hinum norðurlöndunum vegna mikils járnsinnihalds. Af því mætti ætla að eðlisþyngd seríóssins væri allmikil, en samt flýtur það um í mjólkinni. Fljótlegur samanburður við kornfleks sýnir að kornfleksið sekkur frekar, þrátt fyrir minna járninnihald.
Þá má nýta sér þessa tvo mismunandi eiginleika, með því að setja kornfleks yfir seríósið og þannig upphefja flotkraft seríósins.
Rannsóknin sem vísað er í, og undirritaður framkvæmdi, er þeim annmörkum bundin að ekki var athugað honneyrósted seríós eða kelloggsspesíalkey.
Verði ykkur að góðu!


20.5.04
Vefleiðarinn mun ekki taka upp að svo stöddu athugasemdakerfi. Brothætt sjálfsímynd leyfir ekki að hleypa að einhverjum kónanum eða dusilmenninu að fá færi til að koma með athugasemd eins og "helvítis fífilð þitt" og þar fram eftir götunum.
Minnist vefleiðara sem nefndi sig Munnangur Skrattans, var Þar vel skrifandi maður og voru ýmis skrifin á skjön við það sem almennt getur talist við hæfi. Það var allmikill kómískur blær yfir mörgum skrifanna, en það skildist ekki og lenti umrætt munnangur í ritdeilu við Maranomy og Linuxnörd Íslands. Maður hefur líka séð svona skítkast á vef kallanna sem er eitt snilldar konsept [bara að maður hefði hár og bíseps í að vera tjokkó].
Alltént er rétt að forðast að gefa á sér höggstað manna sem trúa á að; ef það er skrifað þá er það satt.
En til að baktryggja Vefleiðarann [þ.e. skáldið, (þ.e. mig)] þá er hér baktrygging.

Naktir líkamar þeirra skildust að, það rauk af heitum líkömunum í svölu Parísarloftinu. Út um opinn hótelherbergisgluggan sást Eiffel-turninn vaka yfir borginni og reyndu stinnar geirvörtur meyjarinnar að líkja eftir. Augu hennar og Vefleiðarans mættu, "Ég vil segja skilið við frægðina, svo við tvö getum lifað í friði. Í friði frá ágangi fjölmiðla og aðdáenda. Þú einn fullnægir mér og mínum þörfum."
Meðan hún mælir þessi orð dregur hún sígarettu að vörum sínum og lítur hjálparvana á Vefleiðarann. Hann yppir öxlum: "Britney, þú átt að hætta að reykja" að svo mæltu veltir Verfleiðarinn sér á vinstri hliðina og snýr baki í ástmey sína.


19.5.04
Samhryggist Sjonna kallinum, hann átti farsælan knattspyrnuferil, þar þekktur sem Ramelow.

Mogginn lýsir þessu svo:

Miðvikudagur | 19. maí | 2004
Ramelow hættur með þýska landsliðinu
Carsten Ramelow varnarmaður Bayer Leverkusen tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með þýska landsliðinu. Ramelow, sem er 30 ára gamall og á 48 landsleiki að baki fyrir Þjóðverja,lauk ferli sínum með Þjóðverjum á heldur leiðinlegan hátt því hann var í liðinu sem steinlá í æfingaleik fyrir Rúmenum, 5:1, og fékk þar bágt fyrir frammistöðu sína sem og allir leikmenn liðsins.

Minnist þess að hafa horft á Þýskaland-Ísland heima hjá Sjonna. Fyrir leikinn skemmdi hann sjónvarpið svo myndin var mikið brengluð, gerði hann það til þess eins að koma í veg fyrir að upp hann kæmist, hann þá antisportistann. Það má líta á þetta í stærra samhengi, á svipuðum tíma og Ramelow hættir með landsliðinu byrjar Sjonni að pumpa járnið. Hann segist vera að byggja sig upp, en er í raun að hindra líkamlegt niðurbrot. Að endingu þá hafa Karsten Ramelow einnig þekktur sem Sjonni og Sigurjón Örn Sigurjónsson einnig þektur sem Sjonni aldrei sést samtíma á samastað.
Q.e.d.

