Vefleiðari ellans
30.5.01
Hvað er að gerast maður má ekki líta undan í augnablik og þá er allt farið til andskotans með vefleiðara manns.
ég horfði á hinn leiðinlega Jay Leno, vegna þeirra uplýsinga að hin undurfagra Giesele Bundchen kæmi þar fram ot hvort hún gerði. Í hvert sem ég ber stúlkuna augum hryggir það mig að vita til þess að hún er í sambandi við gerpið Leonardo Dicaprio. Því gladdi það mig þegar Giesele uppljóstraði að hún ætti tvíburasystur. Ekki er því öll nótt úti enn.


21.5.01
Glæsileg helgi afstaðin. Sumarbústaðarferð í lok prófa. Drukkið og gleði ótrúleg. Ekki spillti, heldur bjargaði þynnkunni, sem lítil var þó, völtun Liverpool á Charlton (Heston óborganleg kímni í gangi) Laugardag. Eftir all ótæpilega drykkju föstudagskvöld og þriggjatíma svefn í baksæti Opel Vectra, hófst önnur eins törn laugardag. Verð ég að mótmæla tónlistarsmekk öllu heldur smekkleysi bekkjarsystra minna. Ricky Martin er ekki sá maður sem á spila í sumarbústaðarferð ef nokkurstaðar.
Annars velheppnuð ferð og pulsa og kók í sunnudagsgleði áður en ekið var í bæ.


17.5.01
góð tímasóun hér mér finnst skemmtilegt hvernig þessi leikur endurspeglar hversu mikil tímasóun líf manns getur verið í próflestri. Lífið hefst á morgun þegar tveggja mánaða próftörn tekur enda. Ölvun, sukk og óendanleg gleði ríkir alla helgina. Ójá.

Meðan ég man þá vil ég vitna í merkan mann:

"And the prophet spoke of the chosen one, Mcallister the GREAT"


14.5.01
Mikil gleði fögnuður óendanlegur. Hvað gleður hjarta Vefleiðarans. Sigur Liverpool í enskri bikarkeppni. Gerist það ekki betra. Vil ég í kjölfar minnast snilldar greinar eftir Orra Pál Ormarsson sem birtist í Mogganum seinustu helgi. Þrátt fyrir misnotkun á íslenskunni á þónokkrum stöðum nær greinin snilldar stalli því svona greinar sjást ekki í íþróttablöðum á hverjum degi.
Lýk ég færslu í dag á langþráðri hyllingu.
Michael Owen ég hylli þig



11.5.01
Leiðinlegur. Blogger er búinn að vera leiðinlegur seinustu daga. Ef hann er liggur ekki niðri þá hefur ekki verið mögulegt að skrá sig inn. Fær Blogger feitan mínus í kladdann. Verður hann að vara sig því svona nokkuð getur ekki gengið til lengdar.
Eurovision verður annað kvöld. Hlakka ég til að sjá Two Tricky [hnittninni er engin takmörk sett] koma fram fyrir Íslands hönd. Niðurlægingin verður algjör. Ekki er hægt að drekkja sorginni í öli því dýrmætir lestrardagar mega ekki fara til spillis í þynnku og ómennsku. Illa þykir nú komið fyrir mönnum.


10.5.01
Fékk einkunn í dag úr líffærafræði IIB ekki á allt sáttur, en stóðst og var það fyrir öllu. Ekki getur maður hugsað sér að bíða fram á haust eftir LÍN aurunum.


9.5.01
Bílastæðið er hin argasta snilld hér er ein mynd því til sönnunar.


7.5.01
Þórður Þórarinn, sem í augnablikinu hefur ekki vefsíðu í gangi, benti gestum á gangandi á nasistamerki sem er að rísa í hjarta borgarinnar. Er þar hið hræðilega tákn, hakakrossinn. Hvar er hægt að koma slíkum vanskapnaði fyrir án þess að borgarbúar taki eftir slíku. Svarið við því er að þessi smíð hefur verið lengi í smíðum og hefur hið sakleysislegasta yfirbragð. Er um að ræða byggingar Landspítalans við Hringbraut. Vantar einvörðungu tvær viðbyggingar við sjúkrahúsið nú eftir byggingu barnaspítalans að spítalinn sjálfur myndi hið hryllilega merki hakakross þriðja ríkisins. Nú þurfti Óskabarn þjóðarinnar Eimskip að hætta með þórshamarinn sem einkennismerki því fólk í hinum stóra heimi höndlaði ekki svipinn með hamrinum og hakakrossinum. Hvaða áhrif hefur það á þjóðir hins stóra heims að í hjarta borgarinn er greyptur hakakross og það engin smásmíð.
Til launungar á samsærinu var líkan sem sýndi Landspítalann í allri sinni dýrð fjarlægt í kjölfar umræðna okkar Þórðar á göngum Landspítalans. Sýnir þetta hve landsyfirvöldum er mikið í mun að áætlan þeirra berist ekki út. En það er ein spurning sem vaknar: "Hver teiknaði okkar ástkæra Landspítala við hringbraut, Albert Speer?!?"


5.5.01
Sérlega góð og fræðandi síða. Þar er að finna einstakan töffara.


4.5.01
Þessi síða hefur aldrei valdið vonbrigðum. Er hún bara falleg. Njótið!!!


3.5.01
Mikil gleði sveimar yfir vötnum Húddsins. "Húddið?" spyr lýðurinn sig. Já húddið sem komið er til að vera. Húddið skipa þrír vaskir piltar sem sem ekki kalla allt ömmu sína. Til staðfestingar á tilveru Húddsins, tók það upp einkennismerki sem Agnar hannaði. Var það honum sennilegast til skemmtunar, þegar hann lagði út af merki Háskóla Íslands. Kom honum sennilegast aldrei til hugar hverjar afleiðingar leiks síns yrðu: "Gaf" hann Húddinu merki og með því veraldlega staðfestingu á því sem þegar bjó í hjörtum manna Húddsins ... Húddið


2.5.01
Vefleiðari Ellans fer víða. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur vefleiðarinn teljara frá Modernus. Þar er hægt að komast yfir margar og nytsamlegar upplýsingar. Svo sem að heimasíðan fékk heimsókn frá http://google.yahoo.com/bin/query?p=www.sportsillustrated%2fswimsuit.com&hc=0&hs=0 1 25% Sýnir þetta sigurför Vefleiðarans um heiminn. Vegna þessa koma hér tveir hlekkir sem ég vil tileinnka Google og Sportsillustrated.
Hlekkur 1
Hlekkur 2


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?