Vefleiðari ellans
27.2.03
Alltaf er Vefleiðarinn skrefi á eftir. Nokkrum mánuðum og árum. Enn er það pólitík. Ekki þó hinar geysivinsælu stúdenta kosningar heldur kosningar um reykjavíkur flugvöllinn. Þar var eitthvað kvendi að gaspra um kosningar að kosningar um flugvöllinn væru í raun siðferðilega bindandi. Það var kellingunni mjög mikilvægt, siðferði og þvíumlíkt. Þegar borgarbúar kusu hana sem borgarstjóra, að því undangengnu að hafa lofað því að bregða sér ekki á leik í landsmálapólitíkinni, var hún þá ekki að binda sig siðferðilega í borgrstjórastólinn. En það er ekki sama Flugvöllur og Ingibjörg Sólrún, þrátt fyrir að sömu kjósendur hafi séð um að binda hnútana.


26.2.03
Umboðsmaður TATU er víst barnaníðingur er mér sagt í útvarpinu, það er þættinum samfés. En sú ályktun er dregin út frá myndbandi þeirra TATU stúlkna with lagið all the things she said. Er enn að vinna í því að fá botn í hvað er svona heillandi við þennan meinta lellu dúett. Eru það textarnir?
"They´re not gonna get us
Nothing can stop us
They´re not gonna get us
Now that I love you"

eða

"All the things she said
running through my head
All the things she said"

eða er það bara tónlistin. Þetta er sama klípan og maður lenti í með hana Alice DJ. Sem betur fer hefur hún algerlega horfið svo það er enginn höfuðverkur lengur. Sjáum hvað setur með TATU lellurnar. Skelli gæslöppum á lellurnar fyrir vantrúaða ... "lellurnar"


25.2.03
Davíð Oddson [frændi skv íslendingabók 7og 1/2 liður eitthvað svoleiðis] er fullkominn leiðtogi þjóðarinnar. Nú fussa og sveija einhverjir en hér kemur útskýringin. Davíð er mikill keppnismaður og vill að sitt lið hafi sigur. Hans lið er Ísland nema með fjögurra ára millibili þegar það er sjálfstæðisflokkurinn.
Davíð sínir það hvað hann er mikill keppnismaður að hann trónir efstur í sæti þeirra stjórnmálamanna sem þjóðinn treystir hvað mest. Sköllótta konan er í öðru sæti. Davíð ber einnig höfuð og herðar yfir þá sem þjóðin treystir hvað síst og fylgir sköllótta konan honum þar á eftir. En lítum á þetta í öðru ljósi. Rauðhærða himpigimpið er liðsmaður og svili sköllóttu konunnar. Ef maður tekur samanlagðan árangur þeirra þá steypa þau Davíð af stóli og eru samanlagðir sigurvegarar í minnstu trausti þjóðarinnar. Davíð heldur sínum sessi sem traustasti stjórnmálamaðurinn, hversu gott sem það þykir. Því kemur í ljós að maður á móti manni á Davíð sér öngvan jafnoka og þegar fleiri en einn gera að honum aðsúg geta þeir í besta lagi gert sér vonir um helmings árangur.
Þessi færsla er ekki smituð af stjórnmálaskoðunum Vefleiðarans ... Vefleiðarinn er eins og Fréttblaðið frjáls og óháður og enginn veit hver á hann


23.2.03
Leiðinlegt þegar komin er stefna á gott geim að gera þá uppgötvun að maður eigi að vera mættur til vinnu á morgunvakt ... bömmer


21.2.03
Þegar kvensjúkdómalæknar eru á mannafundum eða hitta gamla félaga á förnum vegum, ætli þeir spili sig stórkarlalega og hafi orð á því að fyrrabragði: "djöfull veður minn í píkum allan liðlangan daginn:"
Sé þetta fyrir mér svona:
Vinur: Blessaður
læknir: Nei, langgt síðan við höfum sést Vinur.
Vinur: Satt, satt ... hvernig hefur þú haft það í gegnum árin
læknir: Barasta ágætt þakka þér. Maður veður í píkum allan liðlangan daginn.
Vinur: hehe ... alltaf sami prakkarinn
læknir: Maður bara getur ekki að þessu gert
Síðan ganga félagarnir saman út í sólarlagið.


20.2.03

Samkvæmt persónu punkti is þá á þetta veið um vefleiðarann!
Af svörum þínum að dæma hefur áfengisneysla þín verið heldur ótæpileg síðastliðið ár.
so it goes