Ps. Hata, hata, hata CapsLock takkann, Num- og ScrollLock, sem eru enn tilgangslausari hefur ekki tekist að fara eins í taugan Vefleiðarans


18.5.04






Nasty girl


Shakin' that thang on that man, lookin' all stank and nasty
Swore you look cute girl in them dukes, booty all out lookin' trashy
Sleazy put some clothes on, I told ya
Don't walk out ya heezy without clothes on, I told ya
You nasty girl, you nasty you trashy
You classless girl, you sleazy you freaky
I ain't never met a girl that does the things that you do
Change don't come your way it will come back to you
Put some clothes on girl
...
Booty all out, tongue out her mouth, cleavage from here to Mexico
She walks wit a twist, one hand on her hip, when she gets wit'cha she lets it go
Nasty put some clothes on, you look to' down
Nasty don't know why you, will not sit down
Boots on her feet, swear she's in heat, flirtin' wit every man she sees
Her pants hangin' low, she never says no, everyone knows she's easy
Nasty put some clothes on, you lookin' stank
Nasty where's your pride, you should be ashamed

Hard...for women like me who try to have some intergrity
You make it hard...for girls like myself who respect themselves
And have dignity
You nasty girl, you nasty, you trashy
You classless girl, you sleazy, you freaky
N-A-S-T-Y ya nasty, F-R-E-A-K ya freaky
Girl where's your P-R-I-D-E, put some clothes on
...

Naughty girl


I'M FEELIN KIND OF N-A-S-T-Y
I MIGHT JUST TAKE YOU HOME WITH ME
BABY THE MINUTE I FEEL YOUR ENERGY
YOUR VIBE'S JUST TAKEN OVER ME
START FEELIN SO CRAZY BABE
I FEEL THE FUNK COMING OVER ME
I DON'T KNOW WHAT'S GOTTEN INTO ME
THE RHYTHM'S GOT ME FEELIN SO CRAZY BABE

TONIGHT I'LL BE YOUR NAUGHTY GIRL
I'M CALLIN ALL MY GIRLS
WE'RE GONNA TURN THIS PARTY OUT
I KNOW YOU WANT MY BODY
TONIGHT I'LL BE YOUR NAUGHTY GIRL
...

YOU'RE SO SEXY, TONIGHT I AM ALL YOURS BOY
THE WAY YOUR BODY MOVES ACROSS THE FLOOR
YOU GOT ME FEELIN N-A-S-T-Y
I MIGHT JUST TAKE YOU HOME WITH ME

BABY THE MINUTE I FEEL YOUR ENERGY
THE VIBE'S JUST TAKEN OVER ME
START FEELIN SO CRAZY BABE
I FEEL THE FUNK COMING OVER ME
I DON'T KNOW WHAT'S GOTTEN INTO ME
THE RHYTHM'S GOT ME FEELIN SO CRAZY BABE

TONIGHT I'LL BE YOUR NAUGHTY GIRL
I'M CALLIN ALL MY GIRLS
WE'RE GONNA TURN THIS PARTY OUT
I KNOW YOU WANT MY BODY
TONIGHT I'LL BE YOUR NAUGHTY GIRL
I'M CALLIN ALL MY GIRLS
I SEE YOU LOOK ME UP AND DOWN
AND I CAME TO PARTY

Þetta eru textar eftir sömu kvinnuna, Beoncey. Munurinn á nasty og naughty er að naughty er merkjavara, en nasty meira outlet eða kolaportið.


16.5.04
Það er merkilegt hvað ofureinfaldir leikir geta verið heillandi. Hver hefur ekki gegnið í gegnum tetris fíknina. Vefleiðarinn hefur sigrast á sinni tetrisfíkn. Hann stundum gleymir sér og tekur ienn eða tvo leiki. En hefur vit á því að ræða við stuðningsfulltrúa sinn, sem kemur honum á fund og er vandinn takklaður.
Vefleiðarinn er einföld og veiklunduð sál. Hann sér ekki lærdóminn í tetris, hann tekur upp á arma sér annan eins djöful, minesweeper, og tekur að fóstra hann. Í dag er Vefleiðarinn Minesweeper fíkill. Hann hlær að beginner og intermediate. Hann er búinn að mastera expert ójá! Get ekki skrifað meir, það er enn eitt sprengjusvæðið sem þarf að rýma.
Þetta minnir svo á NAM.


