Vefleiðari ellans
30.11.02
Nobody does it better. Nobody does it quite as good as you.
Er nýkominn af nýjustu James Bond myndinni og er ótrúlega vel sáttur. Verð reyndar að taka skrepp túr á næstunni á breiðamerkurársand ... Þetta er besta Pierce Brosnan Bond myndin. Hann er flottur myndin flott. Ísland er að rúla í myndinni. Mæli með þessari mynd ekki bara vegna Íslands og ekki bara til handa Bond aðdáendum.
Seinast þegar ég var svona sáttur eftir bíóferð var eftir Kung Fu Soccer sem er snilld, aðallega fyrir þá sem horfðu á skot og mark teiknimyndirnar.
Að lokum
Skelltu þér á bond.
Pps, í fyrsta sinnið sem ég ber leysigeislasjóvið augum. Hvað get ég annað sagt en það er "rosalegt"


28.11.02
Enn sýnir óstjórn frúarinnar í brúnni sig. Stefnir hún hraðbyri að sökkva þessu hræi, Reykjavíkurborg, á kaf í skuldasúpuna. Nú á að draga seglin saman þegar ei verður aftur snúið. Nú sér prímadonnan eftir því að byggja þessar hraðahindranir allar í Rofabæinn.
Maður uppsker eins og maður sáir. Þegar út í það er farið ... kýs.


26.11.02
Í dag hef ég fengið 2 innlit á síðuna vegna Friðar 2000. Við Ástþór myndum banvænt par ...


Stóð í röð í Brautarholtinu í dag í góðra vina hópi. Var það að markmiði að fjárfesta í miðum á Tónleika Nick Cave þann 10. des. Sem er mun hentugri tímasetning en 9. vegna prófa. Mætt var stundvíslega kl. 11:25 í röðina og var fjárfest í miðanum kl. 13:07. Miði nr. 949, sem er fullkomið palíndróm. Biðin skilaði tilætluðum árangri miði er kominn í hús. Vonandi að Nick-inn verði ekki útúr sprautaður af heróíni eins og seinast. Þegar maður stóð í röðinni sá maður nú nokkra sem voru líklegir að hafa séð kappann þegar hann kom hér 85 eða 6 hvort það hafi verið 84. Veit ekki.
Minn er allavega sáttur.


Hudsucker Proxy (Norville Barnes) vs. George Bush.
Þegar betur er að gáð ætti þetta versus merki ekki að vera þarna. Í staðinn ætti að vera samasem merki. George Bush er Hudsucker Proxy, samanber mynd þeirra Cohen bræðra. Hann er handbendi Dick Cheney og Colins Powells. George á að koma öllu til andskotans og í skjóli óreiðunnar hefja Cheney og Powell innreið sína. Ólíkt myndinni þá virðist sem að þeir félagar séu á réttri leið.
En af hverju kaus bandaríska þjóðin Bush. Því hann er greinilegur Hudsucker. Jú, því Hudsucker er ímynd bandaríska draumsins að hvaða fáviti sem er geti meikað það og breytt rétt. En það er ekki að gerast það gerist bara í bíó. Það er vonandi að þeir Powell og Cheney séu ekki vondu gæjarnir.


25.11.02
Þjóðfélag okkar er á leið andskotans til frumkvöðlar og andans menn eru fangelsaðir og settir í einangrun. Fólk tekið inn á teppi ráðamanna. Börnin sitja í knipri í myrkrinu og þora sig hvergi að hræra. Kirkjan er rænd landi sínu og er jörðum hennar drekkt undir miðlunar lón og biskupinn hættur að sjást. Verið óhrædd því veifleiðarinn stendur vörð um hagsmuni ykkar sem og aðrir andans menn. Gunnar er einn slíkra manna, sem stendur ekki aðgerðarlaus þegar hann sér sódómu og gómorru stjórnarhætti landsyfirvaldsins. Leitið ykkur því huggunar í orði hans, og hlýðið á kall hans. Hægt er að nálgast orð Gunnars hér gegnum tengil vinstra megin á síðunni.


Ástþór Friður 2000 Magnússon. hvað er hægt a ðsegja. Maðurinn er snillingur. Hann útlistar áhyggjur sínar af mögulegum afleiðingum stuðnings og þátttöku Íslands í hernaðar aðgerðum. Maðurinn er snillingur hann sendir bréf, yfirlýsingu. Hvað sem þetta kallast. Hann er í kjölfarið hadtekinn og settur í einangrun fram ti lföstudags. Hann áfrýjar til hæstaréttar sem tekur malið fyrir á miðvikudag, snilld.
Hér eru helstu fréttir af þessu máli, en að lokum mamma og pabbi eru á leið til bandaríkjanna eftir tvær vikur. Spurning hvort þau ættu ekki að hækka líftrygginguna. Veit að þetta er illa sagt.

