Vefleiðari ellans
29.2.04


Fann nýja síðu í dag. Var að ferðast milli bloggsíðna, því það er skömminni skárra en próflestur. Rakst á þetta hlevíti, spámaður.is ætti að heita drasl.is.
Þetta hafur spámaðurinn að segja um daginn í dag:
Sun 29.2.2004

Vogin (23.sept - 23.okt)
Ef fólk í merki vogar sækist eftir auðæfum á einhvern hátt er því ráðlagt að hjálpa öðrum að komast af. Spámaður minnir þig hér á að líta í eigin barm og gera þér ljóst að þú hefur erft ómæld auðæfi þegar tilvera þín er annars vegar því draumar þínir lifna hér við með komu vorsins. Þú ættir að reyna að skipuleggja þig meðvitað næstu daga og vikur og einbeita þér betur af einhverjum ástæðum.

DRASL! Nú hefur Vefleiðarinn lestur á ný!


28.2.04
Gynekólógía, obstretík. Það skilur enginn konur, hvort eð er svo hvað er maður að reyna!


27.2.04
Tveir Agnarar en samt ekki sami maður. Ekki heldur tvíeðli sama einstaklings, sbr. Jekyll og Hide, heldur eru þetta tveir einstaklingar, tvær aðskildar persónur í tíma og rúmi. Ekki koma með þessar óeðlilegu kröfur að internetið sé einhver sirkus ykkur til skemmtunar. Lifið lífinu, það er föstudagskvöld, farið í bæinn. KFUK og M eru með opið hús langt fram á nótt.


Óstaðfestar fregnir herma ða sænska bandið Europe muni kom asaman á ný. Europe eru þekktastir fyrir hina miklu ádeilu á neyslþjóðfélagið, lagið The Final Countdown.


26.2.04
Kynnist einum helsta frumkvöðli röntgenlækninga á Íslandi, smellið á röntgen hlekkinn og lesið um Gunnlaug Claessen. Var hann brautryðjandi á Íslandií röntgenlækningum og myndgreiningu. Hann lét ekki einvörðungu til sín taka á Íslandi heldur í hinum stóra heimi og var kennslubók hans í röntgenfræðum kennd víða. Fræðist ... því ekki fræðist þið með því að lesa þetta ruglumbull


Margt merkt gerist nú á þessu ári, hafin er fjórða tíð Vefleiðarans. Hafa árin á veraldarvefnum verið mis afkastamikil en eftir situr mikið magn hágæða skrifa. Nú fer að styttast í sjöþðúsundasta gestinn á síðuna og fær viðkomandi veglega viðurkenningu.
Þessara tímamóta verður minnst á Ríkisráðsfundi og mun Ólafur Ragnar forseti vor einn sitja þann fund, Ríkisstjórnin mund halda á sama tíma veislu fyrir Vefleiðarann á Bessastöðum að Forsetanum fjarverandi. Áttundi febrúar, en þann dag hóf Vefleiðarinn innreið sína í alþjóðasamfélag veraldarvefsins, verður alþjóðlegur frídagur eftir samþykkt öryggisráðs SameinuðuÞjóðanna.
Fyrirfram þakkir og njótið lesendur tryggir.


25.2.04
Það eru ekki geislasverð á Þjóðarbókhlöðunni!
Það fyrirgefst en að á tölvum háskólabókasafnsins er ekki að finna geisladrif, fyrir geisladiska, er forkastanlegt.
Endurtekin eru orð Vefleiðarans skíta bókhlaða


24.2.04
Bush ætti að gera innrás í saklaust þjóðríki í dag ... það er nú eitt sinn sprengidagur.

SPRENGJA



Nýjir hlekkir, krækjur, linkar ... þetta er allt að gerast ... vonandi að internetið springi ekki undan álaginu [krossa fingur]


Þynnka er eðlilegur og náttúrulegur hluti ölvunar. Til eru mörg ráð misgóð tilað draga úr mætti þynnkunnar. Það að fá sér æti í lok ölvunar og mikið magn vökva, helst vatn í lítra tali. Þetta er það sem helst er gert fyribyggjandi, þegar þynnkan er komin má reka hana í burtu með íþróttaiðkun. Eitt atriði er reyndar vanmetið í útskilnaði eitursins og það er þynnkuskitan. Það er í mun að hún komi sem fyrst því annars vilja óvægin áhrifin á iðrin vera langvinnari og meira truflandi í lengri tíma. Greint hefur verið frá tilvikum hvar þynnkuskitan hefur ekki orðið og hefur þynnka þeirra einstaklinga orðið, sem áður var minnst á, langvinnari og óvægnari. Ekki halda þynnkunni lengur í líkamanum en þú þarft; LOSAÐU!


20.2.04
Djöfulsins tittir eru þessir gæjar í 70 mín. Þeir eru dvergvaxnir.


18.2.04
Hef heyrt nokkur lög með franz verdinand og eru þeir vel. Las í Málgagninu að þeir væri skoskir. Nafnið slær á vefleiðarann sem þýskt.
Að lokum fyrir þá sem ekki skildu þá er meiningin að Britney poppi poppkorn.


