Vefleiðari ellans
28.3.05
Bechterev held að það sé greiningin!


27.3.05
Ánægður með páskana en páskeggin í dag standast ekki nostalgíu liðinna tíma. Er einstaklega ósáttur með þrennt í þróun páskaeggjanna. Í fyrsta lagi er það gatið sem nú llu namminu er troðið saman, áður voru helmingarnir límdir saman og ekkert helv. gat á þeim. Maður þurfti að nota hugvit og kænsku til að handsama góðgætið innan úr egginu. Nammið í eggjunum, ekkert af því og það hefru breyst með tímanum enda skiljanlegt með endalausum nýjungum í nammismíðum. En það að allt er pakkað í eitthvað plast og ekki lengur hægt að hrista nammi út um göt sem maður sjálfur gerði á páskaeggið. Að lokum er það hve mikið fótur páskaeggsins hefur rýrnað.
Þetta eru helstu gallarnir sem hafa orðið á páskaeggjunum í gegnum árin.
Gleðilega páska


Til hamingju með upprisu Frelsarans!


25.3.05
Nýtt met!
Ójá pulsan hefur slegið öll met sjö athugasemdir Váá x 7.
Litla vefleiðara hjartað kann sér ei kæti.


24.3.05
Vil þakka Árna Bö fyrir línuna sem hann sendi Vefleiðaranum:
"Það gleður hjarta gamals manns að sjá framsýni í skrifum þínum. Hvernig þú stafsetur "pulsa" er hrein unun að sjá og lesa. Sýnir það best málskilning þinn og málsvitund. Mun án nokkurs efa koma þessari útleggingu fyrir í næstu útgáfu Menningarsjóðs.
Þína skál og íslenskrar tungu!
Kv
Árni Bö
Ritstjóri Orðabókar Menningarsjóðs"

Að lokum vil ég þakka þá heitu umræðu sem íslenska pulsan hefur skapað, greinilegt er að pulsan stendur nærri hjarta sérhvers íslendings
Ps. Þína skál Árni Bö


23.3.05
Ein með öllu!
í upphafi þegar Guð skapaði heiminn var bara til Vals tómatssósa og pulsa með öllu, þ.e. tómat (vals), sinnep, remúlaði, steiktum og hráum lauk. En alltaf hefur mannfólkið reynt að betrumbæta verk Herrans.
Það varðmikið umrótaskeið í kringum 1993 þá fóru puslusölur eins og Fröken Reykjavík og pulsuvagninn í Austurstræti að bæta við möguleikum, þannig að rekki var rekinn með mismunandi sinnepum relishum og sósusósum (Salsa þýðir víst sósa).
Ekki var landinn í ástandi til að taka þessari byltingu fagnandi og lagðist þetta skjótt af. Næstir til leiks vor Select liðar sem neituðu að gufuhita brauðin, heldur ristuðu og tróðu hvað þeir gátu af rækjukartöflusalatskokteil með, sem og sósubar. Heil borðeining bara undir sósur. Greinilegt var af öllu að hreyfingarnar sem urðu þrumur árum áður höfðu opnað hug manna fyrir breytingum. Lögregluyfirvöld juku viðbúnað sinn því búist var við að æstur almúginn færi jafnvel að leika sér með dínamýt eins og því sem afgreiddi hafmeyjuna hér um árið. Annað varð uppi á teningunum og því varð það sem oft áður; spámaðurinn er krossfestur og brenndur, á eftir dansa falsspámennirnir í öskunni.
Ólíkt biblíunni þá er ekki hætt að skrifa bók pulsunnar og ber nýjast kaflinn heitið Biggi Nielsen: "Bigga Bar".
Biggi og vinir hans í tónlistarbransanum eru að færa nýjar víddirí framleiðslu pulsunnar. Má þar nefna "Nielsen special" betur þekkt sem "double shotgun", hvar tvær puslur deila einu og sama brauðinu.
Í truckernum eru settar bakaðar baunir í brauðið. Triple X er sama pæling og nielseninn nema ÞRJÁR [innsk. ritstjóra; mælst er gegn notkun hástafa í texta og hvetur ritstjórn til þess að þetta verði ekki til eftirbreytni] pulsur í brauðinu.
Elliot special er pulsa og pik-nik stráum sturtað yfir pulsuna. Lengi mætti telja, er til dæmis trucker með trailer blendingur milli truckers og elliotsins.
Hér er engin tæmandi upptalning og er nokkuð víst að þessi kafli hans Bigga getur orðið ef rétt er á spilum haldið, sjálfstætt bindi.
Bigga Bar er staðsettur við Sundhöll Reykjavíkur, þar má oft finna Bigga sjálfan og er hann skemmtilegur viðtals og tekur vel á móti mönnum og konum og eit ekkert betra en að metta svanga.
Ps. Pulsa er vísvitandi stafsett með U-i því þannig mun það verða í framtíðinni.


