Vefleiðari ellans
31.10.02
Það fer í mig þegar fólk segir djöfull græddi ég núna. Ég græddi 20 þúsund krónur, sko sjónvarpið/DVD-spilarinn/GMS-inn/bíllinn/hvaðeina/draslið sem ég keypti átti að kosta milljón en kostaði nú 980 þúsund. Djöfull græddi ég 20 þús. kall.
Þá langar mann að spurja en taparðiðu ekki 980 kallinum eða hvað eina. Má ég sjá þennan 20 kall sem þú græddir. Hva ... lögðu þeir þetta inná reikninginn þinn.
Í þessum kringumstæðum ætti fólk að mínu viti að segja. Hey, hey ég sparaði mér 20 þús. en þurfti að blæða tæpri milljón eða hvaðeina sem það var.
Þá má ég segja með stolti fíflið þitt...


Hér koma tveir hlekkir. Njótið:
I
II
Það er visst þema sem svífur yfir vötnum það er ykkar að ráða fram úr því hvert þemað er. Maður má ekki vera of góður við ykkur börnin góð og smá. Því sjaldan launar kálfurinn ofeldið og þangað leitar klárinn sem hann er barðastur eða hvurnig sem það máltæki er.


Snilld. Já, kínversk snilld. Hver man ekki eftir teiknimyndum sem kölluðust skot og mark. Teiknimyndir um knattspyrnu sem voru því skemmtilega marki brenndar að hunsa öll lögmál knattspyrnunnar. Nú er komið að snilldinni, eftirvæntingunni fer senn að ljúka. Ég gerðist svo kræfur að fara á kvikmyndina Kung Fu Soccer í góðra vina hópi. Byrjunin var ekki sem best 800 kall fyrir að sitja í sal 3 í Regnboganum, með smá Tal fiffi voru það reyndar 400 krónur [innskot ritstjórnar: krónur er mun virðulegri en kall], en það skiptir engu því frá fyrstu stundu dundi á manni snilldin, döbbuð kínversk mynd. Gleði í frásögn, glæsilegar tæknibrellur og rosalegasti fótbolti sem sést hefur, sem nær hámarki þegar lið Kung Fu Soccer mætir Team Evil í úrslitum China Cup mótsins. Brögðin sem drengirnir í skot og mark beittu bliknuðu og fölnuðu í senn við það sem sást á hvíta tjaldinu. 3 og 1/2 stjarna af 4 fær þessi mynd. Ég freistast til að bæta hálfri stjörnu við fyrir eftirfarandi senu:
"Do you love me?"
-"No!"
"You gotta be kidding!"


30.10.02
ég vil þakka sjálfum mér fyrir að vera fjögurþúsundasti gesturinn á Vefleiðara Ellans. Það er mér mikill heiður vissulega er það mikill áfangi hjá Vefleiðaranum en ekki síður hjá mér. Má færa rök að við séum sameiginlegir sigurvegarar, þrátt fyrir að vera sami maðurinn. Ég var eitt sinn bara Vefleiðarinn en áður var ég, ég. Nú er ég bæði ég og Vefleiðarinn. Ég vildi glaður halda áfram en þar sem ég missti af lithium sprautunni í seinustu viku er best að missa ekki af þessari. Bið að heilsa í bili.


