Varð vitni að einu ótrúlegasta jinxi sem ég hef séð. Það er einn serbneskur læknir sem er í sérnámi hér í Västerås. Í hádegismatnum var verið að ræða kvikmynd með Richard Gere hvar hann er í Bosníu að leita uppu Karadsij og Milosevij. Þá slengdi Serbinn því fram að þeir tveir yrðu aldrei framseldir, þeir væru einhversstaðar í góðu yfirlæti í Rússlandi og það myndi vera grafinn fram svo mikill skítur ef mál þeirra færu fyrir rétt. Þar kom jinxið og innan við viku frá þessum ummælum las maður í mogganum Karadsij handsamaður. Aldrei vanmeta jinxið... posted by ellinn at sunnudagur, júlí 27, 2008[edit]
|
19.7.08
Það er ótrúlega gaman þegar maður er að hjóla í logni eða smá meðvind að þegar maður losar slím, það er hrækir, beint til hliðar þá heldur slímið sama áfram hraða og maður hefur sjálfur. þannig að hrákinn ferðast með manni á leið sinni til jarðar. Það er andskoti magnað. posted by ellinn at laugardagur, júlí 19, 2008[edit]
|
Það er ekkert skemmtilegra en sænskt sumar ... maður fer út og grillar með einn mellan í hendi. Massar tanið í leiðinni. Ef manni leiðist rúntar maður um á amríkanska kagganum sem fer fimm kílómetra lítrann, ekki skemmir að taka ferðagræjurnar með sér og það er komið svaka partý. Sænskt sumar það gerist ekki betra.