17.2.04
Britney Spears er poppdrottning. Britney poppar!


16.2.04
Þrír menn í bát er ritverk eftir Jerome K Jerome og er skemmtilegasta saga. Hér er smá úrdráttur því þar er minnst á læknastéttina, sem er vel.

I went to my medical man. He is an old chum of mine, and feels my pulse, and looks at my tongue, and talks about the weather, all for nothing, when I fancy I'm ill; so I thought I would do him a good turn by going to him now. "What a doctor wants," I said, "is practice. He shall have me. He will get more practice out of me than out of seventeen hundred of your ordinary, commonplace patients, with only one or two diseases each." So I went straight up and saw him, and he said:

"Well, what's the matter with you?"

I said:

"I will not take up your time, dear boy, with telling you what is the matter with me. Life is brief, and you might pass away before I had finished. But I will tell you what is NOT the matter with me. I have not got housemaid's knee. Why I have not got housemaid's knee, I cannot tell you; but the fact remains that I have not got it. Everything else, however, I HAVE got."

And I told him how I came to discover it all.

Then he opened me and looked down me, and clutched hold of my wrist, and then he hit me over the chest when I wasn't expecting it - a cowardly thing to do, I call it - and immediately afterwards butted me with the side of his head. After that, he sat down and wrote out a prescription, and folded it up and gave it me, and I put it in my pocket and went out.

I did not open it. I took it to the nearest chemist's, and handed it in. The man read it, and then handed it back.

He said he didn't keep it.

I said:

"You are a chemist?"

He said:

"I am a chemist. If I was a co-operative stores and family hotel combined, I might be able to oblige you. Being only a chemist hampers me."

I read the prescription. It ran:

"1 lb. beefsteak, with
1 pt. bitter beer
every 6 hours.
1 ten-mile walk every morning.
1 bed at 11 sharp every night.
And don't stuff up your head with things you don't understand."

I followed the directions, with the happy result - speaking for myself - that my life was preserved, and is still going on.


Hannes er vel


15.2.04
Öruggar heimildir eru fyrir því að þýskir snillingar munu leggja leið sína hingað til lands fimmta maí. Þetta er eitthvað sem maður má ekki missa af.
Ég er róbótinn ekki alpa jói


Gleymdi smellið á kvikmyndarýni


Búinn að finna yndislega kvikmyndarýnis síðu. Hún hugnast vefleiðaranum svo að það er strax settur inn hlekkur á síðuna.
Hér er brot úr umfjöllun um MATRIX reloaded.
Since human bystanders in the matrix can morph into agents of the machines, the movie's heroes dispatch them without remorse or hesitation. It's all very stylish and cool. But wait, these bystanders are not just props. They are people who feel pain and die in the real world when killed in the Matrix. It seems like some moral ambivalence would be appropriate yet there's none to be found. That might be boring.


14.2.04
Þarf að læra setningafræði, staf og fingrasetningu.


12.2.04
Náttúruleg fæðing er eitt það fallegast sem til er í sköpunarverki Guðs!
Fyrstu sólargeislar dagsins magnast og endurkastast á nakið hold konunnar þegar morgun sólin gægist fram á milli fjallanna. Nakið kvendýrið hefur fundið sér kjarrigróna laut og leggst þar inná milli birkihríslanna og leitar sér þar skjóls frá óvinum sínum lágfótum og örnum, frekar afkvæmi sínu til verndar en sér sjálfri. Enga aðra óvini á þessi skepna sér á meginlandi Íslands. Nú þegar sólin er komin í ha´degisstað heyrast þýðir sumarvindar leika sér í laufsrkúð trjánna, þrestir kallast á með söngvum og staka býfluga heyrist suða önnukamin við að safna saman dýsætum safa blómanna. Eftir því sem kvendýrinu fer að vaxa sóttinn fara ný hljóð að verða ríkjandi í umhverfinu með fimm til þriggja mínútna millibili heyrast ómanneskjuleg öskur. Við það leggst þögn yfir allt, tófan skríður fram úr greni sínu og ernirnir bíða eftir góðu uppstreymi til að hafa sig til flugs og leita sér nýrrar bráðar.
Nú er komið fram á miðjan dag í stað ópa heyrist grátur barns, kvendýrið liggur örmagna og varnarlaust meðan afkvæmið fálmar eftir brjósti. Barnsgráturinn er merki veiðimannsins maka kvendýrsins að verja móður og barn. Tekur hann kvendýrið á öxl sér og barnið í faðm, við þetta fæðist fylgjan, fer karldýrið með fjöslkyldu sína í aðlægan helli og kveikir þar upp eld, barnið tekur nú á brjóst, nú er fjölskyldan í algleymi hamingju og ástar.