19.2.03
Blogger punktur is ekki til. Það er ótrúlegt hvað þetta internet allt getur verið flókið. punktur com, net, org, is, dk, ar, gov, de og svo mætti lengi telja og allt hefur þeta mismunandi merkingu. Ennfremur breytast hlutirnir eftir því hvar maður situr við borðið. Maður gerir það stundum að leik sínum að fara á google og setja ellinn í leitarstrenginn og sjá hvað kemur. Oftast gælir það og kyndir undir hégómann, það var alltént áður en eftirlíkingin kom á markaðinn, hef minnst á hana áður.
Google breytist samt eftir því við hvaða borð maður situr, í tékklandi síðastliðið sumar. Þá með bjór í hendi í leit að egó bústi á internet kaffihúsinu heimsótti maður gamlan vin Google, nú reyndar á útlensku ... hvað er að gerast ... en útlitið og formið er þekkt svo í leitarstrenginn fer ellinn ... Þegar ýtt er á enter hlýnar sjálfkrafa um hjartaræturnar [mediastinum]. En þá gerist hið ómögulega, skelfilega hvergi finnst ellinn, sorglegt að Tékkar skuli vera sviptir boðorðinu. Jörðin við hjartaræturnar er nú gaddfreðin en bjórinn í vinstri hendinni stendur fyrir sínu og annar er strax keyptur til þess að ryðja út skjálftanum.
Svona er nú internetið flókið.

Að lokum er með stafrænan hákon í eyranu það er gaman þessu þægileg músik.


Hvílík nostalgíugleði sem reið öllu hér í kvöld ... þegar íþróttafréttir ríkissjónvarpssins enduðu á skákskýringu á gamla mátann já, taflborðið á trönunum var mætt í sjónvarpssal og hefur ekki elst einn dag. Skákmennirnir sem hvergi getað tollað hvorki á borðinu eða í höndum skýranda höfðu engu gelymt og voru æstari en snjáldurmýsnar sem reglulega eru sýndar í úrkunjunarveruleikasjónvarpinu Jay Leno. Það lá við að maður táraðist. Hægt er að skýra þá lægð sem kom í íslenskt skáklíf á tíunda áratugnum. Hætt var með skákskýringuna á trönunum ... en nú er horfir framtíðin björt við skákæsku þessa lands.

Að lokum hvað gerir Herra Hú og Hver er hann???


18.2.03
Er að gera herfileg mistök að vera með kéllinguna á X-inu í eyrunum á þessari stundu, því hún er óendanlega slæmur útvarpsþulur. Eina sem ég hef heyrt hana segja í allan dag, fyrir utan að bögla út úr sér nöfnum á lögum og hljómsveitum [sem reynist henni í 93,5 % tilvika um megn], er Megavika á Dominós, gott að skella sér á pizzu, vantaði bara að hún hæfi lestur á matseðli Dominos. Frekar takmarkaður þáttur kéllingin á exinu ... skellti mínum þá á Múzikina öngvar auglýsingar nett.


17.2.03
Að lokum langt síðan maður sá myndina Dead men don´t wear plaid ... hún er mjög góð í minningunni ... á maður að taka sénsinn á henni aftur ...


Nú var hér um árið ölum kjördæmum umbylt, svo rækilega að meira en helmingur landsmanna veit ekki í hvað kjördæmi hann er. Vefleiðarinn hefur alla sína ævi átt lögheimili í Reykjavík og hefur því sína stuttu ævi ætíð kosið í Reykjavíkur kjördæmi. Nú er það ekki til Reykjavík norður, suður, austur, vestur, norðaustur, suðvestur og hvar á greyiðað kjósa.
Af hverju var verið að breyta kerfi sem dugað hafði svona vel og lengi og reynsla mannannna var búin að slípa til. Mér finnast orsakir þess að breyta þessu gamla kerfi ekki merkilegar, eins og þjóðfélag okkar er í dag. Landsbyggðarfólk er minnihluta hópur og ætti því að mismuna honum jákvætt með því að hafa fleiri þingmenn á Alþingi en borgarrotturnar. Já, ætti guli maðurinn að eiga tvövaldan atkæðisrétt á við hvíta og sá svarti enn meir.
Konur ættu að hafa atkvæðisvægi 1,5 á móti einu atkvæði hvíta karlamnnsins og ef konan er femínisti þá er hún komin á sama stall og guli maðurinn.
Heyrði nebbnilega eina femínista kéllingu í Silfri Egils halda því fram að þessi jákvæða mismunun væri ekki að virka sem skildi því, jú það væri nú verið að ráða konurmeira og þér að komast meira til valda en það var allt of lítið um femínista í þessum hópi.
Femínismi er nákvæmlega sami hluturinn og karlremba, ef út í það er farið kynþáttahatur og það sem kallast reverse racism ...
... hingað er Vefleiðarinn kominn og eina sem hann vildi vita var í hvaða kjördæmi hann fær að setja sitt ex á pappírssnepil sem kallast atkvæðaseðill.


13.2.03
Er að spila ca. sjöundu öldina mína í útópí með hléum... minn gerði snilldar árás og náði 170 ekrum í einni árás sem þykir nokk gott. Það skrítnasta er að enginn hefur hefnt árásarinnar enn sem komið er. Samt opnaði maður sig mikið skildi eftir ca. 24k defensepoints unmodified sem er ekkert mál að bösta. Skil þetta ekki ... eftir rúman hálftíma verður allt mitt lið komið heim aftur og þá ætti maður að vera öruggur í bili ... gallinn er að TPA fellur niður úr öllu valdi og WPA sem ekki var beisið fyrir ... jæja ... nú lýkur þessari leiðinlegu færslu ...