Innlent | 24.11.2002 | 10:56

Í gæsluvarðhald til föstudags


Ástþór Magnússon, forystumaður samtakanna Friður 2000, var í gærkvöldi úrskurðaður 5 daga gæsluvarðhald en embætti ríkislögreglustjóra fór fram á 10 daga gæsluvarðhald. Ástþór var handtekinn aðfararnótt laugardags eftir að hann sendi fjölmiðlum, alþingismönnum, ríkisstjórninni og ýmsum embættismönnum orðsendingu um að Friður 2000 hafi rökstuddan grun um að ráðist verði gegn íslenskri flugvél með flugráni eða sprengjutilræði.
Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum enda megi skilja orðsendinguna sem hótun um hryðjuverk eða fullyrðingu um að sá sem sendi póstinn muni framkvæma hryðjuverkaárás eða hafi vitneskju um að gerð verði hryðjuverkaárás gegn íslensku flugfélögunum.

Innlent | 24.11.2002 | 18:14

Hótanir um hryðjuverk ekki teknar neinum vettlingatökum



Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að mál, eins og mál Ástþórs Magnússonar sem sendi tölvupóst til ýmissa aðila um hugsanleg hryðjuverk, séu ekki lengur tekin neinum vettlingatökum. Davíð sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að viðhorf til slíkra mála hafi gjörbreyst eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin á síðasta ári.
Ástþór var seint í gærkvöldi úrskurðaður í 5 daga gæsluvarðhald. Hann er í einangrun á Litla-Hrauni, má ekki fá heimsóknir og yfirvöld mega skoða bréf til hans. Gæsluvarðhaldið var úrskurðað á grundvelli nýlegra laga um hryðjuverk og hótanir um að fremja þau en viðurlög við slíkum brotum eru allt að ævilangt fangelsi.

Í tölvupóstinum sem Ástþór sendi á föstudagskvöld fyrir hönd Friðar 2000 segir að samtökin hafi rökstuddan grun um að ráðist verði gegn Íslenskri flugvél með flugráni og eða sprengjutilræði. Tilræðið muni koma sem svar við þeim ráðagerðum ríkisstjórnarinnar að nota borgaralegar flugvélar íslenska flugflotans til flutninga á hergögnum eða hermönnum fyrir NATO í ólögmætu stríði gegn Írak.

Textavarpið

ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Í GÆSLUVARÐHALD


Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á
þá kröfu ríkislögreglustjóra að Ástþór
Magnússon skuli vera í einangrun í
gæsluvarðhaldinu og verður hann
vistaður á Litla-Hrauni. Ástþór var í
gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald
til föstudags fyrir orðsendingu sem
hann sendi lögreglu, fjölmiðlum og
ríkisstjórn um hugsanleg hryðjuverk
gegn íslenskum flugfélögum.

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að
mál á borð við orðsendingu Ástþórs séu
ekki lengur tekin neinum vettlinga-
tökum. Ástþór sagði í tölvubréfi sem
yfirvöld tóku mjög alvarlega að Friður
2000 hefði rökstuddan grun um að ráðist
yrði gegn íslenskri flugvél með
flugráni eða sprengjutilræði.

Vísir, Sun. 24. nóv. 18:22

Orðsendingar eins og Ástþórs teknar alvarlega


Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Rúv að mál á borð við orðsendingu Ástþórs Magnússonar um hugsanleg hryðjuverk gegn íslenskum flugfélögum séu ekki lengur tekin neinum vettlingatökum. Ástþór verði að átta sig á þessu eins og aðrir.

Ástþór var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann sagði í tölvubréfi sem yfirvöld tóku mjög alvarlega að Friður 2000 hefði rökstuddan grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél með flugráni eða sprengjutilræði.