29.10.02
Það var viss fiðringur um alla borgina síðastliðna helgi. Mannlíf næturinnar var ekki samt við sig. Auk þess sem möru þema helgarinnar var ekki að leggjast vel í menn. Að óútskýrðu máli held ég för minni áfram. Föstudagskvöldið leið sem von var og voru hjúkkur heimsóttar á bjórkvöld. Síðan lá leið í bæ. Merkilegt hvað bærinn var tómlegur. Var eins og æska þessa lands þyrði ekki um öngstræti Reykjavíkur enda mikil og hryllileg ófreskja þar á sveimi. Ron Jeremy sjálfur. Það var eins og þetta kvöld væri dæmt til að missa marks. Verst var þegar kollegi benti mönnum of seint á að þar færi Roninn um stígandi upp í limósínu með bráð kvöldsins ... hreina mey sem einskis ills ætti von á. Lagðist þá fyrri maran yfir. Þemahelgin var komin á fullt. Það sem bjargaði laugardegi var snilldar Aktu Taktu borgari, tvöfaldur, franskar og kók. Vatn kemur í munninn.
Kvöld tvö. Að vinnu lokinni töluðust tveir menn saman hálf daufir í bragði en tókst að mana hvorn annan upp í dagamun, næturmun öllu heldur. Hafði ljósgjafinn samband og var boðið til snilldar. Ghanapartýs á Tour de chambres... hvað meinar maðurinn ... Snilldin tók völdin rythmískir tónar og danskennsla á heimsmælikvarða og nóttin varð manns. Píanóbarinn heimsóttur og jafnskyndilega yfirgefinn. Dýr bjór! Kvöldið leið fólk ekki eins hrædd við Ron-eskjuna... heimildir herma að nokkrar meyjar hafa orðið bráð hans þetta kvöld á Kauffélaginu. Annað Ron-lausa kvöldið einmana manns í bænum. En kvöldið leið átakalaust fyrir sig en svo var það seinni maran. Hvernig það endaði veit nú enginn en Aktu Taktu var lokað (lokar klukkan 5) svo kebab tekinn, svo heim.
Vinna sunnudagskvöld, að sumu leiti mygluð, samstarfsstúlka tekin í guðatölu. Hitti Ron-inn en slapp óhullt. Hún kom meira að segja við Ron ... og mörunni létti.


28.10.02
Vísidómur Tom "the Tiger" Jones er óþrjótandi speki hans og vísi. Hjartað tók kipp þegar grein í fréttablaðinu var lesin í góðu tómi. Tígurinn var ósáttur við að konur tækju upp á því að koma með hreina naríur á tónleika sína. fannst honum felast viss höfnun í því. Hann legði alltaf allt sitt í sýninguna en nú tækist honum ekki að bleyta svo í áhorfendum sínum að þær þyrftu að losa nærbrækurnar og henda upp á svið.
Talandi um Tom, þá vil ég láta gullkorn meistarans fljóta með.
"To live for to day and to love for tomorrow is the wisdom of a fool. Because tomorrow is promised to no one You see, love is that wonderful thing that the whole wide world needs plenty of and if you think for one minute that you can live without it you are only fooling yourself"


25.10.02
Ég hef tekið eftir því að kollegi minn og trúbróðir, Sveinn gerir margar sinna bestu færslna um miðjar nætur og langt fram á morgna. Allar ahns færslur erumeð eindæmum lífgandi og góðar en finnast mér "myrkr"verkin hans ef svo má kalla bera af.
Í öfund minni langar mig að leika hans bragð eftir það er að skrifa bráðsmellna færslu ... hvernig fer maður að því ... það er að skrifa hana um miðja nótt. Núll tilgáta mín væri sem sagt að skrif eftir miðnætti eru léleg. Er ekki viss en það eina sem að ég hef lært að núll tilgáta er sett fram til að afsanna hana hve gáfulegt sem það kemur fyrri sjónir. Enda hefi ég aldreigi staðið mig með sóma í tölfræðilegum útreikningum og þankagangi. Í hvert sinn sem ég neyðist til að hlusta á einhverjar slíkar útleiðslur er sem að æðra vald taki um hvern einasta taugung líkama míns og kreysti úr honum lífsviljann og allan þann sársauka og vanmátt sem í manninum býr.
nú er ég orðinn þreyttur og það eina sem stendur eftir að mér tókst ekki að afsanna núll tilgátuna með skrifum mínum. Ansans.