12.2.03
Alltaf er í fjölmiðlum umfjöllun um það hve konur hafa það vont á vinnumarkaðinum, þeim bjóðist bara skítadjobb fyrir enn minni péning en karlamanninum. Lausnin við þessu er eitthvað sem kvenfrömuðir og fleiri kalla jákvæða mismunun (hvernig getur mismunun verið jákvæð?). Ef karl kona sækja um stöðu og og fleiri karlar en konur eru í þeirri stöðu þá á kéllingin að fá starfið því hún er kona og það eru of fáar konur í þessu starfi. Er umræðan oft á því plani að það eigi einvörðungu að horfa á kyn og ráða út frá því. Hér er staðan sú að bara er talað um jákvæða mismunun í garð kvenna ... erlendis þarf að mismuna jákvætt með tilliti til fleiri þátta, litarhafts, kynhneigðar, trúar og svo lengi mætti telja. Vinnulöggjöfin á mörgum stöðum kveður á um að ef fleiri starfsmenn en x vinni á vinnustað þarf y margar konur, z marga litaða og svo framvegis.
Mismunun er ekki af hinu góða og á að ráða í störf eftir getu ekki einhverjum kynja-, lita-, trúar og kynhneigðarkvótum.
En þetta átti ekki að vera umfjöllunar efnið. Vefleiðarinn er karlmaður og þarf að búa við það að vera mismunað. Hvernig þá hann er karlmaður hann fær hærri laun en konur og svo framvegis. En hann býr við mismunun klósettpappír á karlaklósettum er nánast alltaf lakari gerðar en á kvennklósettum á vinnustöðum, auk þess sem á mörgum vinnustöðum hafa konur mun veglegri salernisaðstöður, þær þurfa ekki að búa við hlandskálar og sleppa þannig vð að míga, á nánast almannafæri. Þær hafa fleiri handlaugar per salerni en karlar. Margir vinnustaðir hafa líka dömubindi inn í kvennaklósettunum. Aldreigi hefur minn rekist á slíkt á karlaklósettunum.
Minn er karlmaður og er semsagt bæði jákvætt og neikvætt mismunað á vinnustöðum. "Só itt gós"


10.2.03
Vefleiðarinn er camoflage eins og kom fram í einhverju sjálfsrýnisprófinu sem hann tók. Ef vefleiðarinn væri rappari þá væri sviðsnafnið hans Camoflage, reyndar með einhverri gangsta stafsetningu, sem vefleiðarinn er ekki nógu svartur til að þekkja.
Vefleiðarinn er skinhedd samt ekki í pólitískum skilningi, hann rakar hárið af höfði sér svo skallinn hans verði síður sýnilegur. Það er fátt ljótara en að vera með svona krans. Þegar vefleiðarinn hóf að krúnuraka sig var það ekki almenn tíska að ganga um krúnurakaður, jú það voru einhverjir Jordan aðdáendur sem gerðu það en sú bóla var að mestu gengin yfir. Því var það oftar en ekki að leðurklæddir ógæfumenn vundu sér upp að vefleiðaranum og sögðu ... ert þú skinhedd ... ánægður með þig! Því miður var ekki búið að hann og þróa frasann ah eitthvað mis í gangi. Því var svarað ég er skinnhedd en samt ekki skinhedd.
Við þá játningu þótti þessum leðurklæddu ógæfumönnum ekki umvert að ræða við hann lengur. Það er ekki tekið út með sældinni að vera skinhedd en samt ekki skinhedd.


7.2.03
Horfði á Michael Jackson þáttinn í gær. Vá, það var nokk rosalegt eftir þáttinn er tvennt sem situr eftir í huga mér.
1) Ðats vonn siverlí fokkd opp pörson.
2) Hí gott issjús.
Svo maður segi þetta upp á okkar átkæru tungu enskuna.


6.2.03

schizotypal


Which Personality Disorder Do You Have?
brought to you by Quizilla



Merkilegt en MSN er eins og alvöru samtal. Meðan það varir eru allir á tánum og vita hvað fram fer. Þegar því lýkur er glugganum lokað og strax fellur gleymskunnar ryk yfir það sem sagt var og skrifað. Nema viðkomandi sé alger geðsjúklingur og koppí, peistar samtalið í notepad skjal vistar og á til eilífðar nóns.


5.2.03

Vondu kallar varið ykkur. Ef á leið ykkar verður maður sem er Lo, nefndur Billy eða Jackie, varist. Það er meir en líklegt að þar fari annaðhvort Brús Lí eða sonur hans Brandon Lí. Illmenni þessir menn virðast smátittir en en eru bardagmeistarar á sviði Kung Fú. Ef þú ert varmenni, kóni eða þrjótur áttaðu þig á vina og ættartengslum Lo mannanna því slíkt gæti bjargað lífi þínu og glæpaklíkunni þinni.


3.2.03
NASA
Need Another Seven Astronauts


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?