24.11.02
Óháður aðili fékkst til að gera úttekt á lógóunum, honum tókat að skila af sér óháðu áliti, algjörlega. Af minni hálfu hefði mátt sjá fyrir hvert allt þetta myndi leiða. Var hvort lógó fyrir sig skilgreint án þess að afstaða væri tekin. Enda mun ég kjósa þennan ráðgjafa minn á þing ef kostur gefst til. Hann verður reyndar að snúast pólitískt séð.
Að öðrum málefnum. Laufabrauð var flatt út, skorið og steikt í dag, er ekki norðlendingur, slíkt verður að koma fram. Móðir mín gagnger reykvíkingur beit í sig fyrir um 20 árum að á þessu heimili væri laufabrauð verkað. Verkaðist vel er þetta skemmtileg hefð og tengist fólk nánum tengslum, þykkar en vatn. Maður er kominn í blóðþykktina, það á eftir að gera úttekt á litnum.
Vinna, næst seinasta vaktin á þessu ári. Á morgun ( í dag) sú seinasta) nema eitthvað óvænt komi upp á.
En ég hveð á orðum Stranglers: "no more heroes anymore"
Ps. Takk fyrir Southhampton
Pps. Múhameð al Fayed ég þarf að ræða við þig!!!


23.11.02

22.11.02
Fékk ákúru fyrir lógóið, það var sem spark í magann. Hannaði annað lógó aftur í myndgreiningu. Vonandi að maður lendi aldrei í því að lesa úr röntgenmynd.
Hvort lógóið er betra, lógó 1 eða 2?
1)

2)


Ætli það hafi tekist að setja inn lógóið mitt. Sem ég hannaði í myndgreiningar tíma í dag. Hver þarf svo sem að kunna að lesa úr röntgenmyndum.


21.11.02
Nú vantar 8 heimsóknir upp á að heimsóknafjöld verði jafnar síðastliðnum mánuði. Er það faganaðar efni. Hvetur það manninn áfram í þeirri viðleitni að bæta sig. Eftir því sem maðurinn batnar því betra verður mannkynið fyrir vikið.
Áður en Bríet les þetta og eipar þá eru konur líka menn.
Vefleiðarinn er maður en ekki kona, þar hafið'ið það!


Engin furða að ampullan skuli hafa verið tæmd þrisvar í dag. Undirritaður gleypti gulrótina nefnilega í heilum bita. Já, nú er vefleiðarinn búinn að dæma kennara sína í kennslukönnun Háskólans og tók ekkert aukalega fyrir. En þessi inneign í bóksölunni mætti alveg fara að koma.


Ég komst að því í gær að ég get ekki lengur nagað á mér neglurnar, táneglurnar. Maður er orðinn gamall og stirður. "Nei, þú ert ekki eldri en þér finnst þú vera" heyrist rödd að ofan segja. Takk.
Þrátt fyrir þessa sorglegu uppgötvun var mikil gleði í gær. Ég leit á sjónvarpið og stillti afruglarann á 7, en á þeirri rás má finna Mtv evrópu. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá öðrum en ætlast er til að lesendur taki tillit til þess að fólk stillir ekki rásirnar eins á afruglarana. En á emmtíví evrópu var dagskrárliður sem kallast upp á íslensku topp tíu klukkan tíu, í þetta skiptið var þemað Britney. Þvílíkur glaumur, gleði og gaman sem heltók sálina, ég er enn dofinn af ánægju.


20.11.02
testing


testing


testing


Crispy byrjuð að blogga, gaman verður að fylgjast með því.


Ég hlustaði á múzik.is á leiðinni í skólann og hlýddi á rímur Wu-Tang-Clan, sem voru hinar ágætustu rímur. En það á ekki við hér, það sem vakti athygli mína og gleði var snilldarleg skipting milli laga. Skiptu þeir úr Wu-Tang yfir í Kylie, skiptingin var svo snilldarleg að maður heyrði ekki hvar Wu-Tang endaði og Kylie hófst fyrr en hún hóf upp raust sína ... I didn't know what to do ´till there was you oohhooohh. Svona gerist ekki á öðrum útvarpsstöðvum.