11.2.04
Mæður Íslands athugið Elías er gott og gilt mannsnafn og á vel við öll tækifæri.


8.2.04
Tilraun með feminist free í smá stund


Var að fara yfir þetta allt saman og hefur meðaltal heimsókna á síðuna verið um þrjár á mánuði í nokkra mánuði.
Nú er að vinna sig upp aftur, því í eina tíð heimsóttu jafnvel þrír eða fleiri þetta rugl á degi hverjum. Nú er að spýta í lófa og hjóla í þetta verk. Óskið mér góðs gengis, vil minna á Bogablogg, boti er nýbyrjaður og muyn flytja fregnir af ástralíuævintýrum.


Air force one er myndin sem kemur í hugann. Ólafur er fastur í flugvél sem er að færa hann til Aspen í USA og undir stýri er geðsjúkur arabi.
Ólafur fær veður af því að Arabarnir eru búinir að heilaþvo Halldór Blöndal, ekki þörf á miklum þvotti þar, og mun hann samþykkja lög sem steypa munu íslensku þjóðinni til glötunar, fyrsta febrúar 2004.
Tekst Óla að bjarga íslensku þjóðinni eða neyðist kallinn til að skíða í Aspen, er halldór Blöndal heilaþveginn eða getur hann brotist undan stjórn Arabanna, er Davíð Oddson Arabi.
Myndin er fáanleg á öllum betri kvikmyndaleigum.


6.2.04
Ædol smædol. Skil ekki það er komið þriðaja ameríska ædolið í sjónvarpið strax í kjölfar þess íslenska. Þetta er orðið svo þreytt. Frst eru allir lélegu með attitúdið því þau algerlega innsæilaus í hæfileika skort sinn, það er á stundum kómískt. Síðan hefjast aðalleiðindin, þ.e. hin raunverulega keppni þar sem mis útúrspilaðar ballöður eru fluttar í misgóðum kópíeringum. Síðan snýst þetta mest um það hve nastí Simon Caldwell getur verið. Þetta er kynnt sem gamanefni þegar innnan við fjórðungur er í eðli sínu fyndinn er strax orðinn útjaskaður brandari, sem eldist ver en sagan um það þegar það var svo kalt í Þýskalandi að Helmut kól.
Dómur er fallinn.
Ædol smædol er hér með skíta ædol


Landlæknir er fínn kal, skemmtilegur fyrirlesari og samkvæmt áreiðanlegum heimildum(1) bandarískt menntaður og því betri en gengur og gerist(2). Í vikunni var hann að tjá sig í útvarpi um kírúrgísk málefni, gott mál þegar medisínerar sína kírúrgískum málefnum áhuga. Er þá verið að ræða um gagnsemi speglunaraðgerða í slitgigt í hnjám og þykir nógu gott að gera gervispeglunaraðgerð en alvöru. Er það glæsilegt því nú vill maður hjóla í fólkið með sín slæmu hné og skipta um.
Heimild 1 Einar Þór Hafberg, Heimild 2 Einar Þór Hafberg við annað tækifæri
Best að fjárfesta strax í platínu.


4.2.04
Það er mikið um þessa barnaníðinga, viðbjóðs lið sem það nú er. Alltaf koma í ljós frægir gæjar sem eitthvað eru að dandalast í þessu dóti. Gary Glitter, Pete Townsend o.fl. Eins og árið sem leið hafi ekki verið nógu slæmt fyrir Pink Floyd að trommari bandsins lést, Pete litli var að skoða barnaklámssíður bresku lögreglunnar.
Pete hefur verið talsmaður gegn barnaklámi og sagðist vinna gegn slíkum viðbjóð. Hann er reyndar í prima stöðu fyrir þetta áhugamál sitt, þegar hann er á fundum og sýnir myndir máli sínu til stuðnings segir hann: "ojjj, þetta er ógeðslegt" þegar hann hugsar: "mmm, nammi namm" snilldar dulargervi.


3.2.04
glæst mynd


Jæja ... losins búinn að losa mig við þennan hryllilega gula lit. Laga skroll barið síðar meir. Ætli það taki árið eins og það losa gula litinn.
Sjáum til hvað setur.
Kannski var það guli liturinn sem dró úr manni máttinn til að skrifa.
Hef skrifaði nokkuð fyrir bekkjarsystkyni mín í lækandeildinni. Það er erfitt að skrifa á mörgum vígstöðvum, sérstaklega ef maður fær ekki borgað fyrir það og eða hefur að lífsviðurværi.
Æ, æ, þar kom græðgin upp um mann, vefleiðarinn er í læknisfræði jeeee.

Háskólanám verður til þess að maður fagfávitkast og verður ekki hæfur í samskiptum við aðra en kollega sína. Þetta er algert mis, meirihluti fólks er ekki reiðubúinn að færa slíka fórn, vera niðurnelgdur í eitthvað hólf. Sem betur fer er maður ekki útlærður í félagsvísindum eða bókmenntum. Tíu mannan hópur sitjandi í stólum kringum arineld, drekkandi rauðvín, lesandi ljóð fyrir hvert annað sem viðkomandi hefur samið um þau grimmu örlög að komast ekki á samning hjá Eddu.

Fyrr skyti maður sig.


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?