Það er sem sagt enn von þegar o.4sekúndur eru eftir af körfuboltaleik. Sá þessa merku körfu LA lakers, hefði verið sekúndubroti minna eftir af leiknum, hefði leikurinn verið búinn. Skíta Lakers.
...
Að lokum þegar efni er fyrir því

Liverpool í Meistaradeildina



15.5.04
Var kominn með hugmynd að færslu í gær. Komst ekki til að færa hana í letur. Hugsaði það er þörf að muna þetta, skrifa á bloggið. Ölvaðist í gær, búinn að gleyma hugmyndinni. En það koma önnur ráð.
Nú í allan vetur hefur vefleiðarinn þjást illa, hann heldur með lifrarpollungum, e. Liverpool [þýðing fengin úr sögum Ástríks] í kanttspyrnu. Þeim tókst þá að gera eitt rétt að koma sér í umspils sæti fyrir Meistardeild Evrópu. Til hamingju Liverpool ...
...
Þakkar Vefleiðarinn sérlega sínum manni Danny Murphy, hann er eini Livrarpollungurinn sem kann að taka vítaspyrnur. Endurtekinn er því leikurinn frá því fyrir um þremur árum og Danny Murphy hylltur á vefsíðu leiðarans

Danny Murphy, ég hylli þig



14.5.04
Það er hætt að framleiða City línuna hjá Ecco. Það er mikið áfall fyrir gjörvallt mannkyn, því þar fóru einu bestheppnuðu skór allra tíma. Hér mælir storltu Ecco City eigandi. Hefur hann átt sama parið nú á þriðja ár og still going strong. Svona í elli skóparsins góðoa var hugsunin að endurnýja, til að létta af mesta álaginu. Í skóbúð fjölskyldu Steinars Waage eru mér tjáðar þessar sorgarfregnir klukkan sextán tuttugu í dag. Varð fyrir valinu einhver minni útgáfa af Ecco skóm, sem gefur fyrirheit, en báðir aðilarnir í skó-manns sambandinu vita að aldrei munu þeir töfrar verða endurteknir sem áður voru.
Hvíl í friði City skólína Ecco


12.5.04
Til hamingju með krógann Heidi mín. Takk fyrir að viðhalda nafleynd minni. Ég heilsa upp á krógann þegar fjölmiðlafárinu linnir. Sjáumst elskan.


11.5.04
Það er svo margt misvísandi í allri umræðu um tísku. Nú er heitast að vera tjokkó, kallarnir eru þar mjög framarlega. Þar sést á öllu að tjokkóar fórna öllu fyrir lúkkið, það eru merki vörunnar sem ráða, það er "tanið" og bíseps skurðurinn.
Einn mjög góður maður vildi líkja tjokkó við bjórfroðu. "Það eru flestir bjórinn en tjokkó eru froðan, eru án alls innihalds." Þetta eru orð manns sem allt er fært.


Það er ljúft að ljúka prófi, nú er lítill nettur áfangi eftir en þriggja daga pása þangað til.
Á svona stundum fer maður yfir farinn veg eins og von og vísan er til.
Margt hefur á daga borið, margt hefur verið rætt. Er í minni ein setning sem maður á efitr að muna vel og lengi. Var verið að ræða fóstureyðingar, hvort menn væru fylgjandi eður ei, á þessi kostur að vera til staðar. Á fólk að sækja um eða fá fóstureyðingu eins og að drekka vatn. Hver er réttur fóstursins ef einhver og margt. Upp úr þessari umræði kom frá mér mjög mætum manni.
"Ef við leggjum alla siðfræði til hliðar, af hverju má ekki eyða öllu því sem ekki er "term""
Góða nótt


10.5.04
Kaffi í stórum skömmtum, þ.e. 15+ bollar/dag er hin ágætasta laxatíva!


9.5.04
Vefleiðarinn óskar áttaþúsundasta gestinum til hamingju. æI verðlaun hlaut hann ferð til Túlan Bator. Verðlaunahafinn naut ferðarinnar. Kynntist hann nýrr og framandi menningu. Hefur hann hug á að kaupa sér íbúð á svæðinu og hefja innfluting á Gobi eyðimerkursandi til íslands. Telur hann vera mikla vöntun á slíka í íslenska náttúru.