19.11.02
Litli puttinn er allur að taka við sér. Ég treysti mér til að halda áfram skrifunum, ég vona að skrifin verði ekki alveg eins augljóslega stirð og seinustu færslur eftir óhappið, sem einungis ein en farið nú ekki að hártogast með það.
Í bakgrunni þessarar færslu hljóma tónar Tom Waits af disknum Blood Money. Eins og maðurinn sagði: "If there's onething you can say about mankind. There's nothing kind about man!"
Sveinn, samanber góðir gestir Sveinn, hringdi í undirritaðan úr tíkallasíma, ekki merkilegt að öðru leiti en að ég þrufti að ná sambandi við kauða seinna. Ég hringdi í gemsann hans, sem átti bara að nýta í eitt sumar, endingin hefur reynst samt betri en svo.
Að öllum útúrdúrum loknum. Þar sat ég í bíl og fylgdist vantrúaður með símanum hringja í númer þessa meinta tíkallasíma. Um mig fóru undarlegar kenndir, hvaða menn eru það eiginlega sem gera slíkt að hringja í almenningssímana. Það eru menn sem segja: "Ef þú ert ekki kominn á grand central stöðina þá sprengi ég öll saklausu börnin í tætlur." eða "Þú komst of seint. Geturðu lifað með sjálfum þér."
Meðan allar þessar hugsanir flugu um hugann birtist Sveinn í dyragættinni. Ég legg á og hugsa með hryllingi til þess sem hefði gerst ef einhver hefði svarað. Maður hefði líklega neyðst til að sprengja ráðhúsið, alþingi, hæstarétt eða börnin.


17.11.02
Eftirfarandi frétt er tekin úr Morgunblaðinu.

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í gær leikarann Jeffrey Jones, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem geðstirði skólastjórinn í myndinni „Ferris Bueller's Day Off“. Hann er sakaður um að hafa átt kynmök við einstakling undir lögaldri og fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum.
Húsleit var gerð á heimili Jones í nóvember í fyrra vegna nokkurra meintra minniháttar afbrota sem tengdust kynlífi. Þá var lagt hald á ýmis sönnunargögn. Rannsókn á máli Jones, sem er 56 ára, hefur staðið í nokkra mánuði, að því er segir í frétt CNN.

Leikarinn var látinn laus gegn 20.000 dollara tryggingu en hann á að mæta fyrir dómara 21. nóvember.

Jones lék Ed Rooney, skólastjórann í myndinni um Ferris Bueller. Þá hefur hann einnig leikið í myndunum „Amadeus“, „The Hunt for Red October“, „Ed Wood“, „Beetlejuice“ og „The Crucible.“

Nú hefur Jeffrey Jones nánast eingöngu leikið óþokka og nú virðist sem svo að sé hinn versti ódámur. Ég legg ekki mat hér á sekt eð asakleysi kauða. Þegar ég sá þessa frétt datt mér í hug, var hann alltaf vondur? Hvernig verður maður svona? Setjum þetta sem svo að hann sé sekur er þá sökin hans. Er hann ekki fórnarlamb þess sem kallast á ástkæra ylhýra typecasting. Hann hefur alltaf leikið óþokka og undirmálsmenni. Hefur þetta ekki haft þau áhrif á undirmeðvitund hans að hann hafi smám saman leitað yfir til hins illa ómeðvitað. Er þetta ekki barasta Hollywood að kenna hvernig sem þessu öllu er á botninn hvolft.


16.11.02
Æ, æ, æ. Takið samt ekki mikið mark á þessum harmkvælum mínum. Ég er búinn að jafna mig á svikum bekkjarsystkyna minna. Það er frekar súrt epli að mæta einn síns árgangs í vísindaferð. Ég er víst svo mikill mömmustrákur að ég varð að fara í vísindaleiðangur og sjá vinnuna hennar. Verst var að lækningaforstjóri Hrafnistu miskenndi hana sem eina af hinum illu Clausenum. Hún er reyndar af hinum bjarta ættboga Claessen.
Í gegnum aldanna rás hafa Clausenar með óþokkabrögðum og frekju troðið sér í áberandi stöður þjóðfélagsins í þeim tilgangi einum að sverta gott nafn Claessen ættarinnar. Er þar öfund og lítilmennska grunnrót vandans.
Ég treysti mér ekki til að rekja þetta nánar því mikið máttleysi er í digiti quinti manus dexter eftir körfuboltann í dag. Ég gerist nú góður medisíner og set þetta í obs. sem er gegn kírúrgískum tendensum mínum.


