Vefleiðari ellans
28.6.05
Flest allt grær hraðar og betur ef það fær frið og tíma til þess. T.d. sár í andliti.
En samt get ég ekki hætt að kroppa.


23.6.05
only a german

Carl Ferdinand Ritter von Arlt

Já, aðeins þjóðverji gæti borið slíkt nafn


21.6.05
Án þess þó að þekkja málið til hlýtar, getur maður ekki ímyndað sér annað en að það sé betri tilfinning að krambúlera á sér andlitið í hjólaslysi, en ölvunarslysi.


Í tilefni Batmanns verður ljóð Vefleiðarans endurflutt!
Batman
Batman, enginn getur drepið hann
Batman
Hvorki, spider- eða súperman
Batman
Batman, enginn getur drepið hann
Batman.


20.6.05
Á nýrri gjörð með 2mm Championship teina, var vefleiðarinn nærri búinn að drepa þýskan ferðamann. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt.


17.6.05
Til hamingju með daginn! Honum lýkur brátt. Njótið þess sem eftir er.


14.6.05
Í dag verðlaunar Vefleiðarinn sjálfan sig. Hann var 6666 gestur síðunnar. Í Verðlaun hlýtur hann verslunarferð til Sævars Karls og Indriða. Gildir boðið í eitt ár.


10.6.05
En hvað menn hafa misst niður öll viðmið eftir SWEp I og II, að segja að revenge of the Sith sé góð í samanburði við SW Ep IV-VI er rugl. Miðað við fyrstu tvær er hún góð en hún er ekki góð. Samt alltaf gaman að sjá Jedi-bardaga.
Kannski er þetta allt í tengslum við Jar-Jar Binks. Í eitt hefur hann veigamikið hlutverk og talar og talar í tvö sést hann smá og talar. Í þriðju myndinni sést hann en heyrist ekki. Það er besta myndin af JarJar myndunum. í orginal star wars þar eru hlutirnir enn betri enginn JarJar


bíóreglur
Hef alltaf verið þeirrar trúar að maður eigi ekki að fara einn í bíó. Margar myndir hafa verið teknar á vídeó vegna þessa prinsipps, allt of margir sem maður þekkir hafa annarlegan kvikmyndasmekk. Vilja til dæmis ekki fara á Steven Segal í bíó. Hver hefði ekki viljað sjá Half Past Dead í bíó. Hún hefði ekki versnað við það. Önnur mikilvæg regla er að hrjóta ekki. Ef maður ætlar að sofa ... þá gerir maður það ekki í bíó og ef í bíó er um að gera það hljóðlega. Hrotur fyrirgefast samt frekar en að tala í símann, þ.e. þegar myndin er í gangi. SMS sendingar eru álíka óþolondi. Að sjá ljós kvikna í jaðarsjóninni, kveikir í manna varnarviðbrögð. Er ljón að fara að gera árás ... bíddu það eru ekki ljón á Íslandi og enn síður í íslensku bíó ... og þá er Steven Segal allt í einu dauður. Missa af því þegar Steven Segal deyr ... einu myndinni sem hann hefur hingað til dáið í.
Þetta eru margar reglur og þær ber að virða.


9.6.05
Sorglegasta hljóð í heimi, sem tengist kaffi!
Í þriðja sæti er eiginlega ekki hljóð ... það er fill water skilaboðin sem koma á sumar sjálfvirkar kaffivélar. Sjálfvirkuvélarnar eiga líka annað sætið því hljóðið sem heyrist þegar kvörnin tæmist af baunum og tómt svissjjj hljóð heyrist er ömurlegt.
Sorglegasta hljóðið er þegar maður tæmir pumpukaffibrúsa ... og maður finnur mótstöðuna í kaffinu hverfa og frussbrusss hljóðið hletekur mann ... þögnin sem kemur í kjölfarið er yfirþyrmandi.


8.6.05
Nú hefur verið gengið frá félagaskiptum Vefleiðarans yfir í FC Mullet, sjá hlekk til vinstri. Greiddi Vefleiðarinn með sér 4000 krónur, rennur samningur hans út um leið og Íþróttafélagið Ást kemur úr fríi.


ætli bruce dickinsson sé enn þá jagast í Tommy Vance: "tommi ég hefði átt að hlusta á þig, halda áfram í Samsun og ekki syngja fyrir Iron Maiden"
Áfram Iron Maiden


7.6.05
Járnmeyjan verður reynd í kvöld í Egilshöllinni


Audio scrobbler er að gera góða hluti, það verður gaman að sjá þróunina. Sérstaklega þegar fram í sækir og maður hættir að frumhlusta alla þessa nýju tónlist ... held að það muni taka svona 15.000 lög til að hafrarnir fari að skiljast frá hisminu. Meina það er ekki eitt einast lag með Leoncy komið inn ... hvernig má slíkt vera?!?