21.3.05
Það virðist við fyrstu sín vera rétt ... þori enn ekki að fullyrða það!

D-vítamín


virðist skipta megin, ef ekki öllu, máli.
Bíðum spenntir eftir lokaniðurstöðunni!


20.3.05
Sigur mannsandans
Það' var stilla úti raki í lofti hvar tveir menn gengu frá Vitabar, hverfisbar einum sem stendur á horni Bergþórugötu, þeirri sem Davíð Oddsson gerði ódauðlega í ljóði sínu, og Vitastígs. Lá leið þeirra meðfram Austurbæjarskóla, voru þar drengir við leik að sparka leðurtuðru í mark á upplýstu gervigrasi. Það var á þessari leið þeirra sem ósköp og ógæfa skullu á og um sstund virtist sem himnarnir tækju sig til og ringdu eldi og brennisteini. Af vellinum kom skoppandi leðurtuðra. Tók annar mannanna sig til og skokkaði á eftir boltanum og í þann mund sem bar að eiganda knattarins. Stóð hann við boltann.
Í augum piltsins var vantrúa og forundran, myndi hann sjá eftir bolta sínum endanlega í hendurnar á ótíndum kónum og ribböldum. Þvert á allar hans væntingar fékk hann hnitmiðaða sendingu og héldu herrarnir tveir sína leið. Pilturinn fylltist gleði trú hans á mannkynið reis úr öskustónni sem Fönixinn og gerði.
Á því Augnabliki var sem eitthvað gerðist léttar og bjartar varð yfir öllu þrátt fyrir að langt væri liðið á kvöldið. Mennirnir tveir héldu áfram sína leið og héldu áfram umræðum sínum um lífið, dauðann, tilveruna og hvernig hin smæstu atvik endurvekja trú manna, á sjálfa sig, mannkynið og æðri mátt.


18.3.05
Til hamingju með daginn fær fyrsta gengiskrílið hann Tómas Helgi.

Gleymdi ekki gengisÁrnanum hann fær sína kveðju á réttum vettvangi.


17.3.05
Til hamingju með daginn frændi!


16.3.05
nýtt met slegið hefur ekki verið fleiri komment við færslu. Orðin sex komment vegna miss congegn...
Veiiiii....
Ég hylli alla þá sem komu að þessu meti


15.3.05
Audioscrobbler tilraunin gekk ekki upp.
Setti lagið hummingbird með wilco á repeat og lég ganga í sólarhring.
Á nýjasta vikulista audioscrobbler sést það ekki einu sinni.
Back to the drawing board!


12.3.05
Miss Congeniality er sjónvarpinu.
Maður er að missa af henni ....


9.3.05
Listakonan peaches er að koma skemmtilega inn ... kann maður blödda þakkir fyrir!


7.3.05
Verklegt próf í skurðlæknisfræðum.
Verð að segjaað prófið sjálft olli töluverðum vonbrigðum. Fínar stöðvar ágætar spurningar og eins og komið hefur fram ein slátrun ... slíkt styrkir manninn ... þegar búið er að traðka hrísluna niður að rótum vex upp teinrétt eikin.
Í hverju voru þá vonbrigðin falin. Vefleiðarinn var farinn að sjá fyrir sér framkvæmdina að nemarnir mættu á tilskilinn stað og drægju miða úr pípuhatti [verður að vera pípuhattur] á miðunum stæði t.d botnalngi, kransæðaðagerð, hnéliðsskipti. Næst væri að fara emð prófdómaranum á skurðstofuganginn og skrúbba sig inn.
Já, þetta voru viss vonbrigði!


5.3.05
"Electricity is all very fine Jeeves ... but will it replce the bicycle"
- Bertie Wooster


4.3.05
Tek vel á móti Sigurbjörgu á veraldarvefinn.
Frá eigin brjósti ...
... skemmtilegt hvað hægt er að nauðga manni í munnlegum prófum ... skál fyrir því ...
Take home lesson:
1) Xylocaine gel
2) better lucky than good
3) lesa allt helvítis námsefnið
skál


Hamingju óskir fær fimmþúsundasti (15.000 gesturinn)
Verðlaunin eru mynd
Á ensku kallast það "mental picture"
"Vefleiðarinn á brókinni einni að stúta Budwar, með ipod í eyra"


3.3.05
Væri ekki einhver til í að refresha nokkrum sinnum
Er búinn að finna til verðlaunin!!!


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?