8.5.04
Er ekki enn búinn að vinna úr þeirri upplifun sem kraftwerk var, er nú með creme de la creme í bílnum og spila í hvert sinn sem sest er undir stýri. Hugsanir um tónleikana, umgjörðina og heimspekina. Hvað kraftwerk eru innilega þýskir. Þeir segjast vera international en þeir geta aldrei verið neitt annað en þýskir. Það sem truflar fullkomna úrvinnslu, það er að spila kraftwerk uns geisladiskurinn brennur upp af spilun, er próf á mánudag og textasmíð ein og lagið við eftir Megas. Vefleiðarinn er, eins og margoft hefur komið fram, einföld sál og ræður ekki við svona flækjur. Megasarlagið og -textinn er lagið um litlu sætu strákana, er þar Megas í vúlgar essinu sínu.

Litlir sæti strákar


Ég dirfist ekki um stelpur meir, við stelpurnar að þrátta.
Þær eru töfrandi frá aldrinum frá 12 og niður’ í 8.
En ef þú ert að pæla í því sem er koma skal.
Litlir sætir strákar eru langtum betra val.

Þú mændir sem einn afglapi á ókleyfan múr.
Þú veist af beiskri reynslu að vínberin eru súr.
Og þú saknar einhvers sem þú getur kelað við og kysst,
og litlir sætir stráka vekja stöðugt góða list.

Þú ert kalinn bæði og svið'inn nú.
En áttirðu von á öðru?
Það finnur enginn gæfuna í faðmlagi við nöðru.
En þegar lífsins fárið vilja færa þig í kaf:
Litlir sætir strákar þeir stinga þig ekki af.

Sortnaðir geislar, sólar sem djúpt er hnigin
myrkva líf þitt, og löngu fallin vígin,
og einsemdin hún er svo dimm og átakanlega köld.
Litlir sætir stráka verma og lýsa upp þín kvöld.

Ég heyrði það í draumi og ég heyrði það svo skýrt
dömu eðlið er af dyggðum rýrt
Ég heyrði það í draumi þú skalt heiðra eigið kyn.
Lítinn sætan strák er ljúft að eiga fyrir vin.

En bjálfarnir þeir munu ætíð binda trúss við frúrnar
og þegar eldar brenna hjörtun í augumum þeim súrnar.
En spáirðu bara í dæmið - gömlu spekingana þá sést
að litli sætir strákar hafa löngum reynst best.

Í boði söngtextasíðu Davíðs


6.5.04
Þúst maurinn lifir við sunnanverða sahara eyðimörkina. Er bú hans að hluta til grafið í jörðu og trónir 30-40 cm yfir jafnsléttu. Eins og aðrir maurar er virk stéttaskipting meðal mauranna, trónir drottningin í hásæti sínu og nýtur hún verndar hermauranna og vinnumaurarnir sjá fyrir hennar helstu þörfum sem og búsins.
Drottning er staðsett í botni búsins og getur hún legið á allt eins og hálfs til tveggja metra dýpi. Vinnumaurarnir hirða egg drottningarinnar og sjá um uppeldi lirfanna. Einnig færa þeir fæðu til drottningarinnar, sem og lirfanna. Sækja þeir lauf og þess háttar í fimmtíu metra radíus frá búinu. Laufið sem þeir bera í búið og fellur til rotnar og hitinnsem við það losnar, stuðlar að jöfnu hitastigi í búinu, sérstaklega yfir nístingskalda eyðimerkurnóttina. Vinnumaurarnir bera einnig varma sólarinnar inn í búið, þegar á deginum stendur.
Þetta bú þústmauranna er ein af perlum náttúrunnar sem ber að friða og vernda.
þúst maur eða
þú veist maður