4.6.05
Já, kúba.
Er ekki enn kominn í gírinn að skrifa, nú eftir lestrargeðveiki og langt frí frá stafrænni menningu í fyrirmyndarríki kastrós.
rétt fyrir lendindingu á kúpu gengu flugþjónar og- freyjur með spreybrúsa og úðuðu sem brjáluð væru á gólf flugvélarinnar. Í sama mundu heyrist í flugstjóranum, "this plane is beeing disinfected don't worry this is not harmful" ... það sem vantaði var "... I think ..."
Þetta er reyndar í fyrsta og eina sinnið sem minn hefur lent í slíku í flugvél, var viss um að þetta ýtti undir að maður yrði mótækilegri fyrir hugmyndum sem beint er að manni. Á hverri stundu gæti Castró birst haldið yfir manni ræðu og maður væri farinn að leiða byltingu á Íslandi. Sá Kastró halda ræðu fyrsta daginn á Kúbu ójá ... það er nú meira en margur sófakomminn.


Ellinn er kominn heim.
Tvær vikur í fyrirmyndarríki Castrós og enn ekki orðinn sósíalisti og/eða kommúnisti. Kann varla að salsa en hver kann það?!?


Músík

ellinn's Last.fm Weekly Artists Chart

Athugulir

Eldri skrif

02/01/2001 - 03/01/2001 03/01/2001 - 04/01/2001 04/01/2001 - 05/01/2001 05/01/2001 - 06/01/2001 06/01/2001 - 07/01/2001 07/01/2001 - 08/01/2001 08/01/2001 - 09/01/2001 09/01/2001 - 10/01/2001 10/01/2001 - 11/01/2001 11/01/2001 - 12/01/2001 12/01/2001 - 01/01/2002 01/01/2002 - 02/01/2002 02/01/2002 - 03/01/2002 03/01/2002 - 04/01/2002 04/01/2002 - 05/01/2002 05/01/2002 - 06/01/2002 06/01/2002 - 07/01/2002 07/01/2002 - 08/01/2002 08/01/2002 - 09/01/2002 09/01/2002 - 10/01/2002 10/01/2002 - 11/01/2002 11/01/2002 - 12/01/2002 12/01/2002 - 01/01/2003 01/01/2003 - 02/01/2003 02/01/2003 - 03/01/2003 03/01/2003 - 04/01/2003 04/01/2003 - 05/01/2003 05/01/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 07/01/2003 07/01/2003 - 08/01/2003 08/01/2003 - 09/01/2003 09/01/2003 - 10/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 03/01/2007 - 04/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 01/01/2008 - 02/01/2008 03/01/2008 - 04/01/2008 04/01/2008 - 05/01/2008 05/01/2008 - 06/01/2008 06/01/2008 - 07/01/2008 07/01/2008 - 08/01/2008

Hlekkir

Um mig

Vefleiðaratölfræði
Háskólasíðan mín
Nýja barnið mitt
Útskrifaður
Skólinn minn
Gamli Skólinn minn
Gamlari skólinn minn
Gamlasti skólinn minn
Póstur I
Póstur II
Póstur III
Póstur IV
Póstur V

Bloggerar et al

Ásta Barbara
Gengið
Agnar
Odds
Sveinn
Beta
Bogi
Sjonni
Ármann Bjarni
Steinunn/Nína/Árni
Helga/Eyjólfur/Þorgeir
Agnar Bragi
Sigurbjörg
Doddi
Barock
Ljós-Gíslinn
Tómas/Ísabella/Vala/Hörður
Brynja
Hægrið
Crispy
Naggurinn

Fyrirtæki

Gleðin
Gleðin II
Gleðin III
Skírendur
Höfuðbein
Röntgen
ÁSTIN
AC Mullet
FL
Meinvörp
Fulltrúaráð
Herraklúbburinn Hannes
Málgagnið
Baggalútur
Batman
Tilveran
Ópíum
Kvikmyndarýni
Kvikmyndir
Bíó á Íslandi
S&M
S&M íslenskt
Völuspá
Samúræ
Stuðboltastelpur
Músík
Íslenskt rokk
Hljómsveitin mín
Afatónar
Kraftaverk
Gangstétt
Leifar R-RJ
Löggan
LÖGGAN
Herinn
Wikipedia
Gunnar Á Krossinum
Djöfullinn
Satan #1
20.000 kr
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
This page is powered by Blogger. Why isn't yours?