13.11.02
Nokkuð sáttur við LOTR niðurstöðuna mína. Hver ert þú og ert þú sátt/ur?!?


Theoden

Theoden

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Theoden, Man of Rohan, King of the Mark, and uncle of Eomer and Eowyn.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software



12.11.02

Kvikmyndin Orgazmo eftir þá félaga Trey Parker og Matt Stone er með betri gamanmyndum. Fyrir þá sem ekki trúa eða þekkja af eigin raun eru hér stórskemmtilegir hlekkir sem kveikja í manni gleðina.
I
II
III


Það á ekki að ganga af nýja símanum mínum. Það er innan við mánuður síðan ég fjárfesti mér í nýjum glæsilegum NOKIA 6510 gemsa. Á þeim stutta tíma sem hann hefur verið í eigu minni hefur starthnappurinn eyðilagst og hann lent í ýmsum háska. Nú seinast brosti forsjónin og gæfan við okkur félögunum, símanum og mér.
Í dag var ég að ljúka stórskemmtilegri dvöl minni á HNE. Þegar henni lauk reif ég mig úr kandídatssloppnum og henti í óhreinataus körfuna, klukkan var þá 10:30. Liggur leið því næst á bókasafn, matsal og aftur bókasafn, kl. 12:15. Þar er uppgötvast hið skelfilega, síminn týndur, glataður, horfinn .... Hvar ertu yndið mitt besta???
Er spretturinn tekinn í átt að óhreinatauskörfu HNE. Í óðagoti og skelfingu er hver flíkin á eftir annarri þrifin upp úr körfunni, leitað í sérhverjum vasa ... EKKERT ... enn kraflað gegnum óhreint tauið krafsað í gegnum Guðmunda og Geirfinna, loks kandídatssloppur stærð 56 fundinn. Úr vasa hans er dregið gull ... sími minn NOKIA 6510.
Andað er léttar


11.11.02
Strætó. Aldrei gerðist það á stjórnartíð sjálfstæðisflokksins í borginni að almenningsvagnarnir, nú strætó.is, væru seinir. Var stundvísi þeirra með einsdæmum og aldrei kom fyrir að vagninn væri seinn, það var vandamál sem maður sjálfur þurfti að glíma við. Alls óháð því hvernig veður og vindar blésu. Hvort færð eða ófærð leyfði. Í dag er þetta ekki svo. Í morgun taldi ég mig misst hafa af strætó, því ég er eins og allir mótaður af raunveruleik æsku minnar. Í vonleysi og sjálfsásökunum sá ég fram á missa af tugum mínútna í kennslu, hvar 95% mætingarskilda er viðhöfð. Í forarpytti örvilnunarinnar sást svo vonarglæta kom ekki einhver vagninn rennandi í hlaðið ... Vagninn minn ... var óstjórn R-listans búin að kosta mig ómælda sálarangist og þrjá milljarða í línu NET. Vei þér Ingibjörg Sólrún þú sköllótta prímadonna.


Ég finn til gleði mikillar en samt er óveðurský tómleikans að hellast yfir sálu mína. í dag náði ég merkum áfanga í lífi mínu. Ég kláraði Space Impact. Leik sem má finna í mörgum NOKIA gemsum. Á sigur stundinni var sem allir mínir draumar mínir rættust. Heimurinn var minn, en í þann mund er ég leit upp sá ég að viss hluti sálu minnar var horfinn. Ögrunin var á burt, ég starði út í tómið og fann engan tilgang. Markmiðinu var lokið. Ég áttaði mig á líðan sir Edmunds Hillary á þeirri stundu sem hann steig á topp Everest fjalls. Ekkert eftir. Vonandi mun ég sigrast á tómleikanum ekki hætta á hæsta tindi jarðarinnar og deyja.


8.11.02
Í fyrsta skiptið á ævi minni fór ég í Griffil á miðvikudaginn, sem var gaman. Ég keypti mér Leitz möppu og töflu túss. Tússinn var á tilboði og kostaði 50 kr góð kaup þar. Þegar ég ákvað að kaupa pennan sá ég fyrir mér að vera tekinn upp á töflu ( hvenær gerist það eignlega í háskólanum ) og þegar lærimeistarinn rétti pennann, þá segði ég: "ég er með minn eigin" og tæki hann upp. Ég sé gleði og virðingarsvip kennaranns og samnemenda... Penninn hetja dagsins.
Þessi dagdraumur rættist ekki því miður ... en vissulega heillaði tússinn samnemendur mína og var aðdáun þeirra einlæg og einskær. Vildu þeir fá að prófa, snerta, sniffa (DJÓK) [ég skammast mín fyrir að skrifa þessa seinustu orð sniffa (DJÓK)] sem þeir fengu í einhverju mæli.
Tússinn er reyndar ekki einvörðungu tæki til góðs sem og allt annað má nota hann til illra verka, sjálfur freistaðist ég yfir til hinn myrku afla tússins og veggjakrota. Ég sá hvar tússað var á póstkassa Metallica. Ég fann þá hvernig tússinn barst um í vasa mér og kallaði á mig: "Skrifaðu Smetallica fyrir neðan." Ég var farinn að munda pennann þegar eitthvað afl, siðprýði, held ég að það kallast, stöðvaði mig. Sem betur fór, ég stóðst freystinguna. Ég er vonandi betri maður.