24.10.02
Myndin af Mikka sést ekki og er ver. Það verður lagað áður en ég gifti mig, eins og kellingin sagði alltaf. Reyndar sagði kellingin það batnar áður en ég gifti mig. Var hún þá elliær þjökuð af gigt eftir áralangt erfiði við rækjuna á færibandinu. Kellingin var hörku kvendi, lét sér fátt fyrir brjóstið brenna og hefði hún fengið sittt fram hefði hún borið börnin standandi við færibandið. Eftir sextán tíma vaktirnar þurfti að ala upp börn elda oní kallinn og halda heimilið. Þetta var hörku kelling. Nú ekkja til 30 ára. Þegar kallinn féll frá úr hjarta og æðasjúkdómi einhverjum, sem betri menn eru færari að nefna. Var ofeldið að skila sér þar, kerlingu varðaði minnst um það. Ekki kenndist hún við karlmenn eftir það reyndar runnin af besta skeinðinu. Hafði hún að orði að halda karl, slíkt væri nóg einu sinni. Ég hylli þessa kerlingu. Þær eru ekki lengur gerðar á þennan mátann. Hvernig er nú komið fyrir þjóð vorri.


23.10.02
Þessi mynd af Mikka Mús stendur mér alltaf nærri. Hún segir svo margt án þess þó að vera móðgandi og særandi. Hvernig getur Mikki gert nokkuð slíkt. Við höfum alist upp við heiðvirði hans og myndugleik. Mér líður alltaf vel þegar ég sé myndina.

Þetta er vinsamleg og föðurleg áminning. Nú líður mér vel og ég stefni að því að bæta mig sem manneskju.


22.10.02
Stjórnunarstörf eru höfuðverkur þeir sem eiga að lúta stjórn kunna ekki að meta hlutskipti sitt. Þeir verða oft ósáttir. Guð skapaði súru eplin til þess að bíta í. Ég tjái mig ekki meir um þetta mál. Njótið hinna súru epla. Mér finnast þau að minnsta kosti góð.


Haustferð læknanema er aflokið var mikið glens og gaman. Ekkert grín, slíkt væri ennfremur óviðeigandi. Það er hættulegt við svona feriðir að oft er serveruð bolla, áfeng til áréttingar svo að þeir sem lesi falli ekki í gryfju misskilnings. Bollur eru góðar að mörgu leiti fela þær oft bragð áfengis sem er þeirra ða gera. Hinn mikil galli er að sá eini er veit styrk bollunnar er sá sem bruggar. Nú brenndi ég mig á því oftar sem ekki að taka ekki inn í allar þær tegurjöfnur og helmingunarúttreikninga að ég veit ekki styrk áfengis. Koma þá nálganir sem oft eiga ekki við rök að styðjast.
Þessi færsla er ekki til að útlista Vefleiðarann sem drykkjumann mikinn, sem hann er ekki. Einungis hóflegur drykkjumaður gæti hann talist. En færsla þessi er til að undirstrika mikilvægi þess að fylgjast með og þekkja innbyrt magn áfengis til að fyirirbyggja ástand það sem Vefleiðarinn þekkti í dag, þ.e. annar dagur þynnku. Ástand sem telst miður gott. Það er mitt gustukaverk að koma þessari vitneskju á framfæri. Nú mun vefleiðarinn ganga hokinn af reynslu til hvílu sinnar.


18.10.02
Naflaskoðun. Það er hollt að framkvæma naflaskoðun reglulega líta í eigin barm sjá hvað má betur fara og hvað er gott á hverjum tíma. Til dæmis á þessari stundu er ég með hreinan nafla. Ekki vottur af ló eða skít. Það vottar ekki fyrir exemi eða þurrk. Ég þori samt ekki að lykta úr naflanum. Ég er sáttur við þessa naflaskoðun og segi batnandi manni er best að lifa.


Ég ætla leiðrétta færslu mína frá í gær. Í fyrsta lagi þá eru hraðhindranirnar 11 ég gleymdi að telja eina. Í öðru lagi er kaflinn ekki 1200 m heldur 1100 m. Ég biðst forláts!