Kraftwerk.
Snilldartónleikar kraftwerkmanna í kaplakrika. Rætt var um kraftaverk, vissulega fór þarna fram himnlegur atburður, konfekt fyrir augu og enn frekar eyrun. Í þrjátíu ár hafa þeir félagar Florian Schneider og Ralf Hütter velt fyrir sér samspili manns og vélar í tónverkum sínum sem samin hafa verið á rafræn tól og tæki. Má segja að yfir þrjátíu ára samstarf þeirra hafi fullkomnast þegar róbótarnir komu fram á sviðið og fluttu óðinn um sjálfa sig. "...We are programmed just to do anything you want us to..."
Samspil mannsins og vélarinnar og nú náttúrunnar, með auknum aldri kraftwerkliða, eru eins og áður sagði umhugsunarefni Ralfs og Florians. Í lögum og sjónarspilinu sem tengdist nýjustu plötu Kraftwerks, Tour de France, má sjá aðhið fullkomna jefnvægi sem þeir hafa leitast eftir má finna hjá hjólreiðarköppum, hvar tæknin í kringum hjólin og svo mannsandinn og líkamlegi styrkur sameinast í fyrrum yrkisefni þeirra, sem var einmitt opnunarlag tónleikanna, lagið man machine.
Kraftwerk toppeinkunn, alger snilld.
Þúst maur
Meina þú veist maður


5.5.04
Þúst og Þúst maur. Bara sett inn til að muna


Það verða framin kraftaverk í Krikanum í kvöld.
Kraftaverkin fremja hinir alþjóðlegu/þýsku Karl Bartos, Wolfgang Flür, Ralf Hütter og Florian Schneider.

Kraftwerk




hullabaloosa
kablooie


4.5.04
Steve Buscemi kæist ansi oft inn á listann heldur minn barasta.
Meðal annars sem Herra Pink Í Reservoir Dogs og Danni McGrath í Billy Madison.
Þegar minnst er á Steve Buscemi minnist maður Myndarinnar Fargo og Gaear Grimsrud, þar var skuggalegur gæi á ferð.


3.5.04
Veit ekki einu sinni hvað þetta þýðir.
You are Slackware Linux. You are the brightest among your peers, but are often mistaken as insane.  Your elegant solutions to problems often take a little longer, but require much less effort to complete.
Which OS are You?



Bekkjarbróðir Vefleiðarans leggur hart að honum að gera lista yfir uppáhladskarakterana sem hann hefur séð í kvikmyndum. Það eru svo margar myndir sem maður hefur séð og svo margir karakterar sem maður hefur gleymt. Það eru samt nokkrir sem komast á listann ef hann verður gerður.

1) Mannaveiðarinn í Raising Arizona;
2) Jackal úr Fist of the North Star; leikinn af Chris Penn, snilldar gæi með leðurólaðan haus svo hann springi ekki.
3) Poncho Ramirez úr Predator; Need I say more.

Segjum þetta gott í bili. Þetta getur orðið nokkurskonar Teaser.


2.5.04
Rebecca Loos þoldi ekki lengur við. Hún gat ekki lifað lengur í lyginni. Hún varð að' opinbera samband hennar og Davids Beckhams. Það var ekki þrautalaust því í kjölfarið lenti hún í hringiðu fjölmiðlafárs. Einkalíf hennar var virt að vettugi og Mohammed al Fayed bannar henni nú að koma í Harrods verslanir sínar.
En hún gerði hreint fyrir sínum dyrum sem er vel.
Vefleiðarinn var svo heppinn að sjá brot úr frægu viðtali sem tekið var við Rebeccu. Hún stóð sig vel en þulurinn var eitthvað að missa sig.
Þulur: "I´m going to ask what every woman in the world wants to know. How is David Beckham in Bed?"
Þulur: "There must have come I time in your relationship with David Beckham that you just went wouv I´m going to have sex with David Beckham"

Ps. Kill Bill vol I var Vááá
Kill Bill vol II var mmmm


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?