7.11.02
Ég fagna komu ástralska tónjöfursins og snillingsins Nick Cave til Íslands. Ég viðurkenni fúslega að ég hefi lengi notið þess að hlusta á tóna þessa manns. Manns sem er ekki hár í loftinu. Hann er meiri maður en svo að láta slíkt aftra sér í tónlistarsköpun sinni.
Það er eitt sem skyggir á þessa tónleika, það er tímasetningin, í miðri próftíðinni en ætli mað líti ekki fram hjá því og láti sjá sig. Mér skilst sem svo að Sveinn, sjá hlekk til hægri (þótt Sveinn sjálfur sé til vinstri), hafi verið svikinn miðað við fréttaflutning RÚv sem hélt því fram að ástralska sénííð myndi halda tónleika sína á afmælisdag sinn. Fréttaflutningur moggans hefur slegið hann svo út af laginu að ekki hefur heyrst bofs frá kauða. Sveinn það er sama hvenær gott kemur að það komi þó.
Að öðru leiti vona ég að Agnar, sjá hlekk til hægri (rétt staðsettur nú), njóti Metropolis með undirspili sinfóníunnar betur en það skipti sem við horfðum á Metropolis í útsetningu ... æ, ég man það ekki en það er færsla um þetta einhversstaðar ... En þar naut maður alls annars en tónlistarinnar. Kaldhæðnin var sú að mynd sem var nú með sérsniðna tónlist 9. áratugarins horfðum við á með hljóðiðskrúfað niður í botn.
Jæja, nú er maður kominn á upphafsstaðinn, það er hvergi. ´Þá er kominn tími til að segja þetta gott.


5.11.02
Er Crossroads komin út á videó???


4.11.02
Ég tók próf á internetinu í dag. Því miður hef ég ekki slóðina þangað í augnablikinu. Samkvæmt prófinu þá samsvara ég persónu Theodin's í Hringadróttins sögu. Ekki amalegt það. Það kitlar mig samt að hitta þann mann sem fengi út að hann væri Balrog. Kannski ekki.


3.11.02
Lenti í orðaskiptum við mann, sem eitt sinn taldi sig til frjálslyndisafla en er nú kominn í lið með afætum sem kallast kommúnistar, samfylking. Ég kalla nú skít skít þegar ég sé hann. Er eki að velta mér mikið upp úr því hvort um skitu eða kúk er að ræða. Var hann að býsnast yfir launagreiðslum lækna. Gott ef ekki ð hann vildi afnema öll þau tæki sem læknar hafa til að berjast fyrir betri kaupum og kjörum. Sem skipti ekki máli því læknar væru hvort eð er of vel launaðir. PIFF.
Ég ákalla fólk til raunveruleikans ... grunnlaun upp á 350.000 kall eftir 6 ára nám + 5 í sérnám er ekki mikill peningur. Þegar minnst er á ævitekjur þá fussar í jafnaðiarliðinu og það vill ótt verða ... náttúrulega eiga allir að fá sömu laun óháð hvað a vinnu það vinnur. PIFF.
Krafan í þjóðfélaginu er sú að allir læknar eigi að gangast undir ægihjálm ríikisins og gerast góðir og gegnir þeganar, þeir eiga ekki að ala í brjósti sér drauma um eigni fyrirtæki. Þeir eiga að sitja og vera góðir meðan aðrir maka krókinn ... lögfræðingar og verkfræðingar svo dæmi sé nefnt ... það gengur ekki að aðilar sem gegna ómissandi hlutverki í velferð þjóðríkisins og manneskjunnar, njóti sömu mannréttinda og frelsis og aðrir. Nei, þeir eiga að hlýða og vera góðir. Það er oft talað um "anectdodal evidence" í vísindarannsóknum. Sem dæmi um slíkt má nefna þegar reyndir læknar segja það er gaman að sjá svona margt hugsjóna fólk. [Þá er átt við læknanemana.] Því þú ert ekki in it for the money hér á fróni.
Það er margt fleira að segja en það eru margir betri að segja þá hluti en ég og þeir segja það sem ég minntist á hér áður mun betur en ég get nokkurn tíman gert. Eina sem ég get sagt er að illa er vegið að þeim sem langoftast gera meira gagn en ógagn.


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?