16.10.02
Ég ætlaði að skrifa um að þeir sem næmu fræði lækna og líkna næðu fyrr og frekar Nirvan eða uppljómun en þeir sem leggðu stund á annað nám í ljósi þess að grunn nám í fræðum líkna tekur 6 ár. Eftir annan eins tíma á skólabekk eru margir komnir með masters gráður eða langleiðina komnir þangað. Ekki trufla mig með upptalningum hvar námið tekur lengri tíma. En Borgarstýran gekk svo fram af mér að ég get eigi orða bundist.

Ég minntist á að í Rofabænum hafi heimsmet verið sett. Með þremur hraðahindrunum og þrengingu á 300 metra löngum kafla. Nú er búið að bæta við fjórum nýjum hraðahindrunum á Rofabæinn. Sem betur fer ekki á þennan áðurnefnda kafla heldur á öðrum stöðum. Nú telur Rofabærinn TÍU hraðahindranir og eina þrengingu. Ég skýt á að þessar hindranir spanni um 1200 metra það er að meðaltali 120 m milli hindrana. Greinilegt er að hér fer á ferð mikil óráðsía. Félagi minn sagði mér að ein hraðahindrun kostaði um 150.000 kr. Ég þakka Sköllóttu Prímadonnunni fyrir þessar 600.000 kr sem hún hefur skellt í Árbæinn. Krónunum getur ekki verið betur varið.
Ég bý í botnlangagötu. Í örlæti sínu útdeildi Drottning Borgarinnar okkur 30 km hámarkshraða í götunni, sem er hið besta mál. Við fengum líka umferðarskilti til að ítreka við okkur, okkar nýfengna hámarkshraða. Samkvæmt mínum skilningi þýðir umferðarmerkingin að innan þessa svæðis sem ekið er inná gildi 30 km. Ekki að í götunni gilti þessi hámarkshraði. Ég minni á að ég bý í botnlangagötu.

Á léttari nótum þá sá ég Triple X í ónenfdu kvikmyndahúsi höfuðborgarsvæðisins. Gaman að sjá hvurnig leikur Vin Diesels fer vaxandi með hverri mynd.


12.10.02
Skotar eru yndislegar manneskjur. Í gærkvöldi gekk ég um götur Reykjavíkur, svo ég ljúgji nú ekki var eitthvað liðið á nóttina. Ég var að klára seinustu dreggjarnar ef fleygnum mínum, Gordon gini. Samtímis átti ég í spjalli við einhvern skota. Honum leist ekkert á þetta sem honum fannst ekki alvöru gin. Tanquree, eða hvurnig sem það er nú skrifað, fannst honum vera málið enda skoskt. Ég spéhræddur sem ég er bekennti að Tanquree væri mjög gott en samt ekki eins gott og Bombay ginið. Til að halda andlitunu sagði ég honum að móðir mín hefði keypt þetta gin handa mér í tollinum. Í þeim töluðu orðum gaf hann mér og móður sín hvora smáflöskuna af Tanquree.
Skotar eru snillingar. Áfram Skotland!


5.10.02
Háskóladeildin hefur hafið flug sitt á ný. Hefst hún á morgun. Minni á heimasíðu hennar: Háskóladeildin


3.10.02
Andleysi hefur gert vart um sig. Ég á við þann vanda að stríða að ég er aldrei við tölvu,nettengdur þegar mér lýstur hugmynd í koll að rita. Mörgum sinnum hef ég staðið sjálfan mig að því að hugsa þetta gæti orðið sniðug færsla. Melti hugmyndina. Svo sest ég niður framan við tölvuna og þessar snjöllu hugmyndir eru eins og sandkorn Sókratesar, fokin út í vindinn. Þetta vandamál trúi ég að fleiri kunni við að etja. Því er sá póll tekinn í hæðina að koma ekki með sjálfhverfar pælingar, um eðlli skrifanna og enn síður að fara út í einhvern retróspektívskan pakka. Sem er einkennandi þegar um skort á nýjum hugmyndum er að ræða. Hvað á ég að gera gæti maður spurt sig eins og margur alzheimer sjúklingurinn gerir, í andleysi kemur pælingin brot af því besta. Retróspekt og intróversía spunnin saman í eina heild órofa heild, sem er samnefnari uppgjafar.


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?